"Hekluskarðið" hagkvæmt. Brýn nauðsyn á heildaráætlun.

Þegar horft er í norðaustur frá Landssveit og Rangárvöllum, sést í gegnum skarð, sem liggur milli Búrfells að vestanverðu og Heklu og Bjólfells að austanverðu.

Skarðið, sem stundum er kallað Hekluskarð, er opið í beina stefnu norðan frá Þingeyjarsýslu og Sprengisandi og á sér framhald á milli Hofsjökuls og Tungnafellsjökuls.

Um það liggur mjög oft sterkur, kaldur og hvimleiður vindstrengur í norðaustanátt, sem hingað til hefur dregið það mikið niður meðalhitann í sveitunum fyrir suðvestan það að þar er ekki hæstur meðalhiti á landinu í júlí, heldur er sá hlýjasti staður landsins Elliðaárstöð í Reykjavík.

Annar vindstrengur gengur oft þarna í gegn, í nyrsta hluta Hekluskarðs og norðan við það, en það er hin algenga austan- og austsuðaustan átt sem kemur frá svæðinu sunnan Vatnajökuls og beljar um Fjallabaksleið nyrðri vestur yfir Þjórsárdal.

Í suðvestanátt liggur stöðugur vindstrengur í öfuga átt um Hekluskarð.

Þetta svæði er því kjörið fyrir þyrpingu af vindmyllum, ef aðeins er tekið tillit tið veðurfarsaðstæðna og alveg einstaklega vel fallið til þess að hámarka afköst af nýtingu vindorkunnar.

Víða erlendis, svo sem við strendur Jótlands og suðurstrendur Norðursjávar má sjá þyrpingar af vindmyllum, og einnig má sjá slíkar þyrpingar á vindasömum svæðum í austurhluta Kalíforníu.

Vindmyllur hafa að vísu mikil sjónræn áhrif en á móti kemur að þær eru afturkræfar, því að varanleg áhrif af þeim verða engin ef þær eru rifnar niður og fjarlægðar.  

Furða er hve seint hefur gengið að skoða möguleikana á nýtingu vindorku hér á landi, sem er meiri en víðast annars staðar og mest á veturna þegar rennsli í ám er minnst.

Grundvallaratriði hlýtur þó að vera að fara út í altækar rannsóknir á því hvar er best að setja niður vindmylluþyrpingar og hvar eigi að forðast slíkt.

Vindmylluþyrping norðaustan Búrfells veldur mikilli sjónmengun en á móti kemur að á því svæði hefur þegar verið raskað miklu með virkjunum, stíflum, miðlunarlónum og háspennulínum, svo að vindmylluþyrping stingur ekki alveg eins mikið í stúf þar og víða annars staðar, þar sem verjast þarf ásókn í virkjanir með neikvæðum umhverfisáhrifum.   


mbl.is Vilja reisa þyrpingu vindmylla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ansi er nú stuttur fresturinn til athugasemda á svo stórfelldri og sérstakri aðgerð!

Vindrétturinn sem og vatnsrétturinn er eign sveitarfélaganna sem eiga afréttina en þjóðlenduvitleysan var eignaupptaka án bóta.  Ekki að efa að þeir sem helst styðja að þjóðin skuli eiga hitt og þetta en ekki einstaklingar eða sveitarfélög, eru hinir sömu og tala um þjóðrembu í öðru hverju orði! 

Merkilegt var þó sá flokkur sem kennir sig við sjálfstæði einstaklingsins skuli hafa gengið harðast fram við eignaupptöku þessa, hafi hann ævarandi skömm fyrir að svíkja sínar eigin hugsjónir.  En þar lá nú trúlega að baki að ná eignum fyrist frá einstaklingum og sveitarfélögum til ríkisins og svo þaðan í einkavæðinguna!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.5.2014 kl. 12:01

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er í raun ekki furða að vindorkan hefur ekki verið nýtt hér og fyrir því er rík ástæða. Aðrir virkjanakostir eru margfalt hagstæðari.

Þróun í vindorkutækninni hefur fleygt fram á allra síðustu árum og fyrst nú fer þetta að vera álitlegur kostur. En eins og þú segir þá eru sjónræn áhrif töluverð og í raun meiri en af hefðbundnum virkjunum en á móti kemur að hægt er að velja staðsetningar.

En ég reikna með að sama hvar þessu verður valinn staður, mun einhver hávær hópur manna mótmæla kröftuglega.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.5.2014 kl. 12:12

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Vindorkuver á Hafinu (sem hefur aldrei verið kallað hekluskarð í mín eyru) er ekki hagkvæmt nema í samhengi við lónin, virkjanirnar og dreifikerfið sem er þarna fyrir. Þannig er það misskilningur hjá þér ómar vindorkuver sé eitthvða meira afturkræfar framkvæmd þarna því það er í reynd ekki valkostur án lónanna sem búið er að reisa þarna.

Guðmundur Jónsson, 28.5.2014 kl. 13:10

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það má vera að hægt sé að reikna þetta verkefni til hagkvæmni, þó erfitt sé að sjá að svona risaframkvæmd geti borgað sig upp með einungis 200 MW framleiðslu.

Hitt ætti fólk að pæla örlítið í og það er umfang þessa verkefnis. Fjöldi og hæð vindmyllnanna og það svæði sem tekið verður undir þann skóg.

Landsvirkjun kallar þetta Búrfellslund. Þar vísar fyrirtækið væntanlega í að hver vindmylla sé jafngild við tré. Þegar sú samlíking er notuð má frekar tala um frumsóg en lund!!

Svæðið er 34 ferkílómetrar að stærð og varla kallast það lundur. Hver vindmylla nær 135 metra hæð þegar spaði er í toppstöðu, nærri tveir Hallgrímskirkjuturnar hvor ofaná öðrum, eða nærri 5,5 sinnu hærra en allra hæðstu tré sem finnast hér á landi! Það er nokkuð tröllvaxinn "lundur".

Gunnar Heiðarsson, 28.5.2014 kl. 13:39

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Enda þótt land í þjóðlendumeign ríkisins getur verið að einstaklingar, sveitarfélög eða aðrir lögaðilar eigi þar svokölluð takmörkuð eignarréttindi.

Þjóðlendulög raska ekki slíkum réttindum.

Þannig skulu þeir sem hafa nýtt land innan þjóðlendna sem afrétt fyrir búfénað eða haft þar önnur hefðbundin not sem afréttareign fylgja halda þeim rétti í samræmi við ákvæði laga þar um.

Afréttur er landsvæði utan byggðar sem að staðaldri hefur verið notað til sumarbeitar fyrir búfé."

Þjóðlendur - Óbyggðanefnd

Þorsteinn Briem, 28.5.2014 kl. 14:21

6 identicon

Ekki veit ég frekar en oft áður hvort þetta innlegg þitt Steini @5 á að vera eitthvert innlegg í umræðuna og þá sýna fram á hvað. Jú eignaupptakan er orðin að lögum og hvað?

En það er alveg kostuglegt hvað sérstaklega fólk með hneigðir til Samfylkingar er eitthvað tvítóla í afstöðu sinni til þjóðernis og þjóðernishyggju. Ef hér á að setja upp áróðursmiðstöð fyrir fornaldarlegar trúar- og lagahefðir múslima þá er það allt í lagi eins þótt margt í þeirra trúarhefðum stangist illilega á við íslensk grunngildi eins og þau birtast til dæmis í stjórnarskránni. En ef miðaldra hvít framsóknarkona vogar sér að gera athugasemdir við þennan menningarlega gleðuhátt þá er hún kölluð rasistakerling.

(Hvar voru frelsisgoðin þá þegar mótorhjólagengismeðlimum var snúið við í Leifsstöð vegna ótta um að skipulöggð glæpasamtök gætu annars fest hér rætur)

Ef einhver er með mótbárur við því að gefa fiskimiðin til ESB þá er hann stimplaður þjóðrembingur en sama fólk og stimplar, telur eðlilegt og sjálfsagt að "þjóðin" fá arð af fiskimiðunum af því hún eigi þau en ekki einstaklingar innan þjóðarinnar.

Sama gildir um svæðið utan 101 Reykjavík. Það tilheyrir "þjóðinni" þó stöku hræður fái að hringlast þar upp á náð og miskun. Séu landsbyggðarmenn síðan eitthvað að efast um ágæti inngöngu í ESB eru þeir umsvifalaust stimplaðir þjóðrembingar, gott ef ekki rasistar og í allra verstu tilfellum, framsókarmenn!

Þetta er alveg stórundarlegt lið!

Og kallar sig jafnaðarmenn!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.5.2014 kl. 15:20

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Enda þótt land í þjóðlendumeign ríkisins getur verið að einstaklingar, sveitarfélög eða aðrir lögaðilar eigi þar svokölluð takmörkuð eignarréttindi.

Þjóðlendulög raska ekki slíkum réttindum."

Þjóðlendur - Óbyggðanefnd

Þorsteinn Briem, 28.5.2014 kl. 15:57

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

23.11.2010:


"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.

"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."

"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.

Eignarhlutur Kínverjanna er
um 44%, beint og óbeint.

Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."

Þorsteinn Briem, 28.5.2014 kl. 16:05

11 identicon

Steini @ 7,8,9 og 10, þessum athugasemdum er ekki hægt að svara nema á einn veg og að þínum hætti: 

"Kílóið af súpukjöti hækkaði í dag"  

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.5.2014 kl. 16:26

12 identicon

Svo ég haldi nú áfram að tala út í hött þá sé ég á minni myndinni af þér Ómar, hér að ofan, að það stara á þig tröllahjón.  Konan er með þrautseigju og þolinmæðissvip og með slapandi brjóst en karlinn alskeggjaður ekki ólíkur séra Friðriki!  

     Hún var annars skratti góð tröllasagan hjá Láru og vel fylgt eftir með myndum! 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.5.2014 kl. 16:33

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nokkrar staðreyndir:

1. Eignarrétturinn er friðhelgur
samkvæmt stjórnarskránni og ríkið á þjóðlendur en bændur geta átt þar upprekstrarrétt.

En eiga þar ekki vindinn.

Telji einhver sveitarfélög eða bændur að ríkið hafi tekið af þeim einhverja eign án bóta getur viðkomandi höfðað skaðabótamál vegna þess.

2.
Landspítalinn er í eigu ríkisins og víða annars staðar hér á Íslandi er óútskýrður munur á launum kynjanna.

Og það er að sjálfsögðu ekki jafnrétti kynjanna, frekar en hjá einhverjum múslímum.

3.
Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta eignast helminginn í öllum sjávarútvegsfyrirtækjum hér á Íslandi og þar með helminginn af öllum aflakvóta íslenskra skipa.

Og eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni.

En að sjálfsögðu skilur Framsóknarflokkurinn ekkert af þessum staðreyndum.

Þorsteinn Briem, 28.5.2014 kl. 17:16

14 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

En hefur ekki verið upplýst obinberlega hvaða ættarnafn það var sem Gerlach sendiherra var hrifinn af og taldi af þýskum uppruna.En margir telja sig vita það..En  slagorðið" Íslandi allt" er eldra en 80 ára.Þegar ungmennafélagshreyfingin var að vaxa úr grasi um aldamótin 1900 varð þetta slagorð til.Betur væri að sem flestir íslendimgar sem eru í þjónustu almennings og vinna "hjá því obinbera" tileinkuðu sér það.Sérstaklega mættu þeir sem nú vilja liggja hundflatir fyrir gömlu nýlenduveldunum með inngöngu í ESB hafa það í huga.Og líka mættu þeir minnast Gerlachs Nazistasendiherra, sem sérstaklega var hrifinn af einu ættarnafn og vildi gera Ísland að leppríki Hitlers-Þyskalands.En Framsóknarflokkurinn undir forystu Hermanns Jónassonar kom í veg fyrir það."Íslandi allt".

Sigurgeir Jónsson, 28.5.2014 kl. 21:31

15 identicon

Því miður gefur nokkurra mánaða reynsla ekki rétta niðurstöðu í hagkvæmnisútreikningum. Ennþá eru margir mánuðir í kostnaðarsamasta hluta svona reksturs, viðhald.

Þegar vindmillurnar fara að þarfnast viðhalds verður framleiðslukostnaðurinn við bestu aðstæður um fimm sinnum hærri fyrir hverja orkueiningu en framleiðslukostnaður raforku frá vatnsaflsvirkjunum.

Viðhald á vindmilluþyrpingu kostar á ári svipað og byggingarkostnaður á samsvarandi fallvatnavirkjun, en fallvatnavirkjun byggir maður bara einu sinni ekki á hverju ári. Og þá er ekki reiknað með að Íslenskir vetrarstormar eyðileggi vindmillurnar eins og skeði með þá vindmillu sem sett var upp 2011 og entist 4 mánuði. Það þarf ekki nema eina slæma vindhviðu til að sópa burtu milljarða fjárfestingu.

Espolin (IP-tala skráð) 29.5.2014 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband