Núllið getur verið skemmtilegt.

Talan núll er líklega lang skammtilegasti tölustafurinn, því að notkun þess býður upp á svo margar skrýtnar mótsagnir að ekki sé nú talað um þann eiginleika núllsins að tífalda, hundraðfalda og þúsundfalda tölur með því einu að því sé bætt aftan við þær. 

Það er ekki ónýtt að geta með því að kunna mörg tungumál þagað á sem flestum þeirra. Raunar felst alger þögn í því að geta þagað á öllum tungumálum heims, og má segja að með slíkri þögn geti tungumálakunnátta náð hæstum hæðum.

Í útvarpsfréttum áðan var talað um könnun og talningu á geðrænum vandamálum drengja á aldrinum núll til tíu ára.

Samkvæmt því hefur verið kastað tölu á þá drengi, sem eru núll ára gamlir og þjást af geðrænum sjúkdömum.

Útkoman af því hlýtur að vera núll, og raunar er erfitt að hugsa sér eins eða tveggja ára gamlan dreng sem þjáist af geðrænum sjúkdómum.

 

Í nákvæmnisvísindum hefur núllið reynst erfitt viðureignar þegar um er að ræða stærðir sem eru næstar fyrir ofan það.

Þannig var kjarni efna lengi talinn minnsta mögulega stærð efnis eða allt þar til í ljós kom að hægt væri að kljúfa hann, og reyndist þessi litla stærð þá heldur betur búa yfir möguleikum til mesta risastökks sögunnar í gerð sprengna og framleiðslu orku. 

Hugtökin allt og ekkert reynast vera erfið viðfangs því að svo virðist sem ævinlega sé hægt að finna eitthvað stærra en allt og minna en það minnsta en áður var talið mögulegt.  

Alheimurinn er til dæmis hugtak sem vefst fyrir þeim sem hugsa sem svo að handan alheimsins hljóti að vera eitthvað.  

 


mbl.is Kýs að þegja á öllum tungumálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þett leiðir hugann að skemmtilegri sögu sem var býsna vinsæl austur á Fljótsdalshéraði fyrir nokkrum áratugum síðan. Þar var sagt frá tveimur vegagerðarmönnum sem þurftu að reikna eitthvað lítilræði en þeir lentu í bobba og miklu missætti þega kom að því að taka til láns yfir núllið annar vildi meina að eitthvað undarlegt ætti sér stað við þessa aðgerð en hinn sagði að ekkert gæti gerst því núll er ekki neitt. Þegar sagan barst séra Sigurjóni á Kirkjubæ til eyrna sagði hann.

"Við reikning sátu seggir tveir

og sýnilega voru þeir

í öllu eins og núll.

En frádrátturinn flókinn er

þeir fundu þó sem vera ber

að núll er alltaf núll"

Þórður St. Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.9.2014 kl. 13:19

2 identicon

Ekkert er líka fyrirbrigði sem enginn botnar víst í. Um það hafa farið fram vísindalegar ráðstefnur sem djúpvitrustu menn tóku þátt í. Niðurstaða var engin.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 30.9.2014 kl. 13:34

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar kann mörg talnatrix,
tómið er hans gaman,
best hann telur núll og nix,
Nelson leggur saman.

Þorsteinn Briem, 30.9.2014 kl. 14:02

4 identicon

Hindúskir blómasalar fundu upp núllið til að halda bókhald yfir hundruð þúsund blóma sem fóru í hofin daglega. þar komust arabar í það og þar með hófst arabíska stærðfræðiöldin.

GB (IP-tala skráð) 30.9.2014 kl. 15:36

5 identicon

Einhver sagði að sérfæðngar væru menn sem vissu meira og meira um minna og minna. Þetta endaði með því að þeir vissu allt um ekki neitt!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 30.9.2014 kl. 15:40

6 identicon

Eilífð er merkilegt hugtak.

Um eilífðina sagði Woody Allen; "eternity is a very long time, especially near the end".

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.9.2014 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband