Svarað með útúrsnúningum og talað niður til mótmælendanna.

Sérkennileg eru tilsvör forsætisráðherra við spurningum um það hvaða skýringar hann hafi á því að hátt í fimm þúsund manna skyldu koma á mótmælafund gegn gjörðum ríkisstjórnarinnar á Austurvelli síðdegis. 

Hann segist skilja það að tónlistarkennarar vilji fá svipuð laun og aðrir kennarar og skilja það að kjósendur stjórnarandstöðuflokkanna mótmæli því að þeirra flokkar séu ekki við völd.  

Með svona útúrsnúningum og skætingi er talað niður til þeirra sem mótmæla. Þeir eru afgreiddir sem einsleitur söfnuður fylgismanna annarra flokka en stjórnarflokkanna, og að auk þess væri helst tilefni til mótmæla að samingar skuli ekki hafa náðst í kjaradeilu tónlistarkennara við borgarstjórn Reykjavíkur, sem þó er aðeins eitt af þeim sveitarfélögum, sem sameiginlega eiga í þessari kjaradeilu. 

Honum væri hollt að fara yfir lista af 30 atriðum, sem fór á flakk um facebook í gær.

Nefni aðeins 4 sem mér eru ofarlega í huga og standa mér nærri:

1. Sú forgangsröðun stjórnarinnar að dreifa alls um 80 milljörðum króna til útgerðarinnar og hluta þess fólks sem varð fyrir forsendubresti vegna Hrunsins en skilja þá, sem minnst máttu sín í þessum forsendubresti, eftir, og svelta bæði heilbrigðiskerfið og menntakerfið. 

2. Að valta yfir flokkun virkjanakosta í rammaáætlun og stefna ákveðið að því að virkja í trássi við röðun í biðflokk og verndarflokk.

3. Að stefna með látum að því að fara hamförum í mannvirkjagerð yfir þvert hálendi Íslands með hraðbraut, háspennulínum og virkjunum.

4. Að stefna ákveðið í þá átt að hunsa afgerandi vilja þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 um nýja stjórnarskrá Íslands.  

5. Að beita blekkingum, fráleitlega harkalegu lögregluvaldi og ranglæti á öllum þremur stigum valdsins, löggjafarvalds, framkvæmdavalds, bæði á sveitarstjórnarstigi og landsstjórnarstigi, og hjá dómsvaldinu til að knýja fram með offorsi ranglátar og óþarfar framkvæmdir með óafturkræfum náttúruspjöllum í Gálgahrauni og neita náttúrruverndarfólki um að sækja rétt sinn samkvæmt Árósasáttmálanum, sem í orði kveðnu á að hafa verið lögfestur hér á landi, en er virtur að vettugi.  

6. Það nýjasta, að hafa fyrir því heimildir að hafa verið settur á svartan lista lögreglunnar árið 2008 fyrir það að eitt að sækja með friðsemd og taka heimildarmyndir eins og fleiri kvikmyndargerðarmann á útifundi frá október 2008 fram í fyrri hluta janúar 2009 (var ekki á síðustu fundunum). Og heyra það einnig utan að mér að skyldmenni mín, sem hvergi komu nálægt þessum útifundum, séu fyrir tengsl við mig, komin á þennan svarta lista. 

Sé svo, dettur manni í hug að nafn svona fyrirbæris hér á landi gæti verið:  

"Svartur Tökulisti Aðgerðarsinna og Skyldmenna Íslenskra", skammstafað "STASÍ"  

Ekkert af þessum atriðum finnst forsætisráðherra geta verið ástæða til mótmæla heldur afgreiðir fólkið sem dirfist nota rétt sinn til að koma saman á friðsamlegan útifund, sem kjána og pólitískar leikbrúður.    

  

 

 


mbl.is Nokkur þúsund manns á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er lækkunin á skuldum ríkissjóðs?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 4.11.2014 kl. 02:42

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka á landsvísu - skoðanakönnun Capacent Gallup 1.11.2014:

Samfylking 20%,

Björt framtíð 15%,

Vinstri grænir 13%,

Píratar 9%.

Samtals 57% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 36% og þar af Framsóknarflokkur 11%.

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 4.11.2014 kl. 02:46

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 4.11.2014 kl. 09:36

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Geturðu ekki útilokað þennan froðusnakk Ómar, hann gerir ekkert annað en að skemma umræðuna og þínar góðu athugasemdir.

En nóg um það, ég segi bara mæl þú manna heilastur, tek undir hvert orð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2014 kl. 10:32

8 identicon

Hvernig er hægt að svara öðruvísi en út í hött þegar verið er að mótmæla öllu frá þröngum skóm til missis heimila, gosmengun og háu bensínverði, lágum launum og stöðu flóttamanna? "Allir sem hafa ekkert að gera seinnipartinn mæti til að mótmæla einhverju, aukum rekstrarkostnað lögreglunnar og búum til hávaða." 

Hábeinn (IP-tala skráð) 4.11.2014 kl. 12:48

9 identicon

1.80ma.kr. til útgerðarinar.?

2.að valta yfir virekjunarkosti sem sú senasta valtaði yfir skiptir máli hver valtaryfir hvern.

3..?.

4. afgerandi vilja hvað þíðir til grundvallar. flewttu því í orðabók gamla stjórnarskráin gétur verið niðurstaðan. ef ég skil það rétt.

5.veit ekki til að forsetisráðherran hafi veruið með dómsmálin þá um stundir

6.svartir listar hafa löngum veruð til eru ekki að birja núna ómar er varla sá eini

steini briem

það var hér alt í gær þú hefur bara ekki tekið eftir því

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 4.11.2014 kl. 13:30

10 identicon

Hvar er afnám verðtryggingar?= Allt í plati í boði ríkistjórnarinnar

Hvar er vaxtalækkunin?= Allt í plati í boði ríkistjórnarinnar

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?= Allt í plati í boði ríkistjórnarinnar

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?= Allt í plati í boði ríkistjórnarinnar

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?= Allt í plati í boði ríkistjórnarinnar

Hvar er lækkunin á skuldum ríkissjóðs?= Allt í plati í boði ríkistjórnarinnar

Gosanefið er STÓRT

Margrét (IP-tala skráð) 4.11.2014 kl. 18:06

11 identicon

10. hvernig endaði svo þetað með hann gosa í ævintyrinu endaði hann ekki sem alvöu barn. en hinn raunverulega saga endaði svolítið öðruvísi. ef þú trúir á ævintyragosa mun þettað alt koma fyrir næstu kosníngar. nógur er tíminn.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 4.11.2014 kl. 20:54

12 Smámynd: Már Elíson

Sammála, Ásthildur (#7) - Hér er held ég veikur maður á ferð. - En til Kristins (#11) : Viltu ekki fá einhvern fullorðinn til að lesa yfir hjá þér, væni minn, áður en þú sendir frá þér ?

Annars verður þetta eins og hjá öðrum frænda þínum. - (Bara létt ábending  laughing).

Már Elíson, 4.11.2014 kl. 23:15

13 identicon

12. nei, væni minn ef. ef innihaldið vekur athigli .skiptir stafsetníng ekki máli (bara létt ábendíng)mér sínist stafsetníg frænda míns í lagi. smile

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 5.11.2014 kl. 07:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband