Nýtt, þetta með alkóhólistana ?

Það er ekkert nýtt varðandi álfatrú Íslendinga og meira að segja David Lettrman finnst ekkert óeðlilegt við það. Hitt er nýtt þegar fullyrt er að Íslendingar séu mestu alkóhólistar í heimi, því að Rússar og Frakkar hafa lengi verið taldir vera þar fremstir í flokki eða öllu heldur aftastir á merinni. tEn það er svo sem ekkert nýtt að drykkjuvenjur Íslendingar rugli útlendinga í ríminu.

Á allra fyrstu árum Sjónvarpsins vann þar danskur maður að nafni Finn. Margt skemmilegt datt út úr honum. Honum undraðist drykkjuvenjur Íslendingar og þótti þær tröllslegar þegar þeir "duttu í það" heldur hressilega um hverja helgi og urðu svo oft blindfullir. 

Enn meira hissa var hann á því þegar hann las í blaði einn daginn að væri hér drukkið minna áfengismagn á hvern mann en í öðrum löndum.

Þá varð honum að orði:

"Íslendingar eru skrýtin þjóð. Íslendingar drekka lítið, - en oft, og þá mikið."  

 


mbl.is Íslendingar trúa á álfa og eru alkóhólistar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er eitthvað sem gerist, held ég, þegar fólk hefur enga aðstöðu til að hafa nein áhugamál.

Sama gerðist í Sovétríkjunum, fólk mátti ekki gera neitt, svo það drakk bara í staðinn.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.10.2014 kl. 15:04

2 identicon

Mér koma ekki til hugar mörg áhugamál sem ekki er hægt að stunda á Íslandi og get ekki tekið undir þennan samanburð við Sovétríkin.

Jón Flón (IP-tala skráð) 4.10.2014 kl. 15:21

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Oftast blindfull, aldrei hálf,
ekkert þar á milli,
drakk í gegnum dverg og álf,
datt í það af snilli.

Þorsteinn Briem, 4.10.2014 kl. 16:02

4 Smámynd: Már Elíson

Bravó, Steini, þessi fer í bókina. - Það gæti nú kannski verið skýring, að álfar drykkju í gegnum mannfólkið, og því ekki hægt að alhæfa að "íslendingar séu alkohólistar (allir ?)..eins og "Bókstafsmaðurinn" og kjaftaskurinn bullar um.

Már Elíson, 4.10.2014 kl. 16:26

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Spurning hvað eigi að kalla þetta - en að mínu mati er drykkjuvenjur íslendinga frábrugðar flestum í vestrænum heimi.

Eg hef tekið eftir því að sumir bregðast ila við er eg segi þetta - en að minu mati og það sem eg hef séð, þá skera íslendingar sig soldið úr hvað þetta varðar.

Fyrst ber að hafa í huga, að er að tala um megintilhneigingu eða það sem er mainstream. Auðvita eru ekki allir undir sama hatti hvað þetta varðar frekar en annað í heimi hér.

Það er hvergi annarsstaðar viðurkennt eða almennt samþykkt slíkt andskotans fyllerí eins og tíðkast á íslandi.

Þetta er í menningunni, að mínu mati. Það þykir bara fínt og töff að verða blind andskoti fullur og helst skanalisera.

Það er engin megin menning hér sem segir að fólk eigi að hafa stjórn á alkóhóli sem það setur í sig. Þvert á móti. Megin menningin segir að fólk eigi einmitt að verða blindfullt.

Þessi menning hérna nær langt aftur í aldir og alveg frá byrjun er áfengi fór að berast hingað. Embættismenn voru margir blindfullir og vitlausir og td. prestar rallandi fullir í predikunarstól. Það þótti bara flott.

Nú, sú þjóð sem mér finnst líkjast drykkjumenningu íslendinga einna mest (og þegar ég segi þetta verða margir undrandi og sumir er reiðir) - það eru grænlendingar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.10.2014 kl. 16:46

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sa sem fyrstur var að benda á sérkennilega vínmenningu íslendinga var Blefken. Þessu tók hann eftir kallinn:

,,Ekki geyma íslendingar vínföng þau eða bjór sem þeir kaupa af löndum okkar, heldur fara þeir bæ af bæ og heimsækja hverjir aðra og drekka allt upp án þess að nokkuð sé fyrir það goldið. Sem þeir drekka syngja þeir um hetjudáðir forfeðra sinna. Ekki syngja þeir eftir neinni vissri reglu eða lagi, heldur hver með sinu nefi. Ekki telst sæmandi að neinn standi upp frá drykkjuborðum til þess að kasta afsér vatni. Verður þá heimasætan eða einhver önnur kona að gæta borðsins og taka eftir, ef einhver gefur henni bendingu. Hún réttir þá hinum sama kopp undir borðið. Meðan þetta fer fram rýta hinir eins og svín, svo að ekki heyrist hvað fram fer"

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2449955

þetta var lengi talið ótrúverðugt níð. En raunin er að þetta gæti vel staðist allavega í einhverjum tilfellum á tíma Blefkens. Lýsingin er í raun trúverðug.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.10.2014 kl. 17:52

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. Í raun er almennt samþykki á íslandi að kóa með þessu blindafylleríi alltaf. Almennt samþykkt. Viðhorfið er líka að annaðhvort verði menn að hætta alveg að drekka - eða vera barasta rallandi og trallandi fullir.

Nú, hér má sjá fullan grænlending. Jú jú, sennilega ekki fallagt að setja svona á youtube. Myndbandið er sennilega tekið í danmörku. Í garði þar sem allir eru bara í rólegheitum að tjatta. Þá kemur grænlendingur. Það er bara fólk af einu þjóðerni í vesturheimi, sem eg veit um, sem getur leikið þetta eftir. Íslendingar. Það er í raun mjög svipað að sjá fullan grænlending og fullan íslending:

http://www.youtube.com/watch?v=EwscS6MvDRg

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.10.2014 kl. 18:09

8 identicon

En hvaðan kemur þetta með álfana. Ég trui ekki á álfa og su eina sem hefur viðurkennt að trua á álfa er amma mín en enginn annar sem ég hef hitt.  Hvernig getur þá staðist að 70% íslendinga trui á álfa?

Snorri (IP-tala skráð) 6.10.2014 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband