Var sjálfbær þróun í nýtingu jarðvarmans ekki nefnd?

Þegar rennt er yfir upptalningu yfir efnisatriði þess sem Íslendingar töldu sig hafa fram að færa varðandi áherslur okkar varðandi sjálfbæra þróun á funndi Sþ um það hugtak, vekur athygli, að í þeirri upptalningu er ekki minnst á "sjálfbæra þróun við nýtingu endurnýjanlegra orkulinda" sem hefur verið ein helsta skrautfjöðrin í ræðum stjórnmálamanna þegar þeir mæra okkur sjálfa sem fremstu þjóð veraldar á því sviði.

Kannski er hér um að ræða svipað fyrirbrigði og það íslenskum ráðamönnum tókst að koma okkur í röð fremstu þjóða heims í umhverfismálum um síðustu aldamót með því að ljúga því að við hefðum engar upplýsingar um ástand jarðvegs og gróðurs á Íslandi á sama tíma og vitað var að Ólafur Arnalds hefði einn Íslendinga hlotið umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bestu greiningu á þessu ástandi sem um getur.

Staðreyndin um rányrkjuna og stórkostlega ofnýtingu jarðvarmans til rafmagnsframleiðslu er tabú, bannorð hjá íslenskum valdhöfum sem með stanslausri síbylju um dýrð hinnar sjálfbæru þróunar, sem meira að segja er sérstaklega sýnd erlendu fyrirfólki á borð við sænska kóngafólkið sem var hér á ferð um daginn.    

 


mbl.is Áherslur Íslands í sjálfbærri þróun kynntar á fundi SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

„Sjálfbær“ nýting og notkun eða hvað sem þessi framsóknarhugtök heita eru eins og hver annar orðhengilsháttur þeirra stjórnmálamanna sem hafa verið að afvegaleiða okkur. Þetta er ekki flóknara en svo. Þessir pólitíkusar eru margir hverjr illa að sér en eta sett hugsanir sínar í einhvern skrautlegan búning til að villa öðrum sýn. Var ekki nákvæmlega þetta sem gerðist vorið 2013 og sjálfsagt í flestum löndum þar sem lýðskrumið hefur ná árangri?

Því miður eru íslenskir kjósendur ekki heldur of vel að sér og varast hvorki skjallið né skrumið.

Guðjón Sigþór Jensson, 8.7.2014 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband