Of snemmt að afskrifa neinn.

Ef einhver hefði spáð því fyrir í upphafi árs 1967 að rúmu ári síðar fengi Kristján Eldjárn yfirburðakosningu  sem forseti Íslands, hefði sá spádómur verið talinn fjarstæðukenndur.

Árið 1979 hafði Kristján setið með reisn á forsetastóli og áunnið sér traust og virðingu þrátt fyrir að sitja árin á undan með afar erfiðar stjórnarmyndunartilraunir í fanginu.

Ásgeir Ásgeirsson hafði á undan honum setið í 16 ár í embætti og Kristján gat auðvitað gert það líka.

Ef einhver hefði spáð því haustið 1979 að aðeins rúmu hálfu ári síðar myndu Íslendingar kjósa konu sem forseta fyrstir allra í heiminum í lýðræðislegri kosningu hefði sá spádómur þótt fráleitur.

Og nafn Vigdísar Finnbogadóttur hefði lika komið mörgum á óvart.

Varasamt er því nú, tveimur árum fyrir næstu forsetakosningar, að spá fyrir um það hverjir muni bjóða sig fram eftir heil tvö ár. En einhvern veginn er samt byrjað á að gera það, og það minnir á að fljótlega eftir að Gunnar Thoroddsen hvarf úr stóli fjármálaráðherra Viðreisnarstjórnarinnar og gerðist sendiherra í Kaupmannahöfn var farið að tala um það sem lið í því fyrir hann að fara í forsetaframboð.

En það gerði hann einmitt nokkrum árum síðar.   

Hvað um það, -  úr því að svona vangaveltur hafa byrjað svona snemma hafa mér flogið sex nöfn í hug en það geta allt eins komið einhverjir allt aðrir til skjalanna.  

 Núna flögra sex nöfn í huganum:  

Fyrst þessi fjögur: Katrín Jakobsdóttir, Bogi Ágústsson, Þorsteinn Pálsson og Ari Trausti Guðmundsson.

Ég held að hægt sé að finna sterkar röksemdir fyrir því að þetta fólk gæti sinnt embættinu með sóma, en geymi það til betri tíma að rökstyðja þetta, en nefni tvö nöfn í viðbót:  

Ólafur Ragnar Grímsson og Jón Gnarr.

Já, enginn skyldi afskrifa það að ástandið fyrri hluta árs 2016 setti af stað svipaða atburðarás og 2012.

Ólafur Ragnar á mjög öflugan stuðningsmannahóp, og sumir þeirra fögnuðu yfirlýsingu forsetans á erlendum vettvangi á dögunum um það að hann myndi ekki sækjast eftir því að gegna embættinu áfram eftir 2016.

Stuðningsmennirnir fögnuðu á þeim forsendum að einmitt með sams konar yfirlýsingu og í ársbyrjun 2012 myndi fara af stað svipuð atburðarás 2016 og 2012.

Einn helsti bloggarinn sló því meira að segja upp í fyrirsögn pistils síns að Ólafur Ragnar myndi fara fram og fagnaði því mjög í pistlinum.

Ólafur Ragnar verður 73 ára 2016 og 77 ára 2020, en það hefur margsannast í sögunni að á slíkum aldri eru margir enn í fullu fjöri og eiga mikið eftir.

Hvað Jón Gnarr snertir er heldur ekki hægt að afskrifa að hann muni eftir tveggja ára hvíld frá þátttöku í stjórnmálum slá til og bjóða sig fram. Hann útilokar það sjálfur ekki.

Hann er óvenjulegur í stjórnmálasögunni á ýmsan hátt eins og öllum er kunnugt.

Leitun er að stjórnmálamanni sem hefur fengið jafn gott umtal samstarfsfólks síns og Jón hefur fengið. Þau ummæli lýsa væntumþykju vegna hreinskilni hans, einlægni, mannlegrar hlýju, jákvæðni og kímnigáfu.

 

 

         


mbl.is Fékk martraðir vegna Besta flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Ragnar Grímsson var í framboði fyrir síðustu forsetakosningar aðallega vegna umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu og sagði þá hugsanlegt að hann myndi einungis sitja hálft kjörtímabilið.

En fylgi Framsóknarflokksins er nú innan við 10% og fyrir löngu ljóst að ríkisstjórnin kolfellur í næstu alþingiskosningum.

Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er um 35% og á næstunni verður stofnaður Evrópusinnaður hægri flokkur, sem tekur fylgi af Sjálfstæðisflokknum og reyndar einnig öðrum flokkum.

Það er því næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að næsta ríkisstjórn verður Evrópusinnuð, aðildarviðræðunum við Evrópusambandið verður lokið og aðildarsamningurinn fer í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Og þar skiptir engu máli hver raðar í sig rúsínum á Bessastöðum á kostnað íslensku þjóðarinnar, eins og Ólafur Ragnar Grímsson hefur nú þegar gert öldum saman.

Þorsteinn Briem, 1.7.2014 kl. 01:02

2 identicon

Guð forði þjóðinni frá því að velja Jón Gnarr. Þá væri hún endanlega gengin af vitinu.

Hanna (IP-tala skráð) 1.7.2014 kl. 07:12

3 identicon

Gott að samstarfsfólk Jóns kann vel við hann. Spurningin snýst hins vegar um hina sem kjósa. Hvað finnst þeim?

http://ruv.is/frett/afhentu-69-thusund-undirskriftir

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.7.2014 kl. 07:55

4 identicon

Er ekki viss um að forsetinn eigi að vera þægilegur og viðfeldinn, fyrst og fremst á hann að standa vörð um lýðræðið og sjálfstæði þjóðarinnar.  Ólafur Ragnar hefur gert það með prýði t.d. varðandi Icesave hvar Jón Gnarr lýsti vilja sínum til að láta þjóðina gangast undir okið.  Ég held að margur vinnustaðurinn henti Jóni betur en forsetaembættið.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 1.7.2014 kl. 08:35

5 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Mér finnst að þjóðin ætti að sýna Ómari Ragnarssyni þann þakklætisvott fyrir að opna augu þjóðarinnar fyrir náttúru landssins og kjósa kann sem næsta forseta landssins.

Stefán Þ Ingólfsson, 1.7.2014 kl. 09:29

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Öll þau, sem ég nefni hér að ofan eru búin miklum kostum en auðvitað einnig göllum eins og allt dauðlegt fólk.  

Kjósendur meta kosti og galla á mismunandi hátt og það sem talið er vera kostur eins frambjóðanda í augum margra kann að þykja galli í augum annarra. 

Sumt af því fólki sem ég nefni hefur verið vinstra megin í pólitík en annað hægra megin, sumt hlynnt inngöngu í ESB en annað andvígt inngöngu.

Ég tel hins vegar að hægt sé að treysta öllum þessum einstaklingum til að hefja sig upp fyrir slíkt í embætti forseta og sýna ábyrgð og yfirsýn.   

Ómar Ragnarsson, 1.7.2014 kl. 11:21

7 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Steini Briem alltaf jafn trúverðugur! He He.

Eyjólfur G Svavarsson, 1.7.2014 kl. 11:38

8 identicon

Sæll Ómar.

Lítið leggur þú á þig að gleðja hægri menn í vali þínu¿

En Ólafur Ragnar Grímsson er líklegastur þeirra er þú nefnir
en að öðru leyti munu menn væntanlega auka ennfrekar
á martröð Jóns Gnarr og ekki ólíklegt að þær legðust af
og hann reyndist ekki síðri en sá enginn sem enginn veit hver er!

Húsari. (IP-tala skráð) 1.7.2014 kl. 11:39

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Öruggt er að næsti forseti Íslands verður kona. Sú sem hyggur á framboð,og þeir sem styðja hana munu hafa vit til að þegja þar til rétti tíminn er kominn til að tilkynna framboðið sem verður í byrjun árs 2015. Mjög litlar líkur eru til að st.br.fái brautargengi til forsetaframboðs, þótt vissulega taki hann sig vel út í dragi, rétt eins og Jón Gnarr.Það dugir ekki eitt og sér að menn taki sig vel út í dragi til að verða forsetar. 

Sigurgeir Jónsson, 1.7.2014 kl. 13:26

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Á að vera í byrjun árs 2016.

Sigurgeir Jónsson, 1.7.2014 kl. 13:27

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eyjólfur G Svavarsson heldur náttúrlega að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn verði í næstu ríkisstjórn.

Þessum flokkum fannst nú ekki mjög trúverðugt að ferðaþjónustan yrði stærsti útflutningsatvinnuvegur okkar Íslendinga.

Þeim fannst hins vegar mjög trúverðugtálver yrðu starfrækt á Húsavík og í Helguvík.

Nefndu mér nú eitt dæmi um það sem undirritaður hefur haldið fram að yrði en hefur ekki gengið eftir, Eyjólfur G Svavarsson.

Þorsteinn Briem, 1.7.2014 kl. 14:52

12 identicon

Forseta auminginn hann Óli, hefði átt að hætta strax eftir hrunið. Ábyrgð hans á þjófnaði fjárglæframanna (t.d. Icesave) var það mikill. En hann hafði ekki þann siðferðisþroska og manndóm að standa fyrir utan hálfvitaganginn.

Þeir spiluðu með kallinn, létu hann halda glórulausar ræður, þar sem allt gekk út á það, að Íslendingar væru snillingar, „poets of enterprise“. "We are different“ æpta kallin eins og vitstola predikari.

Hans heimur, Dorrit-Demanta gerviheimur, átti ekkert skilt við heim íslensku þjóðarinnar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.7.2014 kl. 15:57

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bjargvætturin:

Ólafur Ragnar Grímsson
í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":

"No one is afraid to work with us; people even see us as fascinating eccentrics who can do no harm and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."

"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I hope that my analysis has helped to clarify what has been a big mystery to many.

Let me leave you with a promise that I gave at the recent opening of the Avion Group headquarters in Crawley.

I formulated it with a little help from Hollywood movies:

"You ain't seen nothing yet!""

Þorsteinn Briem, 1.7.2014 kl. 16:49

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Icesave er arfleifð Sjálfstæðisflokksins.

"Icesave var vörumerki innlánsreikninga á Netinu í eigu Landsbankans í Bretlandi og Hollandi."

"Lykilstjórnendur í Landsbankanum á því tímabili sem Icesave varð að veruleika voru Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson.

Í bankaráði sátu Björgólfur Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson, Þór Kristjánsson, Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda og einn af eigendum Þórsmerkur ehf. (sem er eigandi Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið) og Guðbjörg Matthíasdóttir afhafnakona í Vestmannaeyjum."

Þeir sem tapað hafa fé vegna Icesave-reikninganna ættu því að senda reikninginn í Valhöll og til Vestmannaeyja.

Þorsteinn Briem, 1.7.2014 kl. 17:01

16 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ef síðuhafi bíður sig fram held ég að hann yrði mjög sigurstranglegur. Ég myndi allavega kjósa hann. Og slagorðið semur sig sjálft: Kjósið Ómar!

Wilhelm Emilsson, 1.7.2014 kl. 19:01

17 identicon

Viss um að Ómar yrði góður forseti.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 1.7.2014 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband