Þarf ekki alltaf flugvélar lengur.

Drónarnir svonefndu eða mannleysurnar hafa ýmsa kosti fram yfir flugvélar við loftmyndatökur, einkum þegar komast þarf nálægt viðfangsefninu á lipurlegan hátt.

Loftmyndatökurnar í gærkvöldi voru ekki fyrstu loftmyndatökurnar af bruna í Reykjavík því að teknar voru loftmyndir úr flugvél af stórbruna í Skeifunni hér um árið og raunar af fleiri viðburðum. Slíkar myndatökur eru hins vegar vandkvæðum háðar.

Ekki má fljúga neðar en í 1000 feta / 300 metra hæð og því þurfa flugvélin og sjónarhornið úr henni að vera nægilega stöðug til þess að hægt sé að þrengja myndina þegar á þarf að halda.

Mannleysurnar geta hins vegar farið eins nálægt viðfangsefninu og þurfa þykir, enda eru þessi myndatökuflygildi örþyrlur.

Myndaþyrlurnar/myndþyrlurnar ryðja sér hratt til rúms hér á landi sem annars staðar. Ein var til dæmis notuð í torfærukeppni við Egilsstaði fyrir rúmri viku.

Þessar litlu myndaþyrlur hafa hins vegar sín takmörk. Þótt myndgæðin séu ótrúlega góð gefa myndir, teknar úr stærri kvikmyndatökuvélum, betri gæði, og myndaþyrlurnar komast ekki eins hratt og flugvélar.   


mbl.is Myndaði brunann úr lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pass (IP-tala skráð) 8.7.2014 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband