Vandræðaleg svör og svipbrigði sögðu mikið.

Augljóst var á svipbrigðum forsætisráðherra þegar Sigmar Guðmundsson spurði hann ágengra spurninga í Kastljósi kvöldsins varðandi mál Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að honum leið ekki vel, heldur lá við að hann engdist í vandræðunum við að svara þeim. 

Þetta var síst til þess að styrkja stöðu hennar ef það var ætlunin með þessari fumkenndu vörn, heldur þvert á móti.  

Um "fyrirvarana" og "prinsippin" varðandi matarskattinn má segja það að ef ætlunin er að einfalda skattkerfið með hækkun skattsins má alveg eins búast við því að mótvægisaðgerðirnar, sem gefið var í skyn að yrðu mótaðar í meðferð þingnefndar og þingsins verði til þess að flækja málið enn frekar.

Bæði þessi mál, mál Hönnu Birnu og matarskattshækkkunin virðast ætla að verða stjórnarflokkunum og stjórnarsamstarfinu erfið í skauti.  


mbl.is Fyrirvarar fylgdu samþykkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég velti fyrir mér hvernig ráðstöfunartekjur láglaunafólks geta aukist með hækkun þeirra vara sem þau eru neydd til að kaupa, bara það sem þau hafa ekki efni á lækkar í verði.

pallipilot (IP-tala skráð) 11.9.2014 kl. 21:52

2 identicon

Þjóðólfi í Frekjuskarði engdist ekki lengi þegar hann fékk vinarbeiðni á Fésbók - senda með bréfdúfu - og senda svar með sama hætti:

Á Fésbók mæti ég ekki fet-

forðast lenzku-málæði!

Frekar bæti mitt eigið met-

í mikilmennskubrjálæði! 

Kalman oddviti (IP-tala skráð) 11.9.2014 kl. 22:02

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er lækkunin á skuldum ríkissjóðs?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 11.9.2014 kl. 22:04

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lán til kaupa á íbúðarhúsnæði í Svíþjóð:

Handelsbanken - Aktuella boräntor

Þorsteinn Briem, 11.9.2014 kl. 22:07

6 identicon

Það er stundum nefnt að Hanna B. hefði átt að stíga til hiðar á meðan ráðuneytið var rannsakað en vandinn hefði þá lent á þeim sem tæki við. 

S.D. þurfti að gæta vel að því hvað hann sagði í viðtalinu vegna jarðsprengjusvæðis í kringum meinta hlutdrægni vegna þess að innanríkisráðherra segði of mikið um efnisatriði rannsóknar!   Ætli vandræðasvipurinn hafi ekki að hluta skýrst af því!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 11.9.2014 kl. 22:26

7 identicon

Þetta með matarskattinn er beita fyrir launþegasamtökin.

Ríkið ætlar að gefa það eftir í næstu samningum að hækka matarskattinn. Þá getur ASÍ sem dæmi sagt við lýðin við náðum þó þessu að stoppa að matarskatturinn yrði hækkaður sem lítið dæmi

Þetta er sama trixið með barnabæturnar hér á landi síðustu árin þá skiptir ekki máli hver fer með stjórnartaumanna.

Held að það eigi að hækka barnabætur um ekki neitt þó það verði eitthvað því það á að lyfta barnabótunum upp eitthvað miðað við hvað barnabæturnar voru áður þá miðað við í fyrra

Skil you?

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 11.9.2014 kl. 22:27

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Auðvitað greip SD það fegins hendi þegar kastljósið beindist af honum smá stund í þeim vandræðagangi sem hann var í gagnvart spurningum Sigmars. það mun hins vegar endast stutt.

hilmar jónsson, 11.9.2014 kl. 22:52

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

SDG skilur náttúrulega ekkert aðstöðu láglaunafólks.

Hvað heldur fólk að maður sem hefur aldrei gert neitt og bara verið að leika sér alla tíð, geti skilið það að matvara er hjá sumum hópum í þjóðfélaginu eitthvað það sem hver 100 kall skiptir máli.

SDG skilur þetta ekkert enda aldrei búið við þær aðstæður.

En ok. það er ekkert nauðsynlegt per se fyrir stjórnmálamann að þurfa að að hafa reynt allar aðstæður - en í tilfelli SDG hefur svo margsýnt sig og opinberast, að umrædd skammstöfun er frekar þunn og veit ekkert mikið. Ef hann hefur farið að tjá sig um eitthvert efni - þá er það mestanpart samansull af samsæris- og jaðarkenningum ásamt misskilningi á staðreyndum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.9.2014 kl. 00:34

10 Smámynd: Már Elíson

Þessi viðbjóðslegi gjörningur með matarskattinn mun hugsanlega/vonadi/örugglega/ verða þessari óstjórn að falli.

Ef íslendingar vakna ekki núna þá er þessu lokið. - Það er ekki lengur hægt að teygja sig í launaumslag sem er tómt 5.hvers mánaðar eða svo.

Varðandi St.Breim sem mættur er til að eyðileggja enn sem fyrr frábær blogg Ómars, en hefur verið í haldi einhversstaðar í nokkra tíð....Er sumarlokun hjá heilbrigðiskerfinu, eða er engin spamsía að virka ? - Er viðbjóður ritsóðans hafinn á haustdögum..? - Þegar sumarfuglarnir fallegu fara til heitu landanna kemur þessi váfugl á bloggið....Þvílíkur viðbjóður sem í vændum er.

Ómar, þú hefur umborið þennað ritsóða hingað til, okkur sem lesa frábær blogg þín til mæðu. - Reyndu að hafa áhrif á þennan copy/paste viðbjóð til að halda standard á blogginu þínu og hreinlega útiloka sóðaskapinn og klámið frá honum. - Er það mögulegt ?

Már Elíson, 12.9.2014 kl. 00:35

11 Smámynd: Jón Óskarsson

@Már:  Hvað finnur þú að því sem Steini Briem setur inn hér að framan ?  Þetta er gagnrýni á loforð forsætisráðherra og ríkisstjórnarflokkana sem og góð tilvísun í vaxtakjör í Svíþjóð.  Skil ekki hvað það er í þessu sem þú ekki þolir.   Þú vilt kannski ekki afnám verðtryggingar og eðlileg vaxtakjör hér á landi ?  Er það að vilja slíkt ritsóðaskapur ?  Er það málið ?

Jón Óskarsson, 12.9.2014 kl. 05:18

12 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hækkun á matarskatti, orku og fleiru felur í sér miklar kjarabætur til almennings ( SDG forsætisráðherra)  

Ég reynar skil það ekki en það er bara mín heimska. 

Jón Ingi Cæsarsson, 12.9.2014 kl. 10:10

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er skrítið með íslendinga suma, að það er eins og þeir vilji að ráðamenn séu með allt á hælunum og bulli bara svo eitthvað útí loftið.

Það er alveg furðulegt ef stór hluti þjóðar vill hafa æðstu ráðamenn svoleiðis.

Berrassaða með allt á hælunum bullandi eitthverja vitleysu útí loftið.

Virðist vera eitthvað í karakter hluta þjóðarinnar. Vilja vera alltaf með allt á hælunum og bulla svo bara.

Það er eins og hluta íslendinga, aðallega framsjöllum, líki það vel. Sjá líklega sjálfan sig í slíkum ráðamönnum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.9.2014 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband