1951 er komið aftur!

Fyrir 63 árum gerðist það í fyrsta sinn á Íslandi að heilt bæjarfélag fór á hvolf við það að frækinn íþróttaflokkur kom þangað frá Reykjavík með eftirsóttasta bikar og titil landsins í flokkaíþróttum, knattspyrnu.

Þetta var hið frækna lið Akurnesinga sem hafði gert strandhögg í Reykjavík og hrifsað þennann bikar af sjálfu KR-veldin, sem þá var, og státaði meðal annars af tveimur Evrópumeisturum í frjálsum íþróttum.

Þá var Akranes næstum jafn langt frá Reykjavík og Vestmannaeyjar eru núna.

Til þess að keppa í höfuðborginni þurftu Skagamenn að hossast í rútu eftir krókóttum, holóttum og mjóum malavegi fyrir Hvalfjörð í hátt á annan klukkutíma og það tók lengri tíma en nú tekur að aka eftir malbikuðum vegi frá Landeyjahöfn.

Framundan var tími hins svonefnda Gullaldarliðs Akurnesinga, sem meira að segja náði svo langt, að meirihluti landsliðsins var skipaður leikmönnum þaðan, allt frá markverðinum Helga Daníelssyni, sem kvaddur var fyrir nokkrum dögum í afar fjölmennri jarðarför á Skaganum, til þeirra Rikka, Þórðar Þórðar, Donna og Þórðar Jóns í framlínunni.

Og árum saman réðu þeir lögum og lofum á miðjunni hjá landsliðinu, Guðjón Finnbogason og Sveinn Teitsson.

Síðar varð til söngurinn "Skagamenn skorðuðu mörkin!" sem nú getur breyst að minnsta kosti um sinn, í "Eyjamenn skoruðu mörkin!"  

Nú ríkir sami fögnuður í Eyjum og á Skaganum ár eftir ár í hálfan annan áratug fyrir um það bil 60 árum.  


mbl.is „Þetta var bara alger snilld“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband