Aðdáunarverð baráttugleði.

Það hlýtur að teljast til afreka hve langt ÍBV-liðið hefur komist í Íslandsmótinu í handbolta vegna þess, að í langhlaupi í röð erfiðra stórleikja í lok móts getur skipt sköpum að hafa úr sem stærstum hópi góðra leikmanna að velja.

Margir álitu fyrirfram, að Haukar myndu standa betur að vígi á grundvelli stærri hóps sterkra leikmannaá bekknum og sterkara varaliðs, heldur en ÍBV hefur yfir að ráða.

Í fyrstu fjórum leikjunum hefur þetta farið á aðra lund. Með einstaklega öflugum liðsanda og baráttugleði samfara óborganlegri stemningu fylgismanna liðsins hefur tekist að komast alla leið í hreinan úrslitaleik.

Það hefur að vísu áður gerst, að lið af landsbyggðinni hafi borist áfram á hliðstæðri bylgju, allt frá þeim tíma þegar gullaldarlið Skagamanna varð til.

Í handboltanun minnist maður þeirrar stemningar sem reis í kringum lið Selfoss hér um árið.

Það hefur stundum verið sagt um úrslitaleiki í Íslandsmótinu að þegar um tvö afar jöfn lið er að ræða, ráði þráin eftir bikarnum mestu á úrslitastundu.

En á hitt verður líka að líta, að félag eins og Haukar, sem hefur oft hampað eftirsóttustu verðlaunum í íþróttum, nýtur oft góðs af þeirri reynslu og hefð, sem slíku fylgir.

Þess vegna verður óvenju gaman að fylgjast með úrslitaleiknum í Íslandsmótinu að þessu sinni.   

 


mbl.is Rauðglóandi síminn hjá ÍBV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband