Millileikur. Skynsemin réði.

Skynsemin réði við gerð skammtímasamnings flugmanna og Icelandair Group. Mesti ferðamannatími ársins, sem afkoma félagsins byggist á, og að hluta til afkoma flugmanna vegna mikillar yfirvinnu, er ekki heppilegur tími til að komast að samkömulagi sem grundvallist á rólegri íhugun og vönduðum vinnubrögðum.

Ástand, eins og það sem ríkt hefur undanfarið, hefur verið öllum aðilum deilunnar til tjóns og áframhald þess ástands hefði verið ógnvænlegt, ekki bara fyrir flugfélagið sjálft, heldur alla ferðaþjónustuna.  

Þetta er því eins konar millileikur og vopnahlé á meðan hábjargræðistíminn varir og mann hafa nóg að gera við að sinna verkefnum hans.

Sem betur fer er aðal bylgja ferðamanna ekki enn skollin yfir, en samt eru aðstæður breyttar frá því sem áður var varðandi það að ferðamannastraumurinn hefur vaxið hraðar á öðrum árstímum en um hásumarið.

Og órói, raskanir, illt umtal og álitshnekkir í hinni hörðu samkeppni í fluginu, koma sér alltaf illa.

Nú er auk þessa viðkvæmt ástand á vinnumarkaðnum almennt og þetta vopnahlé því af hinu góða.    


mbl.is Í takt við aðra kjarasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Þar sem að hér er aðeins verið að ýta aðgerðum til hausts er ekki líklegt að almennir meðlimir FÍA samþykki enda er "ferðasumarið" stærsta og besta vopnið fyrir almennum kjarabótum.

Sá sem ekki áttar sig á því er kjáni.

Óskar Guðmundsson, 22.5.2014 kl. 09:44

2 identicon

Skynsemi ????

Það er búinn að kasta svona mikið peninga út í móa!!!

Til hvers??? Til þess að fylgja fyrirmælum SA?

Launahækkun fyrir öll flugmenn í ár er ekki einu sinni 10% af allt sem FI er búinn að tapa!!!!! af hverju var ekki búinn að semja í nóvember ??? Af hverju heyrist aldrei í starfsmannastjóri eða fórstjóri Icelandair????

Af hverju??? Vitandi að fólk er búinn að vinna yfirvinnu til þess að spara þeim pening og og redda hluturnar þegar illa gengur.

Joe (IP-tala skráð) 22.5.2014 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband