"Sportin tvö" hjá 007.

Svo virðist sem ýmsar tröllasögur af leyniþjónustumönnum svo sem James Bond, villi um fyrir sumum.

Að minnsta kosti virðist það hafa hent leyniþjónustumanninn, sem átti að gæta sjálfs Bandaríkjaforseta en fannst meðvitundarlaus í áfengisdauða.

 

Er það furða að menn stígi

óvarlega í sportin tvö?

Í kvennafari´og fylleríi

var fremstur allra núll-núll-sjö.


mbl.is Leyniþjónustumaður drapst áfengisdauða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aldrei fær sér Ómar vín,
oft er þó í móki,
alltaf drakk hann eins og svín,
eina á dag af kóki.

Þorsteinn Briem, 26.3.2014 kl. 12:34

2 identicon

Þetta eru samt ekki James Bondar. ;-)

Þetta eru lífverðir BNA forseta sem koma frá USSS sem heyrir undir fjármálaráðuneyti þeirra BNA manna (og rannsaka þess vegna líka peningafalsanir). Leyniþjónusta þeirra heitir svo CIA eins og flestir vita ásamt því sem margar aðrar stofnanir innan stjórnsýslunnar(her) þar vestra reka sínar eigin.

Karl J. (IP-tala skráð) 26.3.2014 kl. 13:40

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er nú einmitt meinið að það eru fleiri en Ronald Reagan heitinn Bandaríkjaforseti sem rugla saman kvikmyndum og raunveruleika.

En í Bond-myndunum er 007 þó í þjónustu leyniþjónustu hennar hátignar Bretadrottningar.

Ómar Ragnarsson, 26.3.2014 kl. 21:16

4 identicon

Double - ohhhh - seven.
Það á við eitt.

Er þá ekki hitt bara "seven double ones on the double!" ?

Jón Logi (IP-tala skráð) 26.3.2014 kl. 21:43

5 identicon

James Bond var ekki fylliraftur. Hann rétt smakkaði það. Gat alltaf stjórnað bifreið og skotið í mark. Auk þess að gagnast kvenmönnum. Áfengi tók aldrei af honum völdin. Aldrei dó hann t.d. áfengisdauða.

Þessir leynisveitarmenn eru eins og krakkar á útihátíðinni í Hrútafirði 1960.

Jón (IP-tala skráð) 27.3.2014 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband