"Ég skal drepa þig, helvítið þitt!"

Fyrir sjö árum lenti ég í hópi þeirra sem hafa orðið fyrir tilefnislausum árásum ókunnugra manna og sagði frá því hér á blogginu á sínum tíma.

Ég var að koma með litla gamla Prinzinn minn af sýningu í húsi Öskju og bensínbarkinn hafði slitnað þannig að ég varð að aka frekar hægt úti á kanti eftir Vesturlandsveginum, og af því að vegurinn er á þessum stað sá breiðasti á landinu og þessi örbíll þar að auki ekki fyrir neinum á neinni akrein átti ég ekki von á því sem þá gerðist.

Fram úr mér ók fremur gamall japanskur fólksbíll og stansaði allt í einu nokkurn spöl fyrir framan mig.

Út úr honum hljóp grannvaxinn maður með hnefa á lofti beint framan að mér, örlítið bílstjóramegin þó, og andlitið var .þrútið og afmyndað af heift og bræði.

Ég sá að hann ætlaði að ráðast á mig, en svo vel vildi til stýrið á þessum 480 kílóa bíl er það léttasta og snarpasta, sem til er, þannig að rétt áður en hann kom að mér, svipti ég bílnum til vinstri svo að maðurinn lenti hægra megin upp við hann, farþegamegin.

Þar kýldi hann með hnefanum í gegnum framrúðuna svo hún mölbrotnaði og glerbrot og blóð dreifðust um bílinn um leið og hann öskraði: "Ég skal drepa þig, helvítið þitt!"

Ef hann hefði kýlt í gegnum rúðuna mín megin og höggið hitt mig, hefði hann vafalaust slasað mig illa.

Ég lenti í smá sjokki og þrátt fyrir alla bíladelluna man ég ekkert af hvaða gerð bíllinn var, sem maðurinn kom úr og ég ók framhjá kyrrstæðum, og tók ekki heldur eftir því hvort nokkur annar var í honum en árásarmaðurinn.

En æðisglampanum í augum þessa manns gleymi ég aldrei.  

Eina hugsun mín var að sleppa frá honum og hringja í farsímanum mínum á hjálp.

En ég sá bílinn ekki meira og ók niður í Sjónvarpshús og hef enga hugmynd um hver þetta var.  

 

 


mbl.is Tilefnislaus árás á Egil Helgason
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki vantar nú að undirrituðum hafi verið hótað líkamsmeiðingum og dauða á þessu bloggi.

En allur vindur virðist vera úr þessum vesalingum.

Þorsteinn Briem, 30.6.2014 kl. 15:11

2 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Lenti í þessu sama í fyrrahaust. Þá var ég á Kia Rio sem bjargaði mér frá meiðslum. Ég skrifaði umboðinu svohljóðandi bréf: ,,Góðan og blessaðan daginn,

Fyrir nokkru keypti ég af ykkur Kia Rio og er frábærlega ánægður með bílinn í alla staði. Ég á honum reyndar mikið að þakka.

Þannig er mál með vexti að fyrir nokkrum dögum var ég að aka út af bílastæði við verslun við Bíldshöfða. Enginn bíll var nálægur að sjá á Bíldshöfðanum , en svo veit ég ekki fyrr en bíl er ekið hægra megin fram úr mér og þvert í veg fyrir mig og hann stöðvaður. Hann hefur greinilega verið að aka vestur Bíldshöfða á mjög mikilli ferð og talið að ég hefði ekið í veg fyrir sig. – Sem ekki var. Út úr bílnum kemur stór og þrekinn maður greinilega í rosalegu uppnámi. Hann ætlar að rífa upp framhurðina, - en sem betur fer var hún læst, - sjálfvirka læsingin var á. Þá brjálaðist maðurinn endanlega. lamdi með flötum lófanum mjög fast á rúðuna, mest hissa að hún skyldi þola höggið og ekki fara í mél. Hann hrækti á rúðuna, hótaði að drepa mig, - ,,ég skal drepa þig helvítið þitt”, , sagðist mundu koma heim til mín og rústa mig. Hann sæi númerið á bílnum og hann mundi sko koma heim til mín og ,,rústa” mig. Síðan stillti hann sér upp fyrir framan bílinn og hrækti tvisvar á framrúðuna áður en hann hundskaðist í burtu. Maðurinn var gjörsamlega stjórnlaus. Mér var svo brugðið að ég tók rangt eftir númerinu á bílnum, en lögregluvarðstjóri sem ég talaði við á eftir taldi augljóst að þetta væri einhver steradólgurinn. Hann sagði líka að svona mál væru ekkert einsdæmi.

Ég er alveg sannfærður um að ef framhurðin hefði ekki verið læst hefði hann lamið mig í kássu. Ég 73 ára gamall maðurinn hefði ekkert átt í svona vitleysing. Meðal annars af þessum ástæðum er ég ákaflega ánægður með bílinn minn.

Langaði bara til að segja ykkur þetta.

K kv Eiður Guðnason.

Ég var reyndar nokkra klukkutíma að jafna mig eftir þessi ósköp. Það er ótrúlega mikið af brjálæðingum á kreiki í umferðinni. Þarna bjargaði sjálfvirk læsing mér. Hurðirnar fara ´æi klás þegar bíllinn er kominn á ca. 10 km hraða. Guði sé lof.

Eiður Svanberg Guðnason, 30.6.2014 kl. 23:37

3 identicon

Ekki bara á Íslandi....
Einu sinni, fyrir margt löngu var ég að þvælast í viðskiptaerindum í Lille í Frakklandi. Belgískur viðsemjandi var að skutla mér út á brautarstöð á sínum eðalvagni, - man ekki hvaða sort en þetta var dýr bíll.
Á ljósum á götu þar sem engin umferð var biðu 2 fýrar sem vildu komast inn. N-Afríkubúar sýndist mér. Alsír tautaði félaginn.
Þeir reyndu að plata okkur út, en félaginn læsti bara. Ekki lögðu þeir í bílinn.
Ljósin stóðu lengi á rauðu, - þarna voru framkvæmdir í gangi. Svo að í mig hljóp þessi venjulegi púki, og ég stakk upp á því að við vippuðum okkur út og buffuðum þá!
Belginn horfði á mig mjög undrandi, og svo kom grænt.
Hann skutlaði mér út á kolvitlausum stað, greinilega eitthvað hvekktur. Ég þurfti að þvælast nánast þarna til baka fótgangandi til að komast á áfangastað.
Ekki var nú gerð nein tilraun til að ræna mig á þeirri leið.
Það hefði nú verið auðveldara að eiga við fótgangandi fól en heilan bíl.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 1.7.2014 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband