Af hverju var þetta mögulegt fyrir kosningar en ekki núna?

Þegar Bjarni Benediktsson og fleiri forsvarsmenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins gáfu þau loforð fyrir kosningar að þjóðin fengi örugglega að kjósa um það hvort aðildarviðræðum við ESB yrði haldið áfram tóku þeir sér orðið "ómöguleiki" aldrei í munn þegar þessi loforð voru gefin.

Samt sýndu allar skoðanakannanir fyrir þær kosningar að samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var langlíklegasta útkoma kosninganna og partur af því var, að stór hluti kjósenda trúði þessum loforðum.

Bjarni virðist ekki skilja í hverra umboði hann er í ríkisstjórn, - talaði um það í fréttum Stöðvar 2 að hann yrði að hlýða landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins með því að lofa þjóðinnni ekki að kjósa um málið.

Ekki heyrðist múkk frá landsfundarfulltrúum um að loforð Bjarna um þjóðaratkvæðagreiðslu væru svik við landsfundinn þegar hann gaf þau. Sjallar voru ánægðir með að ná inn sem mestu fylgi þótt þeir hikuðu við að taka undir yfirboð Framsóknar um milljarðahundruðin sem detta myndu eins og lottóvinningur í hlut landsmanna ef þeir kysu þann flokk.  

Stundum telja stjórmálamenn sig verða að víkja frá samþykktum landsfundarfulltrúa sinna í stjórnarmyndunarviðræðum eftir kosningar.

En þetta mál er ekki af þeim toga, því að eftirgjöfin frá landsfundarsamþykktinni varðandi vísar þjóðaratkvæðagreiðslu var gefin fyrir kosningar öllum verðandi kjósendum flokksins.

Þessi loforð áttu mestan þátt í því að rétta fylgi flokksins aðeins við í lok kosningabaráttunnar og fleyta komandi stjórnarflokkum upp í 50,8% atkvæða og þar með inn í gamalkunnugt stjórnarmynstur aðdraganda Hrunsins.

Ef talsmenn núverandi stjórnarflokka hefðu sagt það strax fyrir kosningar að það yrði "ómögulegt" að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið færu þeir í stjórn, hefði það verið heiðarlegt og kjósendur hefðu vitað að hverju þeir gengju.

Þetta var ekki gert, heldur var ekki hikað við að lofa því sem nú er talið "ómögulegt" og Bjarni Benediktsson játar í Kastljósi með mildara orðalagi, "gat ekki staðið við."  

Mestu mótmæli á Austurvelli í þrjú ár, síðan í framhaldinu af Búsáhaldabyltingunni, er ekki tilviljun þótt þetta virðist gerast ansi snemma á kjörtímabilinu. Þetta mál núna virðist vera kornið, sem fyllir mælinn, þegar örfá "afrek" stjórnarinnar eru skoðuð:

Loforð um hundruð milljarða króna í ríkissjóð, sem teknar yrðu frá "hrægömmum og vogunarsjóðum. Ekki króna komin og bólar ekki á neinu.

Loforð um tafarlaust afnám verðtryggingar. Nei, málið er í nefnd.

Loforð um afléttingu gjaldeyrishaftanna, sem byrjað yrði á strax á árinu 2013. Ekkert bólar á því enn.

Loforð um lausn á málefnum þrotabúa bankanna. Ekkert sjáanlegt þar.

Margt fleira mætti nefna en þegar svik loforðanna um þjóðaratkvæðagreiðsluna bætast við er líkt og að stífla hafi brostið.

Eftir fjögur erfið ár við að rétta þjóðarskútuna við á strandstað og koma henni laskaðri á flot var þjóðin þyrst í að fá sem fyrst að baða sig í vellystingum í stíl ársins 2007 eða að minnsta kosti að öðlast betri tíð með blóm í haga.

Þess vegna trúði hún hverjum þeim fagurgala sem gat kveikt slíka drauma og er að uppgötva núna að hún var of auðtrúa.

 

 


mbl.is Fámennt orðið á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kaus annan stjórnarflokkanna, einmitt vegna þess að ég vissi að honum væri treystandi til að teyma þjóðina ekki í ESB.

Enginn misskilningur á mínum bæ. Hann virðist eingöngu bundinn við ESB sinna, sem hvort eða er kusu ESB flokka. Það er varla vandamál fyrir okkur meirihlutann þó svo að vinstrimenn og örfáir aðrir ESB áhugamenn skilji ekki hlutina, og ekki skiljum við að það séu svik við kjósendur sem ekki kusu núverandi stjórnarflokka.

Það verður kosið aftur eftir rúm 3 ár, og þá verður talið upp úr kössunum, og kannski ESB flokkar nái meirihluta. Þeir þurfa þá að hefja aftur aðlögunarviðræður, en á undan, annað hvort að leyfa þjóðinni að kjósa um aðild, eða fella úr gildi þá þingsályktunartillögu sem verður bráðlega samþykkt. Og þá að útskýra af hverju þeir leyfa þjóðinni ekki að kjósa.

Verða er kannski full sterk orðalag, þeir töldu sig ekki þurfa að útskýra fyrir 76,3% Íslendinga, af hverju þeir máttu ekki kjósa um hvort farið yrði í aðlögunarferlið.

Hilmar (IP-tala skráð) 24.2.2014 kl. 20:40

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki hafa öldur lægt,
á öllu vilja sofa,
alltaf verður ekkert hægt,
en öllu hægt að lofa.

Þorsteinn Briem, 24.2.2014 kl. 20:41

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er þjóðaratkvæðagreiðslan um aðildarviðræðurnar?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 24.2.2014 kl. 20:42

4 identicon

Sendum þessa götustráka heim til sín.

Þar geta þeir dundað við að telja Kögunar- og Vafningsseðla. Hvort eitthvað hafi týnst, hvort einhverju hafi verið stolið. 

Gætu boðið forseta ræflinum að koma með. Hann og hans snobb dúkka gætu þá eytt tímanum í að telja demanta frúvunnar.

Ísland í dag!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.2.2014 kl. 20:45

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvar eru fallbeygingarnar Steini?

Jón Steinar Ragnarsson, 24.2.2014 kl. 21:35

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvar er fleirtalan og eintalan? Hvar er nefnifallið þolfallið og eignarfallið?

Jón Steinar Ragnarsson, 24.2.2014 kl. 21:36

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvar er bragfræðin? Hvar er tólf punkta letrið?

Jón Steinar Ragnarsson, 24.2.2014 kl. 21:39

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lægja - lækka, minnka.

(Íslensk orðabók Menningarsjóðs.)

Þær (öldurnar) hafa lækkað, minnkað. - Þær (öldurnar) hafa lægt (lækkað).

Þorsteinn Briem, 24.2.2014 kl. 21:42

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"There are NO derogations from the EU aquis."

Stefan Fule við Össur á ríkjaráðstefnu Íslands og ESB

Hvað af þessu hefur þú ekki skilið? NO?

Hér er ekki um neitt að semja. Viltu reyna að skilja þetta Ómar og hætta að láta hatur þitt á hægriflokkum blinda rökhugsun þín.

Ég ber fulla respekt fyrir þér sem manneskju, en það er ekki þar með sagt að maður virði skoðanir þínar. Hvað þá þegar þær eru eitt allsherjar stefnulaust óráðshjal.

Let it go. Be a man.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.2.2014 kl. 21:50

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Endurteknar niðurstöður skoðanakannana eru skýrar: Helmingurinn af þeim 67% sem krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu í samræmi við loforðin fyrir kosningar eru ekki "ESB-sinnar" heldur þveröfugt.

Ómar Ragnarsson, 24.2.2014 kl. 22:00

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Æ æ.

Er Samfylkingin fúl yfir því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi svikið ykkur?

Þið eigið kannski eftir að vitkast einhverntímann.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.2.2014 kl. 23:09

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mótmælin þau fjölmennustu frá Búsáhaldabyltingunni

Þetta er beinlínis ósatt.

Það voru tífalt fleiri á mótmælunum í október 2010 þar sem krafist var leiðréttingar á stöðu heimilanna. Núna virðast allir hafa gleymt því.

Það er til skammar fyrir fréttastofu Stöðvar 2 að láta svona lygi frá sér.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.2.2014 kl. 23:11

17 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er réttmæt athugasemd hjá þér, Guðmundur, og nákvæmara orðalag hefði verið að segja "frá tímum Búsáhaldabyltingarinnar" því að mótmælin 2010 voru tengd henni.

Réttast hefði verið að segja "í þrjú ár". Þakka ábendinguna og skoða pistil minn.

Ómar Ragnarsson, 25.2.2014 kl. 00:01

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það verður að segjast eins og er, að afar sérstakt er að sjá forsvarsmann svokallaðra ,,hagsmunasamtaka heimilanna" própagandast linnulítið fyrir framsjallaelítunna.

Þetta er sérstakt vegna þess, að það var eins og margir trúðu ekki því sem eg benti á sínum tíma að nefnd samtök væru skemmdarverkasamtök framsjalla.

Eg sá strax í gegnum þetta vegna þess að ungur fór eg að hafa áhuga á pólitík og framsjallar hafa oft unnið svona þegar þeim er fleykt frá kjötkötlunum. Þá stofna þeir samtök undir því yfirskyni að um ,,óháð" samtök sé að ræða o.s.frv.

Það alvarlega líka er, að á undanförnum árum hafa nefnd samtök svikið, troðið og logið sig inní alla umræðuþætti í fjölmiðlum á fölskum forsendum.

Eg er ekki enn búnn að gleyma því hve fyrrverandi forsvarsmaður samtakanna, svokallaður marino, var reiður við mig þegar ég fletti grímunni af honum og samtökunum og opinberaði að um propagandahóp framsjalla væri að ræða. Hann varð alveg ofsalega reiður og orðljótur.

Það sem eg er íka mjög hissa á er, að stjórnendur umræðuþátt skyldu láta bjóða sér þetta. A fá trekk í trekk þessa menn í langtímaspjall í áróður gegn Jafnaðarstjórninni - þegar þeir máttu alveg vita að um skemmdarverkahóp framsjalla var að ræða.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.2.2014 kl. 00:04

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér að ofan er ferskeytla eins og til að mynda þessi vísa:

"Ferskeytl/an er/ Frónbú/ans,
f
yrsta/ barna/glingur,
en/ verður/ seinna í/ höndum/ hans,
h
vöss sem/ byssu/stingur."

E
kki/ hafa/ öldur/ lægt,
á/ öllu/ vilja/ sofa,
alltaf/ verður/ ekkert/ hægt,
en/ öllu/ hægt að/ lofa.

Ferskeytla
hefur fjórar víxlrímaðar línur þar sem fyrsta og þriðja lína eru stýfðar.

En það vita sumir lítilsigldir Siglfirðingar að sjálfsögðu ekki.

Þorsteinn Briem, 25.2.2014 kl. 00:08

20 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Afhverju var þetta ekki mögulegt fyrir kosningar en mögulegt núna??

Halldór Björgvin Jóhannsson, 25.2.2014 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband