Hver er sjálfum sér næstur.

Ebólufaraldurinn núna minnir um sumt á það þegar alnæmi varð fyrst vart á áttunda áratug síðustu aldar. 

Það virtist vera bundið við lítt þekkta homma og vera ólæknandi, en algerlega háð ábyrgðartilfinningu hvers og eins hvort það breiddist út. Þar með var búið að afgreiða það og málið dautt, því það snerti bara einhverja tiltölulega fáa óæskilega óreiðumenn samkvæmt almenningsálitinu.

En þegar þekktir Hollywoodleikarar létust úr sjúkdómnum vildi svo til að sjálflur forseti Bandaríkjanna var Hollywoodleikari og þá breyttist tónninn og farið var að bregðast við af krafti. 

Þetta gjörbreytti stöðunni og síðan breyttist hún enn frekar þegar í ljós kom að gagnkynhneigðir fengu líka veikina og að þetta var farið að nálgast allan almenning.

Síðan þá hefur orðið mikil breyting í baráttunni við sjúkdóminn og ótrúlegur árangur hefur náðst á Vesturlöndum miðað við það vonleysi sem var í upphafi.

Svipað gæti verið að gerast varðandi ebólufaraldurinn. Að minnsta kosti er samanburðurinn sláandi.  


mbl.is Gefa 1.000 skammta af bóluefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar er nú Steini Briem? :o

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 13.8.2014 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband