Sannir í túlkun sinni og þjóðarsómi.

Hljómsveitin Sigur Rós hefur verið þjóðarsómi frá upphafi ferils síns, ekki aðeins vegna verðskuldaðara vinsælda, heldur einnig vegna þess að hún hefur sýnt hvernig sérstæð tónist einstakra þjóða eða þjóðflokka getur náð hylli og viðurkenningu um allan heim.

Hún hefur verið sönn í sköpun sinni og túlkun, trú uppruna sínum og er dæmi um það að þegar saman fara miklir hæfileikar, frumleiki og túlkun, er það eina, sem þarf að smella til að brjótast í gegn til frægðar, er að vera réttir menn á réttum stað eða stöðum.

Mér verður oft hugsað til þess hvað hæfileikarnir og tjáningarþörfin leynast víða þegar ég sé ungviðið, oft kornungt, fara á flug í tjánHlynur og HaukurHlynur og Haukur 2ingu og sköpunarþörf.

Setti inn á facebook-síðu mína í kvöld 13 sekúndna myndband, sem smellt var síðustu nýjársnótt, þegar systrasynirnir Hlynur Kristófer Friðriksson (og Iðunnar), átta ára, og Haukur Lár Hauksson (og Láru), sem á tíu ára afmæli í dag svöluðu dansþrá sinni á nýjársnótt eins og þindarlausir tímunum saman.

Tók út úr þeim tvo ramma inn á þessa síðu, en hraðinn er svo mikill hjá þeim, þegar þeir eru í þessum ham, að myndirnar eru hreyfðar!

Eins og alltaf veit enginn hvort þetta er tímabundið hjá þeim eða hvort þeir muni síðar leita lengra og hærra og þá jafnvel á öðrum sviðum.

Sá yngri hefur verið að túlka þetta sérkennilega og persónulega afbrigði af breikdansi sínum síðan hann var aðeins fjögurra til fimm ára og sá eldri er snjall í knattspyrnu og búinn fjölbreyttum hæfileikum.

Mannauðurinn, uppvaxandi hæfileikakynslóð, þetta er það sem gerir mann bjartsýnan um framtíðina.  


mbl.is Alþjóðleg stjarna um tvítugt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband