Dæmi um ógöngur varðandi íslenskan eignarétt.

Aldrei hafa hrannast upp jafnmörg vandræðamál varðandi eignarrétt hér á landi og sumar. Á þetta sérstaklega við um íslenskar náttúruperlur sem eru undirstaða þess atvinnuvegar sem nú er orðinn stærstur hér á landi. 

Ástandið við Jökulsárlón er nýjasta dæmið um þetta, en við Mývatn, Kerið og á fleiri stöðum blasa við þær ógöngur sem gildandi lög um eignarétt hafa leitt okkur út í.

Dæmin eru raunar miklu fjölbreyttari en virðist í fljótu bragði. Sveitarfélög með örfáa íbúa hafa mikinn hluta af valdinu til þess að ráðstafa ómetanlegum náttúruverðmætum á heimsvísu þannig, að þau séu eyðilögð í þágu mikilla skammgróða og einkagróðahagsmuna.

Oft eru þessi fámennu byggðarlög í engri aðstöðu til að fást við ofurvald erlendra stórfyrirtækja sem eruu því vön í þriðja heiminum að hlunnfara heimamenn.

Nokkur hundruð manns í einu sveitarfélagi hafa vald til að koma í veg fyrir hagkvæmustu vegaframkvæmd á Íslandi með því að neita að setja veginn í gegnum sveitarfélagið þar sem þjóðleiðin milli Akureyrar og Reykjavíkur styttist um 14 kílómetra.

Sem þýðir það að það kostar 3000 krónum meira en ella fyrir hvert ökutæki að aka fram og til baka í gegnum sveitarfélagið.    


mbl.is Gert að fjarlægja eignir frá lóninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Dæmin eru raunar miklu fjölbreyttari en virðist í fljótu bragði. Sveitarfélög með örfáa íbúa hafa mikinn hluta af valdinu til þess að ráðstafa ómetanlegum náttúruverðmætum á heimsvísu þannig, að þau séu eyðilögð í þágu mikilla skammgróða og einkagróðahagsmuna."

Hvernig fór með Hitaveitu Suðurnesja, nú eða Gálgahraun og Garðabæ, nú eða ákvörðun Reykjavíkurborgar fyrir sitt leiti að virkja í Kárahnjúkum, nú eða hvernig O.R. var komin á hausinn vegna gáleysislegra fjárfestinga meðhöndlun náttúruverðmæta (t.d. Hellisheiðavirkjun) og undirlægjuháttar við erlent auðmagn? 

Maður líttu þér nær! 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 3.9.2014 kl. 14:14

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

72. gr. Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 3.9.2014 kl. 22:49

3 identicon

Ómar, hvernig færð þú út kostnaðaraukningu upp á 3000 kr.? Hvað mig varðar fæ ég út í hæsta lagi 300 kr.

Jón Ingvar Jónsson (IP-tala skráð) 4.9.2014 kl. 07:13

4 identicon

og hvað með það

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 4.9.2014 kl. 07:13

5 identicon

Stytting um 14 km gerir 28 km samtals fram og til baka.  Reiknaður kostnaður er 116 kr. pr. kílómetra og fá þeir sem aka einkabíl í þágu vinnuveitanda þá upphæð endurgreidda.  Það er síðan tiltölulega einfalt reikningsdæmi að margfalda 116 með 28.  Þá fæst niðurstaðan 3248 krónur sem það kostar að aka þessa aukakílómetra.  Er sú tala ekki verulega fjarri þeirri sem Ómar setti fram.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 4.9.2014 kl. 09:19

6 identicon

Nokkrir landeigendur eiga, eða telja sig eiga, ævintýralega stóran hluta Íslands.  Þeir vilja að sjálfsögðu fá tekjur af þessar eign sinni.

En þá spyr ég:  Bera þeir ekki ábyrgð gagnvart þjóðinni á þeim hamförum sem verða á slíku landi?

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 4.9.2014 kl. 10:47

7 identicon

Þeir verða að missa sem eiga.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 4.9.2014 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband