Kemur eina vonin frá útlöndum ?

Vitnað hefur verið í þau orð Jóns Sigurðssonar að Íslendingar þyrftu aðstoð útlendinga við að færa þjóðinni fullveldi.

Danskur maður, Ramus Kristján Rask, var slíkur maður, forgöngumaður um að bjarga íslenskri tungu.

Enskur maður hafði um það forystu að bjarga íslenska hundinum. 

Þetta á ekki síst við um ýmis mál, þar sem smæð samfélags okkar gerir þetta enn nauðsynlegra.

Geirfinns- og Guðmundarmálin voru þess eðlis, að hafi einhverjir haldið að við Íslendingar gætum haldið þeim málum alveg út af fyrir okkur, mun það ekki takast.

Í lýsingu Guðjóns Skarphéðinssonar og lýsingum þeirra tveggja, sem sannanlega voru hafðir saklausir í margra vikna gæsluvarðhaldi við illan kost, má glögglega ráða, hvernig þeir voru brotnir niður með aðferðum, sem voru þá og ekki síður á okkar tímum svo harkalegar, að slíkt er ekki aðeins ólöglegt, heldur eru framburðir, sem neyddir eru fram á þann hátt algerlega marklausir.

Davíð Oddsson, sagði eitt sinn á þingi þegar hann var forsætisráðherra, að í þessum málum hefðu verið framin dómsmorð.

Enn virðist ekki vera nógu langt síðan þessir atburðir gerðust og þar að auki er návígið svo mikið í okkar örþjóðfélagi, að okkur er það mögulegt að hreinsa upp þá smán á íslensku samfélagi, sem Geirfinns- og Guðmundarmálin voru, eru og verða þar til þau verða gerð upp.

Ef BBC og fleiri öflugir aðilar erlendis koma nú til skjalanna til að varpa ljósi á þetta mál er það kannski eina vonin til þess að við sem þjóð getum horfst í augu við þetta verkefni og leys það.

Ljóst er af framburði í dagbókum sakborninganna og vitnisburðum þeirra síðar, sést, að það var hin óbærilegi þrýstingur í íslensku þjóðfélagi sem knúði þessa vitleysu áfram, þar sem vantaði lík, vantaði morðvopn og vantaði ástæðu til þess að fremja morð á tveimur aðskildum mönnum sem aldrei tengdust neitt hvor öðrum, hvað þá sakborningunum.

Í dag bárust fréttir af harkalegum dómi í Súdan yfir konu, sem neitar að hverfa frá kristni og gerast múslimi.

Þær hafa réttilega vakið hörð viðbrögð um allan heim. Framkvæmd dómsmála hvar sem er í heiminum skipta máli.  

  


mbl.is „Ég viðurkenndi að hafa drepið Geirfinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Karl Schütz kom frá útlöndum. Kom með útlenska töfraformúlu og leysti málið.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.5.2014 kl. 22:20

2 Smámynd: corvus corax

Öll meðferð grunaðra í þessum sorglegu málum, Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, er lögreglumönnunum sem þátt tóku í rannsóknunum til háborinnar og ævarandi skammar. Þó tók steininn úr þegar þýski drullusokkurinn var fenginn til að reka smiðshöggið á óþverrann og leggja blessun sína yfir sakfellingu fólksins, ég vil segja fórnarlamba lögreglunnar, í málunum. Íslenskt dómskerfi hefur enn ekki öðlast virðingu á ný vegna þessa kolsvarta bletts í sögu sinni. Er nema von að almenningur vantreysti dómstólunum og telji þá gjörspillta?

corvus corax, 15.5.2014 kl. 22:20

3 identicon

Hæstaréttardómurinn í Kjarvalsmálinu stendur undir því ljóta nafni dómsmorð. Ég þekki öll gögn málsins eftir að hafa þýtt þau á ensku. Hæstiréttur stóð frammi fyrir því að ákveða hvort það væri trúverðugt að við tíu mínútna (óvænta) heimsókn borgarstjóra Geirs Hallgrímssonar í vinnustofu Kjarvals nokkrum vikum áður en hann var lagður inn á geðdeild hafi meistarinn gefið Reykjavíkurborg allar eigur sínar, þ.m.t. 5000 myndir og teikningar og nokkur hundruð bækur. Enginn gögn finnast í skjalasafni borgarinnar um þessa stærstu einstöku gjöf Íslandssögunnar. Sjálfur lét Geir Hallgrímsson svo ummælt löngu síðar að hann væri þess fullviss að um gjöf hefði verið að ræða en hann myndi ekki hvernig það bar að! Hæstiréttur tók upp fyrri hluta umsagnar Geirs og taldi hana sýna að vissulega hefði verið um gjöf að ræða - en lét ógetið síðari hluta umsagnarinnar.

Gunnar Tómasson (IP-tala skráð) 15.5.2014 kl. 23:50

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er alveg ótrúlegt að 40 ár sé ekki nægur tími til allir geti séð hvurslags vitleysa þetta var.

Að vísu þegar þetta efni var til umræðu í fyrir 1-2 árum - þá voru allavega einhverjir 3 sem vörðu umrætt harkalega. Allt rétt sögðu þeir.

Það er alveg ótrúlegt ef einn maður trúir enn á þessa vitleysu. Ótrúlegt vegna þess að núna er alveg vitað að bæði varasamt og tilgangslaust er að ganga of hart fram til þess eins að knýja fram játningu því sannað er vísindalega að frekar auðvelt er að fá fram falska játningu.

Það er sérlega auðvelt að fá fram falska játningu hjá ungu og óstöðugu fólki. Fólki sem hefur etv. ekki fastan grunn til að standa á o.s.frv.

Í þessu tilfelli var miklu meir en gengið hart fram.

Það var í raun engin option fyrir ungmennin önnur en að játa á sig aðild með einum eða öðrum hætti.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.5.2014 kl. 00:32

5 Smámynd: Sigurður Antonsson

Þegar Guðmundar og Geirfinnsmálið kom fyrir Hæstarétt kom ég í dómssal til að hlýða á málflutningi vinar míns Jóns Oddssonar lögmanns Sævars. Efaðist ég alltaf um réttmætti aðfarar rannsóknarvaldsins að lífshlaupi hinna ungu manna. Einkum áhrifa langra einangrunar á játningar ungmennanna. Það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar að ég þorði að bera skoðanir mínar á torg í dagblaði.

Andrúmsloftið var ógnþrungið og ásakanir höfðu gengið eins og flóðbylgja yfir ólíklegustu menn. Enginn óvitlaus maður hélt því fram opinberlega að aðalfréttaþulur ríkisútvarpsins færði fréttir af réttarglæpum. Hvað þá að réttmæti rannsóknar og dómsvalds Sakadóms væri dregið í efa.

Greinar um efasemdir langs gæsluvarðhalds birtust í Morgunblaðinu en lítill gagnrýni var um vinnubrögð dómstóla. Aldrei man ég eftir að Ríkisútvarpið hafi haft snefill af gagnrýni uppi þótt fréttamenn fylgdust vel með.

Þegar frá leið dómi fóru ýmsir að finna að því að saklausir menn hefðu þurft að sitja lengi í einangrunarfangelsi. Einar Bollason og Magnús Leopoldsson sem ekki höfðu játað sakir. Smátt og smátt var sannleikurinn ljós og nú sjá flestir að það voru framin dómsmorð.

Bretar eiga mörg dómsmorð að baki í réttarsölum en þeir hafa líka kjark til að reifa þau.

Sigurður Antonsson, 16.5.2014 kl. 09:01

6 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sævar var sakfelldur fyrir stórkostlega líkamsárás á Guðmund og að hafa drepið Geirfinn. Sævar Ciesielski var eini sakborningurinn sem hafði burði uppi til að gagnrýnda íslenska réttarkerfið fyrir meðferðina sem hann mátti þola. Hann var sagður vera með "fallbyssuskot" á kerfið.

Jón lögmaður Sævars gagnrýndi málsmeðferð og rannsóknina. Hann furðaði sig á aðferðum rannsóknarmanna og sagði að sér hafði verið haldið frá upplýsingum og heimsóknum til sakbornings. Eftir það var hann ekki hlutgengur þegar velja átti dómara.

Sigurður Antonsson, 16.5.2014 kl. 13:47

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Af listrænu innsæi gerði Flosi Ólafsson hárbeitt háðsgrín að Karli Shutz og var harðlega gagnrýndur fyrir það. 20 árum síðar kom í ljós að hann hafði fengið fyrstu skólun sína og upphefði í þjónustu Gestapo á Ítalíu.

Ómar Ragnarsson, 16.5.2014 kl. 19:52

8 identicon

Eina vonin  kom semsagt frá útlöndum þá, frá Gestapo að þinni sögn gegnum Ólaf Jóhannesson. Nú skal allt í lag frá óvönduðum skrumþætti sem ég efa stórlega að Gísli sem oft er flett upp hafi raunverulega tekið þátt í.

karl (IP-tala skráð) 17.5.2014 kl. 10:15

9 identicon

Á þessum árum voru helstu fréttamennirnir og þáttarstjórnendurnir í samfélaginu þessir. Eyður Guðnason Markús Örn Antonsson Vilmundur Glfason Jónas Bjarnason   þorsteinn Pálsson Bergur Guðnason Styrmir Gunnarsson  Ólafur Ragnar Grímsson Steingrímur Sigfússon Ómar Ragnarsson og einhverjir spámenn í viðbót á Helgarpóstinum. Hvað gerðu þessir menn annað en að ýta undir múgæsinguna og þrýsta á  lögregluna, en það fór jú saman. Það var enginn hávaði um að lögreglan færi sér hægar og vandaði sig heldur þvert á móti öskraði allt samfélagið á árangur og hengingar. Þetta mál varð hápólitískt og hefur sá þáttur, að málið var gert pólitískt af framagosum,  lítt verið reifaður og afleiðingar þess fyrir saklausa sakborningana alla.

karl (IP-tala skráð) 17.5.2014 kl. 10:42

10 identicon

Þessi mál úr fortíðinni eru mjög alvarleg. Einnig mætti bæta við t.d. Laxnes málinu. Alvarleikinn er aftur á. Móti að við stundum falsanir og rógburð og að þrýsta á á opinbera aðila "um að lesa rétt upplýsingar " og að hafa rétta aðila í nefndum. Dæmið er barátta Líú í dag gegn Þórólfi Matíassyni og útkoma delott skýrslunnar.

Þorgeir þorsteinsson (IP-tala skráð) 17.5.2014 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband