Fáa grunaði þetta fyrir þremur árum.

Þegar uppreisn gegn Assad Sýrlandsforseta var komin á flugstig fyrir þremur árum vakti það ánægju Bandaríkjamanna og Breta, sem vildu gjarna að þessum spillta harðstjóra og óþæga ljá í þúfu þeirra um árabil yrði velt úr sessi. 

Uppreisnarmenn fengu því stuðning til að byrja með og ekkert var hlustað á aðvörunarorð Rússa vegna þess að þeir höfðu verið bandamenn og stuðningsmenn Assads um árabil. 

Uppreisnin var talin tákn um "arabíska vorið", byltingu lýðræðissinnaðra og nútímalegra Araba, sem færi um Líbíu, Egyptaland og fleiri Arabalönd.

Fljótlega fóru þó að koma fram efasemdir um að þetta væri rétt mat og nú er komið í ljós að það var beinlínis kolrangt.

Öfgafylltu Íslamistar, sem um getur, hafa reynst vera potturinn og pannan í uppreisninni og kenningar þeirra og aðgerðir minna helst á þá ógn sem heiminum stóð af nasistum á sínum tíma.

Það má líka minnast þess, að fagurgali Hitlers og falskur friðarvilji blekkti forystumenn Vesturveldanna á sínum tíma auk þess sem margir töldu það ekkert slæmt að hann yrði mótvægi við Stalín og kommúnistana í Kreml.  

Nú sjá menn það sama og þá, að gegn slíkum glæpamönnum sem nasistar voru og hinir hörðu 'Islamistar eru nú, duga engin vettlingatök.   

  


mbl.is Boðar loftárásir á Sýrland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Nú sjá menn það sama og þá, að gegn slíkum glæpamönnum sem nasistar voru og hinir hörðu 'Islamistar eru nú, duga engin vettlingatök."

Gott og vel. Hvers vegna ryðja þessi blessuðu vesturveldi þá þeim úr vegi sem standa gegn þessum brjálæðingum. Saddam Hussein var myrtur og Írak eyðilagt. Ef ég réði einhverju myndi ég láta GW Bush og Tony Blair eyða því afgang ævinnar á afskektum stað í eyðimörkinni með skóflu til að grafa skurði. Það væri slæmt en langt frá því að vera hæfileg refsing fyrir þá glæpi sem þeir hafa drýgt.

Gaddafi var líka drepinn.

"Around the same time, Gaddafi began to pursue an anti-fundamentalist Islamic policy domestically, viewing fundamentalism as a potential rallying point for opponents of the regime. Ministerial positions and military commanders are frequently shuffled or placed under temporary house arrest to diffuse potential threats to Gaddafi's authority."

http://en.wikipedia.org/wiki/Politics_of_Libya_under_Muammar_Gaddafi

Eiga vesturveldin nú að fara í stríð við þessa öfgamenn sem þeir komu til valda?  Þetta er uppskriftin að eilífi stríði sem er einmitt það sem vopnaframleiðendur í USA vilja. Viti borið fólk á að berjast gegn þessari vitleysu.

Hörður Þórðarson, 11.9.2014 kl. 19:54

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson er greinilega mjög hrifinn af utanríkisstefnu Rússa.

Þorsteinn Briem, 11.9.2014 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband