Óhjákvæmileg stríð vegna "skipulagðrar vitfirringar".

Fyrri og Seinni heimsstyrjöldin voru óhjákvæmilegt stórstríð í tveimur þáttum vegna óðavígbúnaðar og vopnakapphlaups, sem Lloyd Georg sagði í ræðu á nýjársdag 1914 að væri "skipulögð vitfirring."

Hann sá þetta í réttu ljósi en samtímamenn hans hins vegar ekki vegna þeirrar firringar sem 43ja ára friðarástand milli stórveldanna hafði skapað.

Í styrjöldum 19. aldarinnar höfðu stærstu herir ekki orðið meira en nokkur hundruð þúsund hermenn. 

Síðan þá hafði orðið margþætt bylting í tækni, samgöngum og skipulagi sem gerði kleyft að setja á fót her margra milljón manna með almennri herskyldu.

Hraði vígbúnaðarkapphlaupsins óx með veldishraða. Rússar tilkynntu um þetta leyti fyrir 100 árum að þeir væru að fjórfalda þann fjölda hermanna, sem væri hægt að beita þegar í stað upp í 1,7 milljón manna og að herinn yrði alls 6 milljón manns.

Það var vígbúnaðarkapphlaup um alla álfuna, eins og fréttir frá smáríkinu Albaníu báru með sér.

1914 voru alls um 20 milljónir hermanna tilbúnir til að berast á banaspjótum í komandi styrjöld í stað þess að fyrrum höfðu herir verið taldir í brotum úr milljónum.

Winston Churchill flotamálaráðherra Breta tilkynnti að átta nýjar herdeildir yrðu stofnaðar á móti hverjum fimm nýjum hjá Þjóðverjum.

Keisaraveldið Austurríki-Ungverjaland var dauðanum merkt, samansett af mörgum ólíkum þjóðum.

Vafasamt er að það hefði getað liðast sundur friðsamlega eins og Sovétríkin gerðu 75 árum síðar vegna þess að Rússland, stærsta land heims með 150 milljónir íbúa og miklar auðlindir, var hryggjarstykkið í Sovétríkjunum, en Austurríki var í raun aðeins smáríki nokkurra milljóna manna án nokkurra umtalsverðra auðlinda.

Mest munaði þó um að stóru hernaðarbandalögin tvö, sem stóðu grá fyrir járnum fyrir framan hvort annað 1914, voru búin með gagnkvæmum skuldbindingum að bindast svo miklum böndum í órjúfanlegum fóstbræðralögum, að minnstu væringar gátu skapað keðjuverkun á borð við þá að dráp 2ja manneska leiddi af sér dráp tuga milljóna manna.

Eftir 43j ára frið voru stríð farin að fá á sig rómantískan blæ. Hermennirnir marseruðu syngjandi sigursögna að heima út í opinn dauðann við fagnaðarlæti almennings, enda búið að telja fólki trú um að sigur ynnist fyrir jól.

En framundan var stríð sem var í þremur köflum, Fyrra stríðið, Seinna stríðið og loks Kalda stríðið.

Enn í dag eru óuppgerð átakamál eins og sannast við vestur- og suðvesturlandamæri Rússlands.


mbl.is Tilræðið sem kom styrjöld af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband