Æ fjölbreyttari hjól.

Æ fjölbreyttari reiðhjól eru nú á markaði, allt frá þessum gömlu, einföldu og venjulegu og upp í hrein vélhjól.

Fyrir tilviljun verð ég næstu daga að kynna mér reiðhjól, sem er rafknúið en þó með þeim möguleika að hjóla með gamla laginu. Það kom þanni til að í fyrra keypti ég gamlan ódýran jeppa til að nota á Sauðárflugvelli en hafði síðan ekki not fyrir hann í fyrrahaust og þurfti peningana til baka.

Þannig vildi til að hann var til sölu á Akureyri í vetur, en þar var eindæma slæm tíð og hann gekk ekki út fyrr en nú á dögunum, og þá á þann hátt að ég skipti á honum og alveg splunkunýju, ónotuðu rafknúnu reiðhjóli.

Ódýrustu hjólin af þessu tagi eru boðin á um 150 þúsund krónur ný, en þetta hjól er aðeins öflugra og hefur meiri möguleika að því leyti að hægt er að hjóla á því með gamla laginu og ná á þann hátt meiri hraða en þeim 25 kílómetra hámarkshraða, sem það hefur rafknúið.

Nýtt kostar þetta hjól 250 þúsund krónur og ég sé fram á að bjóða það til sölu á næstunni.

Ef ég hefði búið á Háaleitisbrautinni þar sem ég bjó í 13 ár fram til síðasta hausts, hefði verið gráupplagt að prófa að nota hjólið og spara með því akstursútgjöld, en á styttri leiðum er maður alveg jafn fljótur á svona hjóli og á bíl.

Ég sló á að hægt væri að spara 10 þúsund kall á mánuði eða 120 þúsund kall á ári.

En nú á ég heima í næsta húsi við Borgarholtsskóla og það eru 11 kílómetrar héðan niður að Umferðarmiðstöð. Það þýðir að borgarskreppur vestur í Skeifu fram og til baka tekur 20-30 mínútum lengri tíma en ella og fyrir kannski er það óraunhæft fyrir mann, sem hefur nóg við tímanna ð gera, að reikna með mörgum slíkum ferðum.

Ég hef meira að segja enn ekki haft tíma til að skoða hjólið almennilega og kynna mér hvernig það virkar. Er hins vegar sagt af þeim, sem eiga svona hjól, að það sé feyki kraftmikið og skemmtilegt.  


mbl.is Reiðhjólin runnu út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef heyrt að sum nái yfir 50km hraða án þess að stíga fótstigið. Þetta er náttúrulega dálítið óhugnalegt að hafa svona hraðaksturs tæki innan um gangandi fólk.

En verri er nú dellan með þessi reiðhjól með hrútarstýrinu, þar sem fólk hjólar á þeim eins og trilltar vísundahjarðir og yfirtaka alla götuna og halda annarri umferð á eftir sér.

Um daginn brá ég mér á Þingvöll og lenti á eftir tveimur reiðhjólamönnum sem hjóluðu hlið við hlið á götunni, ég fór yfir á vinstri helminginn þegar ég sá færi á, en hugsaði sem svo að þetta gæti verið stórhættulegt, sérstaklega við blindhæðir og vegna óþreyjufullra ökumanna sem geta ekki beðið.

Á leiðinni til baka mæti ég svo sömu hjólunum og ennþá hjóluðu þau samsíða og röð af óþolinmóðum ökumönnum á eftir þeim, nema hvað að einn tekur framúr og munaði ekki nema hársbreidd að hann lenti framan á mér.

Ég rökræddi við einn hjólaóðan um þetta og sagði að af tillitsemi við aðra ættu þeir að hjóla í einfaldri röð.

Þá sagði þessi hjólaóði að það væri svo leiðinlegt og ekkert hægt að tala saman þannig. Ég benti honum á það að ef hann þyrfti að tala svona mikið væri ósköp einfalt að fara á kaffihús og ræða málin yfir kaffibolla.

Annarsstaðar í heiminum eins og t.d. í Ameríku væri búið að stöðva svona framferði og sekta viðkomandi um stórar upphæðir.

Annað sem vantar er bjöllunotkun. þeir æða framúr gangandi vegfarendum án þess að láta vita af sér og fólk hrekkur oft við. Ekkert mál að nota bjöllu til að láta vita af sér að þá að kalla á fólkið og vara við.

Ég var einu sinni á göngu í stórum almenningsgarði í Rapid City í Suður Dakóta þar sem gangandi og hjólandi deildu saman stígunum og án undantekninga var annaðhvort hringt bjöllu eða þá kallað "On your left," til að vara gangandi við hraðari umferð.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.5.2014 kl. 17:09

2 identicon

Samkvæmt Evrureglum skulu hjól knúin og mannsafli plús hjálparmotor aldrei ná meiri hraða en 30 km per hour. Þetta bull þitt Ómar er hreint bull í sjálfgír  ævinlega til eigin dýrkunar  eins og flest annað sem frá þér kemur , illa í grundað og sjálfið sjálfið UNO.

karl (IP-tala skráð) 17.5.2014 kl. 18:42

3 identicon

Fyrir tilviljun og fæ ekkert borgað fyrir.

Éttann sjálfur.

karina (IP-tala skráð) 17.5.2014 kl. 18:52

4 identicon

Af hverju hjálpa þeir einstaklingar ekki honum sem þykjast hafa haft af honum gagn nóna tegar ekkert er eftir.

Æomar (IP-tala skráð) 17.5.2014 kl. 19:09

5 identicon

Ég er  ins og venjulega  búinn að úttalla mig um þetta  allt og allt sem mali skiptir eins og venjulega. bara flaug yfir þetta í gær og komst að því að skriðuaka um allt hálendi íslands í rallybíl sæe bara lyftistöng fyrir gróðurinn.

karl (IP-tala skráð) 17.5.2014 kl. 19:20

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Á venjulegu reiðhjóli án nokkurs hjálparmótors er vel hægt að ná allt að 50 kílómetra hraða niður brekkur.

Ég skil ekkert í því, Karl, að þú skulir vera ergja þig með því að lesa "bullið" í mér úr því að það og mín vesæla persóna fer svona hræðilega í taugarnar á þér.  

Ómar Ragnarsson, 17.5.2014 kl. 23:47

7 identicon

Svo má ekki gleyma vindi. Fór einu sinni frá Selfossi til Eyrarbakka á 15 mínútum, sem gerir nær 60 km meðalhraða. Var á gírlausu DBS hjóli.
En....ég var 90 mínútur til baka.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.5.2014 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband