Gosdrykkjan er erfðabundin.

Ég er einn þeirra sem drekkur Coladrykki á hverjum degi og fæ fráhvarfseinkenni ef ég fæ ekki koffeinið.

Mér finnst kaffi hins vegar vont og drekk það helst aldrei.(Kaffi Gísla á Uppsölum var eitt af þessum "once in a lifetime" fyrirbrigðum.  

Helgu, konunni mínni, finnst Coladrykkir vondir, og fær sér kaffi, ef hún vill hressa sig og drekkur appelsín ef hún drekkur gosdrykki.

Tvær dætur okkar hafa erft þetta frá henni en hin börnin eru eins og ég.

Þegar ég fékk lifrarbrest, stíflugulu og ofsakláða fyrir sex árum brá svo við að mig klígjaði við Coladrykkjum en allt í einu fannst mér Mix vera gott, og það var eini gosdrykkurinn sem ég gat drukkið.

NIðurstaða: Þetta virðist vera misjafnt eftir einstaklingum og því, hvað þeir hafa erft frá foreldrum sínum.


mbl.is Fjórðungur drekkur ekki gos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Graðgar í sig gotterí,
gulur varð af Mixi,
mörgu rugli Ómar í,
enginn held ég fixi.

Þorsteinn Briem, 31.3.2014 kl. 02:09

2 identicon

Mín niðurstaða er að þetta er allt áunninn ávani, sem þróast í fíkn.
Í fyrstu fannst mér þetta mjög ótrúleg niðurstaða, en né er ég alveg sannfærður.
Ég er líkari Helgu.
Mix og diet er með aspartam sem er 20% hreint eitur, með hrikalegum afleiðingum síðar.

Haraldur (IP-tala skráð) 31.3.2014 kl. 07:38

3 identicon

Ég drekk bara það sem mér sýnist  (O:þ

Óli bóla (IP-tala skráð) 31.3.2014 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband