Löngunin til að afvegaleiða umræðuna.

Setjum sem svo að það hafi verið rétt sem nýr formaður orkumálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings heldur fram að menginun frá gosinu í Holuhrauni sé jafnmikil og frá öllum bílaflota Evrópu í 1000 ár, þá er engu að síður um það að ræða að reyna að gera lítið úr loftslagsvandanum með því að benda á annað verra, sem enginn ráði við. 

En það, að mennirnir bæti  við loftmengun frá eldgosum, er í raun enn verra en ef engin mengun væri frá eldgosum, því að sé mengunin frá eldgosum slæm, gerir það ástandið enn verra ef menn bæta ofan á hana. 

En fullyrðingar Lísu Mirkowski eru þar að auki víðsfjarri sannleikanum og aldeilis ótrúlegt hver langt margir vilja ganga í að afvegaleiða umræðunu um þessi mikilsverðu mál til að réttlæta ábyrgðarlausa og hættulega hegðun manna í umhverfismálum. 


mbl.is Misskildi hversu mikil/lítil mengunin er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já.  Það er merkilegt.

Það er líka merkilegt hve margir kaupa afvegaleiðingarnar.

Öll villuljósin hafa verið marghrakin og margútskýrt eðli og efni máls.

En nei!  Sumir barasta fást ekki til að skilja.

Umræðan um þessi efni við hægrimenn er álíka og að ætla að kenna manni að lesa sem staðráðinn er í að læra ekki að lesa.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.11.2014 kl. 18:53

2 identicon

Jónas Kristjánsson: ".......stór hluti Íslendinga er alveg ófær um að sinna pólitískum skyldum sínum. Þeir eru pólitískir analfabetar eins og sést af stuðningi við fjórflokkinn."

Rétt hjá Jónasi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.11.2014 kl. 21:51

3 identicon

Nú vantar leiðréttingarskúbb. Hreinar tölur. Gera manneskjuna að fífli.

Jón Logi (IP-tala skráð) 6.11.2014 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband