Íslenska innrásin færist í aukana. Mikill heiður.

Innrás Íslendinga í þýskan handbolta hófst fyrir nokkrum áratugum þegar Geir Hallsteinsson varð fyrstur Íslendinga til þess að gerast atvinnumaður þar í landi. 

Geir heillaði Þjóðverja upp úr skónum sem leiknasti handknattleiksmaður og snillingur, er sést hafði handleika boltann.

Síðan liðu árin og smám saman fór Íslendingum að fjölga og í kjölfarið íslenskum þjálfurum, þar sem þremenningarnir Alfreð Gíslason, Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson hafa heldur betur slegið í gegn. 

Það þarf ekki lítið til að útlendingur sé fenginn til þess að leiða sjálft þjóðarstoltið, landsliðið, í Þýskalandi.

Pað er fágætur heiður sem Degi Sigurðssyni og íslenskum handbolta og þjóð hefur hlotnast með ráðningu hans sem landsliðsþjálfara. 

Til hamingju, Dagur! Til hamingju, íslenskir íþróttamenn! 


mbl.is Dagur ráðinn þjálfari þýska landsliðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enginn Steini Briem á svæðinu? :o

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 13.8.2014 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband