Sendiboðinn er skotinn.

Það er þekkt fyrirbæri frá öllum tímum, að valdhafar láti skjóta sendiboða, sem flytur slæm eða óþægileg skilaboð. Hver sá sem gengur blaðamennsku á hönd verður að vera viðbúinn því að reynt sé að refsa honum og "gera hann óskaðlegan" á allan hátt, ef upplýsingarnar, sem hann veitir eru ekki þóknanlegar þeim sem valdið hafa. 

"Ég er kominn til að bera sannleikanum vitni", sagði Kristur þegar Pílatus spurði hann lykilspurningarinnar um það hvað hann væri að gera. Og Kristur var "skotinn", þ. e. krossfestur.

Er hollt að íhuga það nú þegar páskar fara í hönd og hafa í huga að svona viðbrögð gegn sendiboðum eða "whitle blowers" birtast í bæði stóru og smáu. Enn er mér í minni "litli Landssímamaðurinn" og sjómaðurinn, sem var látinnn taka pokann sinn morguninn eftir að hann kom fyrstu manna í sjónvarpsviðtal til að tala um áhrif kvótakerfisins.   

Ég hef verið þeirrar ánægju aðnjótandi að vinna með sjónvarpsmönnum al-Jazeera og sjá hve hve alvarlega þeir taka hið mikilvæga hlutverk þess, sem þarf að flytja skilaboð.

Þessi sjónvarpsstöð gerir miklar kröfur til starfsmanna sinna um að þeir leggi sig fram um það að vera í allra fremstu röð.

Líklegast er það ástæðan fyrir því að starfsmenn stöðvarinnar hafa lent í fangelsi í Egyptalandi. Valdhafarnir þar sjá ekkert annað ráð til að þagga niður óþægilegar staðreyndir en að taka sendiboðana úr umferð.

Líkingin um sendiboðann er algild og fyrirbrigðið þekkt í öllum löndum á öllum timum.

Sjálfur lenti ég í slíku fyrir 15 árum og það var dýrmæt lífsreynsla.   


mbl.is Blaðamennska er ekki glæpur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Hvar er Steini Staðreyndaflaumur nú?

Ívar Pálsson, 7.4.2014 kl. 11:57

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Er að birta fréttir af niðurstöðum Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið á Facebook, þar sem lesendur undirritaðs eru fimm þúsund.

Þorsteinn Briem, 7.4.2014 kl. 12:07

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Fyrirgefðu, Ómar, færslan hjá þér er alvörublogg, sem krefst athygli. Ég varð bara að skjóta aðeins á Steina, sem lætur þig ekki í friði.

Ívar Pálsson, 7.4.2014 kl. 12:19

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eins og margoft hefur komið fram hefur Ómar Ragnarsson ekkert við það athuga að ég birti hér athugasemdir eins og mér sýnist.

Þorsteinn Briem, 7.4.2014 kl. 12:28

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þar að auki birti ég öll blogg Ómars Ragnarssonar á Facebook, þannig að okkar samvinna er með ágætum.

Þorsteinn Briem, 7.4.2014 kl. 12:32

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Jæja, afsakið!

Ívar Pálsson, 7.4.2014 kl. 13:24

9 Smámynd: Már Elíson

Þú þarft ekkert að afsaka þig, Ívar..Allt rétt hjá þér. - Það má hinsvegar fyrirgefa St.Breim því hann er bara svona.... og "veit ei hvað hann gjörir", eins og sagt er. - Þráhyggjumaður af verstu sort, klámfenginn dóni og bloggsóði hinn mesti.   - Ómar er ótrúlega umburðarlyndur maður.

Már Elíson, 7.4.2014 kl. 14:41

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alltaf gaman að snúa hnífnum í sárum Sjálfstæðisflokksins.

Giskið nú á hvað hann fær mikið fylgi þegar Evrópusinnaður hægri flokkur hefur verið stofnaður nú í vor.

Þorsteinn Briem, 7.4.2014 kl. 15:14

11 Smámynd: Ívar Pálsson

Ég sé ekki enn hvað gerir nýja flokkinn að hægri flokki. Skil- greiningin er þá orðin full- lin fyrir minn smekk. ESB er eins sósíal- demókratískt eins og hugsast getur og frelsi einstaklingsins til athafna er ekki beint hampað á þeim bænum.

Munurinn á Samfylkingunni, Bjartri framtíð og „ESB-framtíð“ er í mesta lagi stigsmunur en ekki eðlis. Sértrúarhópar um það hvernig eigi að jafna svo mikið út að þeir eru þá allir á sama plani, eða að sumir verði jafnari en aðrir.

Ívar Pálsson, 7.4.2014 kl. 16:37

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fjöldinn allur af hægri flokkum við stjórnvölinn í ríkjum Evrópusambandsins.

Þorsteinn Briem, 7.4.2014 kl. 16:40

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt frá árinu 1929 fyrst og fremst verið kosningabandalag frjálslyndra og íhaldsmanna.

Fólk sem kýs Sjálfstæðisflokkinn aðhyllist einstaklingshyggju, frjálslyndi, frjálshyggju eða íhaldsstefnu.

Meira kraðak er nú varla til í einum stjórnmálaflokki og samstaðan oft lítil, enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn margsinnis klofnað og brot úr flokknum myndað ríkisstjórn með öðrum stjórnmálaflokkum.

Þorsteinn Briem, 7.4.2014 kl. 16:45

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.11.2011:

"
The European People's Party er langstærsti hópurinn á Evrópuþinginu en hann er bandalag hægri- og miðflokka.

Blái liturinn
táknar að mið-hægri ríkisstjórnir fari með völdin í viðkomandi ríki:"


Þorsteinn Briem, 7.4.2014 kl. 17:19

15 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er nokk kátr með að Brjánzlækjarbarnið nafni minn á hér gott zkjól hjá Ómari, & brúkar ríkt ritbein zitt á litlu Valhallarkútana, enda verður hann zeint í kútinn kveðinn, ven minn zá...

Steingrímur Helgason, 8.4.2014 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband