Nokkrar vísbendingar um það að vera orðinn gamall.

"Tíminn líður hratt á gervihnattaöld" orti Magnús Eiríksson og á síðustu árum úreldast tæki og tól hraðar en nokkru sinni fyrr.

"Þannig týnist tíminn".

Í hugann koma tíu atriði sem gefa vísbendingu um að þú sért orðinn gamall. 

1. Þú manst eftir því þegar var "flaggað fyrir kónginum" á afmælisdegi hans.

2. Þú manst eftir því þegar amma og afi fengu síma, komin á sextugsaldur.

3. Þú manst eftir því þegar fyrstu umferðarljósin á landinu voru sett upp.

4. Þú manst eftir skiltum á húsum við Laugaveg með ör og áletruninni: "Til næsta loftvarnabyrgis".

5. Þú manst eftir strætisvagnaleiðinni "Njálsgata-Gunnarsbraut". 

6. Þú manst eftir því þegar sumir rugluðust og óku öfugt eftir Lækjargötunni fyrst eftir að hún var breikkuð um helming.

7. Þú manst eftir "matrósarfötunum" sem alla stráka langaði til að eignast.

8. Þú manst eftir fyrstu "Biropennunum" (kúlupennunum) sem voru á boðstólum á Íslandi.

9. Þú manst eftir þvi hvað þú varðst hissa þegar þú sást Corn-flakes pakka í fyrsta sinn.

10.  Þú manst eftir því þegar flugvél var vinningur í happdrætti.   


mbl.is Endurvekja áhuga á kassettum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Sennilega kallast maður gamall þegar liður 4 er skoðaður.

Ekki man ég eftir þessu skilti en nokkru sinnum var farið í loftvarnarbyrgi þegar loftvarnarflauturnar blésu. Mitt byrgi var í stóru steinhúsi rétt innan við Vitastíg- gengið inn í kjallarann bakatil. Sandpokar voru frá jörð og vel uppfyrir glugga. Og árin voru 1942 - 1943 eftir það var ekkert um svona heimsóknir þó loftvarnarflautur blésu stundum - stuttum merkjum. Allir hinir liðirnir eru vel kunnir... já við eldumst :-)

Sævar Helgason, 29.9.2014 kl. 18:46

2 identicon

Og þú manst eftir því þegar Ólafur Ragnar Grímsson var fyrst kjörinn forseti.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.9.2014 kl. 18:50

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Man ekki eftir þessu. En ég man eftir loftvarnarflautunum sem æfðar voru einu sinni í mánuði man ekki hvaða dag en sennilega á mánudegi.

Þegar ekki er nóg að vita hverjir foreldrar einstaklings er, ekki heldur hver amma og afi eru, heldur þarf að fara aftur í langömmu og langafa. Þá er málið orðið alvarlegt.

Man eftir ómalbikuðum götum um allan bæ.

Og margt fleira.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2014 kl. 19:08

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og auðvitað sparimerkjunum sem við fengum og áttum að líma inn í sérstaka bók, og síðan þegar taka átti sparnaðinn út, var ekki einu sinni hægt að skeina sig á honum. Fyrsti þjófnaður hins opinbera sem ég man eftir. Annað voru spariskuldabréf sem afi og amma voru að gefa börnunum upp á framtíðina, þau bara urðu úti þannig séð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2014 kl. 19:10

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú ert orðinn gamall þegar þú manst ekkert. 

Þorsteinn Briem, 29.9.2014 kl. 20:13

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ég hlyt að vara gamall man eftir öllum 10 átriðunum,Kveðja

Haraldur Haraldsson, 29.9.2014 kl. 20:25

7 identicon

Ekki man ég hvaða ár það var, en ég gisti með foreldrum mínum hjá vinafólki á Akureyri.

Ég vaknaði um morguninn við væl í loftvarnaflautum og spurði: "er þetta æfing?"

Mér var svarað: "þetta er ekki æfing". Svo man ég ekki meir. Þetta er örlítið minningarbrot úr barnæsku.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 29.9.2014 kl. 22:38

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Maður er líka orðinn talsvert við aldur, þegar reglulegar og vel formaðar hægðir þykja vera orðnar lúxus.

Halldór Egill Guðnason, 30.9.2014 kl. 00:30

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég man eftri þegar læknar ráðlögðu foreldrum að fara með kornabörn sín í ljós. Einhverstaðar í Heimahverfi vorum við nöfnur kona þín og ég með börnin okkar fd.1958 í ljósabekkjum. þá fyrir svona löngu varstu orðinn “frægur”...

Helga Kristjánsdóttir, 30.9.2014 kl. 02:06

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eða á Sunnutorgi?

Helga Kristjánsdóttir, 30.9.2014 kl. 02:08

11 Smámynd: Snorri Hansson

2)  Ég man síminn var nýkominn og gestur sem fékk að hringja, öskraði allan tíman vegna þess að þetta var "út á land."

7)  Ég man eftir matrósafötunum sem alls ekki allir stráka langaði en voru settir í.

10) Ég man eftir sjóflugvél í happdrættisvinning sem var alveg afn heimskulegur og þegar skátarnir voru með St.Berhardshund í vinning.

11) Ég átti MÖVE hjól sem ég níddist á alveg eins laginu.

Snorri Hansson, 30.9.2014 kl. 02:13

12 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég var fyrir norðan og kom ekki auga á neitt til að muna.Reyndar sveitasímanum sem þýðir að ég er 10 árum yngri en þið hin.

Jósef Smári Ásmundsson, 30.9.2014 kl. 08:21

13 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Faðir minn Gunnar Arnbjörnsson ók Njálsgata-Gunnarsbraut, var með fyrstu vagnstjórum hjá SVR 1934.

Maður er orðinn gamall þegar farsíminn er settur inn í ískáp og jafnvel kaffikannan.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 30.9.2014 kl. 09:02

14 identicon

Ég man vel tært eftir lendingunni á tunglinu.......

Jón Logi (IP-tala skráð) 30.9.2014 kl. 16:01

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tvær stjörnur (Megas)

Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér

og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer.

En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín

og leiði mig á endanum aftur til þín.

Ég gaf þér forðum keðju úr gulli um hálsinn 'þinn,

svo gleymdir þú mér ekki í dagsins amstri nokkurt sinn.

Í augunum þínum svörtu horfði ég á sjálfan mig um hríð

og ég vonaði að ég fengi bara að vera þar alla tíð.

Það er margt sem angrar en ekki er það þó biðin

Því ég sé það fyrst á rykinu, hve langur tími er liðin.

Og ég skrifa þar eitthvað með fingrinum sem skiptir öllu máli.

Því að nóttin mín er dimm og ein og dagurinn á báli.

Já, og andlitið þitt málað. Hve ég man það alltaf skýrt,

augnlínur og bleikar varir, brosið svo hýrt.

Jú ég veit vel, að ókeypis er allt það sem er best.

En svo þarf ég að greiða dýru verði það sem er verst.

Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér

og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér.

Og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á.

En ég sakna þín mest á nóttinni er svipirnir fara á stjá.

Svo lít ég upp og sé við erum saman þarna tvær

stjörnur á blárri festingunni sem færast nær og nær.

Ég man þig þegar augun mín eru opin, hverja stund.

En þegar ég nú legg þau aftur, fer ég á þinn fund.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.10.2014 kl. 14:24

16 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Þetta er ágætur listi og augljóst að þú ert nokkuð eldri en ég. En ég er farinn að muna ýmislegt sem unga fólkið hefur ekki tilfinningu fyrir.

Ég man daginn sem Kennedy forseti var myrtur.

Ég man daginn sem aksturstefnunum var breytt.

Ég man fyrstu lendinguna á tuglinu.

Ég var í sveit á bæ þar sem ekkert var rafmagn og nánast engar vélar.

Ég man eftir öllum malarvegunum og rykinu sem fyllti bílana ef farið var í langferð.

Ég man þegar maður fékk einungis epli á jólaböllum.

Ég man eftir öllum tekkhúsgögnunum.

Ég man þegar allar konur túperuðu á sér hárið.

Ég man þegar maður fór út í mjólkurbúð með mjólkurbrúsa og fékk mjólk í hann úr krana á veggnum, sem var ljósgrænn.

Ég man þegar mjólkurhyrnurnar komu fyrst í mjólkurbúðina. Þær voru rauð- og hvítköflóttar ef ég man þetta rétt.

Theódór Gunnarsson, 1.10.2014 kl. 20:39

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Maður á ekki að treysta prumpi eftir fimmtugt... það er ákveðinn milestone. Næsti er löggildingin.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.10.2014 kl. 09:18

18 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

..... svo er það gröfin.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.10.2014 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband