Norskt vegakerfi er einstakt.

Í níu ferðum mínum um Noreg þveran og endilangan, allt frá Líðandisnesi, syðsta odda landsins, norður til Alta og þaðan austur og suður til Finnlands, hefur blasað við að séum við Íslendingar undrandi á mörgu í okkar vegakerfi, er það hátíð miðað við það sem er í Noregi.

Eina stefnumótunin sem maður hefur getað séð er sú, að malbika fyrst allt vegakerfið eins og það leggur sig áður en farið var í breikkun og bætingu vega.

Fyrir tíu árum, áður en lengstu veggöng veraldar voru opnuð á nyrstu leiðinni milli Oslóar og Björgvinjar, var það því undrunarefni að á þáverandi aðalleið, í gegnum Þelamörk, þurfti á nokkrum stöðum að aka yfir einbreiðar brýr og þræða svo þrönga og krókótta vegi hundruðum kílómetra saman, að varla var hægt að mæta stórum bílum.

Þarna var um að ræða þjóðleið á milli tveggja staða með samtals sjö sinnum fleiri íbúa en alla íbúa Íslands.

Stór hluti af helstu þjóðleiðum landsins er enn með 50 kílómetra hámarkshraða.

Á leiðinni norður til Alta kom í ljós að áætlun um 14 daga akstur kolféll, því að eftir þá daga átti eftir að aka alla leiðina til baka.

Langfjótfarnasta leiðin milli Oslóar og Alta liggur fyrst í öfuga átt til austurs um þvera Svíþjóð, síðan norður eftir því landi endilöngu yfir til Finnlands og þaðan til baka til Alta, miklu fljótkeyrðari leið en að fara eftir Noregi sjálfum.

Nyrsti hluti E6 leiðarinnar frá Osló til Gautaborgar og fram til Skáns og Danmerkur er með aðeins eina akrein fyrir fólksbíla, hin er fyrir rútur.

Íslendingur einn sem ók í fyrsta sinn eftir norskum þjóðvegi, nánar tiltekið frá Osló til Þrándheims, fékk 14 hraðasektir á leiðinni. Boðskapurinn fyrir Íslending í akstri eftir norskum þjóðvegum er einfaldur: Slappaðu af!

Erlendur staðall fyrir því að breikka venjulegan veg upp í 2+1 er 15 þúsund bíla umferð á dag. Til samanburðar er umferð um Álftanesveg 6 þúsund bílar á dag og því hvergi nærri komið að því að brekka þann veg, enda er 21 sambærilegur vegarkafli á höfuðborgarsvæðinu með hærri slysatíðni.

Fróðlegt verður að sjá hvað Reynir Jóhannesson gerir í stefnumótun fyrir samgöngumálum í Noregi. Vonandi felst það ekki í því að rjúka til að breikka alla vegi sem eru með umferð á bilinu 6-15 þúsund bílar á dag, því að verkefnin eru ærin við að laga eindæma torfarnar og miklu meira eknar helstu þjóðleiðir landsins.

Hámarkshraði á bestu vegum Noregs er 90 km/klst eins og hér, en 110 í Svíþjóð. Samt er slysatíðnin lægri í Sviþjóð.  


mbl.is Draumurinn að koma að stefnumótun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Hámarkshraðinn er reyndar 100 km en þetta eru samt allt saman "rallvegir". Ég held að þessi Reynir geti lítið gert til að laga ástandið. Þetta er einfaldlega verkefni verkfræðinga.þetta lið sem kemur úr stjórnmálafræðinni hefur ekkert vit á þessum málum enda snýst þeirra starf einungis um almannatengsl og koma almenningi á þá skoðun að eitthvað af viti sé verið að gera til að laga hlutina. Þetta er ekkert öðruvísi en heima á íslandi.

Jósef Smári Ásmundsson, 16.2.2014 kl. 15:42

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Eftir að hafa búið hér í Noregi í bráðum 29 ár, keyrt fram og tilbaka,austur og vestur og út og suður, þó ekki norðar en Þrándheim, og fylgst með (alltof hægri) uppbyggingu vegakerfisisns frá kerruvegunum gömlu, ferðast um nágrannalöndin og annars niður um Evrópu, og seinni árin sett mig vel inn í norsk samgöngumál, vil ég gjarna skrifa eftirfarandi:

Fyrir utan örfár villur í þessum pistli þínum Ómar!, pistli sem fyrst og femst og greinilega, er innlegg í baráttuna um breikkun Álftanesvegar og verndun hraunsins þar ;), þá er mikið rétt í þessu, það er ekki af engu sem World Economic Forum setur Noreg í 84 sæti í vegastandard og 48 í járnbrautarstandard av 142 löndum sem borin voru saman.

Villurnar eru samt til staðar hjá hjá þér, eins og það að hvergi megi aka hraðar en 90km. og að nyrsti hluti E6 milli Oslo og Gautaborgar sé aðeins eins akrein í hvora átt vegna strætisvagna akreinar innan borgarmarka Oslo, annars er E6 flottur og tvíbreiður í hvora átt (sjaldgæft í Noregi) orðinn alla leið að sænsku landamærunum, en reyndar bara nýlega.

Allt verður einnig að skoðast í ljósi umferðarþunga, mannfjölda og þarfarinnar þar eftir, og þá kemur Noregur alls ekki vel út samanborið við t.d. Danmörku og Svíþjóð, en hvort einhver glóra sé svo aftur í því að bera saman vegastandard á Íslandi og Noregi, læt ég aðra um að meta ;)

En sem dæmi má nefna að meðan svíar eru með um 2000km. af fjórbreiðum hraðbrautum, eru norðmenn að skríða í um 500km. núna, þetta þrátt fyrir að svíar hafi hvorki olíuna, né beiti vegatollum í líkingu við norðmenn, eða kannski einmitt þessvegna, af aurum verpur margur api.....

Kristján Hilmarsson, 16.2.2014 kl. 18:18

3 identicon

Svona samabburður er ekki mikils virði. Á til dæmis að bera saman Noreg og Danmörku í vegamálum? Ef Ómar hefur keyrt um Noreg þá sér hann líka hvernig landið liggur, bæði í lengs vegakerfisins og ekki minnst kostnadar við að byggja hvern kílómeter í Noregi miðað við bæði Svíðþjóð og Ísland. Í Svíþjóð er bara að höggva trén og malbika yfir. Á Íslandi er bare að rétta úr hrauninu og malbika því það virðist sem hann bara hefur hugsað um vegakerfið á suðurlandinu í sínum pistli. 

Magni Veturlidason (IP-tala skráð) 16.2.2014 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband