Tíðindi gerast daglega.

Í flugi yfir gosstöðvunum í Holuhrauni í hádeginu í dag mátti sjá að þarna gerast tíðindi daglega.

Nýja gossprungan, sem hefur spúð hrauni síðan í fyrradag spjó engu þegar farið var þarna yfir og kunna það að vera slæm tíðindi útaf fyrir sig, vegna þess að nú léttir hún ekki lengur á þrýstingi kvikunnar neðanfrá.

Kröftuglega gaus í syðstu gígum gömlu sprungunnar þarna norður af og eins og er, er það eina útgönguleið kvikunnar um sinn.

Spurningin er hvort brottfall syðri og nýrri gosssprungunnar muni verða til þess að hraun komi upp fyrir sunnan hana og jafnvel undir Dyngjujökli eða hvort hin stóra eldfjalladrottning Bárðarbunga fari að láta til sín taka sjálf og að það sem frá henni sjálfri komi verði sjóðheit Bárðarbuna.

Sjá mynd eða myndir á ruv.is 


mbl.is Hraunið rennur út í Jökulsá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband