Langstærsta flugvél sem hefur lent í Reykjavík.

Boeing C-17 Globemastar þotan sem lenti í gærkvöldi á Reykjavíkurflugvelli er langstærsta flugvél sem þar hefur lent, enda meira en tvöfalt þyngri og stærri en Boeing 757 vélar Icelandair.

Vegna þess að hún er hönnuð til að lenda á stuttum og ófullkomnum brautum leikur hún sér að því að lenda bæði á norður-suður brautinni og austur-vestur brautinni, en verður að vera létthlaðin til að komast í loftið.

Enn stærri herflutningavél, Lockheed Galaxy, gæti líka lent á 1100 metrum fullhlaðin ef svo bæri undir.

Lendingin sýnir gildi Reykjavíkurflugvallar sem öryggisventils í millilandafluginu, því að enda þótt þoka væri í Keflavík eins og oft er í rakri sunnan átt, sá skjólið af Reykjanesfjallgarði sem oftar til þess að gott veður væri í Reykjavík.

Ég kom akandi frá Sauðárflugvelli á Brúaröræfum til Reykjavíkur í gærkvöldi og nótt og það var þoka alla leið frá Hornafirði til Hellisheiðar, en bjart í Reykjavík.


mbl.is Herflugvél á Reykjavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna Skríplar þú nokkuð liðugt.

Á Keflavíkurflugvelli eru svo góð lendingarkerfi, að herflugvélar geta lent ,,blindar" þessi tæki eru enn þarna þó að Kaninn sé farinn fyrir nokkru síðan.

Móttakarinn er einnig örugglega í þessari vél, enda herflugvél.  

Flugvélin lenti eftir 22:00 og var því samkomulagið um rekstur flugvallarins brotið enn og aftur.  Þú mannst frá því fyrir aldamót.

Ég bý þarna niðurfrá og veit því fullvel, hvenær samkomulagið um þjónustutíma er brotið og var þetta ótrúlega algengt fyrir 2007 og nú aftur þegar hrægammarnir eru að senda sína varðhunda hingað til að passa að vondi karlinn komi ekki og taki monneypeningana þeirra.

Nei, vallarómyndin er á leiðinni í burt og munu þau ungmenni sem nú eru í HÍ og HR og munu taka við stjórn landsmála fljótlega geirnegla þá þróun.  Rvík á að vera háskólaborg með miðstöð tækni og vísinda, flugvöllurinn á Króknum getur orðið ágætis varaflugvöllur og er á öðru veðursvæði. 

Fáir útlendir flugmenn þora að lenda á Akureyri eins og reynslan af ,,beinu flugi" þangað sýndi, menn notuðu Egilstaði ef ekki var avok og logn á AK.  Skil ekki af hverju völlurinn á Króknum eða Aðaldalsvöllur hafi ekki verið lengdir og lagaðir í stað AK sem verður alltaf svo restrikteraður vegna fjalla og svoleiðis nokk, sem of dýrt yrði að fjarlægja :-)

En menn verða að opna SV-NA brautina í KEF enda skil ég ekki af hverju hún er lokuð, þar lentu vélar á borð við ,,Fat Albert" sem er stærsta flutningvél NATO, þannig að undirlagið er nægjanlega gott.

En áróður fyrir þessum Rvíkurflugvelli ríður ekki við einteyming og gera menn sig seka um áróður sem er á pari við ,,babys in incubators" a la Bush.

Bjarni Kjartansson (IP-tala skráð) 9.9.2014 kl. 10:23

2 identicon

Þessi er ekki einusinni nálægt því að vera sú stærsta sem hefur lent í keflavík. Það hefur vél sem að er vel rúmlega tvöfalt þyngri lent í keflavík.

http://www.alltumflug.is/flugfrettir/6241/Myndband:_St%C3%A6rsta_flugv%C3%A9l_%C3%AD_heimi_lenti_%C3%AD_Keflav%C3%ADk_%C3%AD_g%C3%A6r

https://www.google.is/search?q=Antonov+An-225+Mriya+vs+boeing+c-17&oq=Antonov+An-225+Mriya+vs+boeing+c-17&aqs=chrome..69i57.8563j0j7&sourceid=chrome&es_sm=93&ie=UTF-8

Gunnar Cortes Heimisson (IP-tala skráð) 9.9.2014 kl. 10:32

3 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Þessi C17 vél getur lent í verri aðstæðum en voru í Keflavík í gærkvöldi. Icelandair lenti í Keflavík 10 mínútum eftir C17 lenti í Reykjavík. Samkvæmt veðurlýsingu frá Keflavíkurflugvelli var ekki þoka, heldur lágskýjað í 200 fetum yfir velli og skyggni 2 km. Vél af sömu stærð og FRÚin búin virkum blindflugstækjum hefði getað lent við þessi skilyrði án þess að brjóta blindflugsreglur.

Veðurlýsing fyrir Keflavík að kvöldi 8. sept:
BIKF 082330Z 17012KT 4000 BR SCT001 BKN003 11/11 Q1000
BIKF 082300Z 17013KT 2500 -DZ BR BKN002 OVC004 11/11 Q1000
BIKF 082230Z 16012KT 2000 -DZ BR OVC002 11/11 Q1000
BIKF 082200Z 16011KT 2000 -DZ BR OVC002 11/11 Q1001
BIKF 082130Z 17009KT 2000 BR OVC002 11/11 Q1001
BIKF 082100Z 16010KT 2000 BR SCT002 BKN004 OVC006 12/12 Q1001 

Hér er því þörf á frekari útskýringum. 

Erlingur Alfreð Jónsson, 9.9.2014 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband