Á að hraða falli heilbrigðiskerfisins?

Ákveðin öfugþróun í heilbrigðiskerfinu fékk nýjan þrýsting í Hruninu. Afleiðingar sveltis þess komu ekki alveg strax fram, af því að fyrst í stað eftir að læknar hætta að koma heim úr námi erlendis eða flytja til útlanda eftir nám hér á landi, héldu hinir, sem fyrir voru, að mestu kyrru fyrir. 

En nú er að gerast hröðun hruns í stéttinni þegar öldrun læknanna, sem eru hér heima, fellir þá æ fleiri úr vinnu með hverju árinu. 

Nú þegar hafa dýrar afleiðingar byrjunar læknaverkfalls hraðað því hruni sem hafið er þegar biðlistar lengjast og það mun kosta viðbótarkostnað að vinna úr þeim töfum og tjóni, sem fer vaxandi með hverjum degi. 

Þeir Íslendingar, sem stunda lengst og mest nám, eru jafnframt þeir sem eiga auðveldast með að fara úr landi og vinna erlendis. Þar tróna læknar efst með allt aðra stöðu en flest annað langskólagengið fólk, sem er "heimalningar." 

Hvorki þjóðin, þingmenn, ráðherrar né aðrir ráðamenn virðast geta skilið þetta, og hjá aðilum vinnumarkaðarins er sífrað um "fordæmi" sem einu ráðin til að komast hjá hruni heilbrigðiskerfisins, veruleg kjarabót umfram aðrar stéttir, muni gefa í komandi kjarasamningum. 

Í stað þessarar afneitunar á eðli málsins ættu allir að snúa bökum saman við að ráðast á raunhæfan hátt gegn vandanum og viðurkenna og staðfesta, að vandinn í kjaradeilu lækna og í heilbrigðiskerfinu á sér enga hliðstæðu að eðli og alvarleika. 

Ef menn telja að umframhækkun launa lækna skapi það fordæmi að slík hækkun þurfi að fara yfir alla línuna, verður hækkunin hjá læknunum eyðilögð og falli heilbrigðiskerfins einungis hraðað. 

Því að það er fall heilbrigðiskerfisins og ekkert annað ef það stefnir í að hér á landi skapist tvöfalt heilbrigðiskerfi, annars vegar takmörkuðu þjónusta fyrir minni háttar sjúkleika, en hins vegar þjónusta fyrir hina ríku, líkt og í Bandaríkjunum, og möguleikar fyrir þá eina til að fara til sérfræðilækninga erlendis. 

Og fátt myndi fara eins illa með möguleika hagkerfis okkar og efnahagslífs og slíkt, því að það myndi valda því að fólk myndi frekar vilja búa erlendis en hér. 


mbl.is Bresta í grát vegna frestunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Teboðsskrílnum í Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og "Kristnum" stjórnmálasamtökum er greinilega stjórnað af Djöflinum.

Þorsteinn Briem, 12.11.2014 kl. 02:43

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Sannlega segi ég yður, það allt sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér."

Þorsteinn Briem, 12.11.2014 kl. 03:09

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kynnti sækjandi ný gögn fyrir verjanda Gísla Freys í fyrradag, saksóknari telur þau sanna að Gísli Freyr hafi átt við hið umrædda minnisblað.

Áður hafði Gísli Freyr haldið því fram að hann hafi einungis opnað skjalið og vistað en ekki átt við það.

Aðspurður staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson sækjandi í málinu þetta."

Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys

Þorsteinn Briem, 12.11.2014 kl. 07:53

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Kristilega kærleiksblómin spretta, kringum hitt og þetta."

Þorsteinn Briem, 12.11.2014 kl. 23:22

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Nigeria is religiously diverse society with Islam and Christianity being the most widely professed religions.

According to recent estimates, 50% of Nigeria's population adheres to Islam (mainly Sunni).

Christianity is practiced by 48% of the population."

Þorsteinn Briem, 13.11.2014 kl. 00:30

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Sann­ar­lega er þetta ljós­ár­um frá því sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn lofaði fólkinu í land­inu.

Rúm­lega helm­ing­ur heim­ila fær ekki neitt.

Og inn­an við helm­ing­ur­inn fær að meðaltali rúm­lega 8.000 króna lækk­un af afborg­un á mánuði.

Það er ekki upprisa millistétt­ar­inn­ar, það eru eng­ir 300 millj­arðar og það er ekki 20%."

"Og 30% fara til fólks sem á yfir 25 millj­ón­ir króna í hreinni eign í íbúðarhús­næði sínu."

"Ætl­un stjórn­valda er að láta heim­il­in sjálf borga skuldaniðurfærsl­una með því að lækka lán þeirra um 5% en hækka mat­ar­verð um 5% með hækk­un á matarskatti og með því að lækka vaxta­bæt­ur um 14 millj­arða króna frá því sem var árið 2011."

"Og 30 þúsund heimili á leigu­markaði fá ekki neitt."

Réttlæti á hvolfi

Þorsteinn Briem, 13.11.2014 kl. 06:20

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Sann­ar­lega er þetta ljós­ár­um frá því sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn lofaði fólkinu í land­inu.

Rúm­lega helm­ing­ur heim­ila fær ekki neitt.

Og inn­an við helm­ing­ur­inn fær að meðaltali rúm­lega 8.000 króna lækk­un af afborg­un á mánuði.

Það er ekki upprisa millistétt­ar­inn­ar, það eru eng­ir 300 millj­arðar og það er ekki 20%."

"Og 30% fara til fólks sem á yfir 25 millj­ón­ir króna í hreinni eign í íbúðarhús­næði sínu."

"Ætl­un stjórn­valda er að láta heim­il­in sjálf borga skuldaniðurfærsl­una með því að lækka lán þeirra um 5% en hækka mat­ar­verð um 5% með hækk­un á matarskatti og með því að lækka vaxta­bæt­ur um 14 millj­arða króna frá því sem var árið 2011."

"Og 30 þúsund heimili á leigu­markaði fá ekki neitt."

Réttlæti á hvolfi

Þorsteinn Briem, 13.11.2014 kl. 06:24

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári og því er raforkukostnaður vegna rafbílsins Nissan LEAF þar um 22 þúsund krónur á ári, þar sem kostnaðurinn er um tvær krónur á kílómetra.

Meðalstórt heimili í Reykjavík notar hins vegar um fjögur þúsund kWst raforku fyrir um 70 þúsund krónur á ári.

Raforkukostnaður vegna rafbílsins er því minni en þriðjungur af þeim kostnaði.

Raforkunotkun íslenskra heimila - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 13.11.2014 kl. 20:16

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það sem undirritaður birtir hér eru staðreyndir og upplýsingar.

Hins vegar birtir þú hér einungis þína skoðun, sem er einskis virði í opinberri umræðu, "Móri".

Og ekki klikka vesalingarnir á því frekar en fyrri daginn að ráðast hér á annað fólk undir alls kyns bjánalegum dulnefnum.

Þorsteinn Briem, 13.11.2014 kl. 20:56

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rekstrarkostnaður bensínbíls hér á Íslandi er ekki undir einni milljón króna á ári, samkvæmt Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB).

Rekstrarkostnaður bifreiða í janúar 2013 - Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB)

Þorsteinn Briem, 13.11.2014 kl. 23:33

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rekstrarkostnaður bensínbíls hér á Íslandi er ekki undir einni milljón króna á ári, samkvæmt Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB).

Rekstrarkostnaður bifreiða í janúar 2013 - Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB)

Þorsteinn Briem, 13.11.2014 kl. 23:35

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

14.3.2014:

"Ísland er í einstakri stöðu til að rafbílavæða landið segir Ole Hendrik Hannisdahl verkefnisstjóri Grönn Bil í Noregi en markmið þess er að árið 2020 verði komnir 200 þúsund rafbílar á göturnar í Noregi."

Ísland einstakt fyrir rafbíla

Þorsteinn Briem, 14.11.2014 kl. 00:04

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.10.2014:

"Skúli K. Skúla­son fram­kvæmdastjóri sölu­sviðs BL seg­ir raf­bíl­ana hafa sannað sig við ís­lensk­ar aðstæður og um leið og gæðin auk­ist fari verðið smám sam­an lækk­andi.

Nýj­asta viðbót­in við raf­bíla­flot­ann er Kangoo-raf­bíl­ar frá Renault. "Fimmtán bíl­ar eru á leiðinni og þeir eru all­ir þegar seld­ir," seg­ir Skúli.

Hann seg­ir raf­bíl­ana hafa meiri kraft, togið komi strax við lág­an snúning og Kangoo-raf­bíl­arnir séu sér­lega góðir og hag­kvæm­ur kostur fyr­ir vöru­sending­ar inn­an­bæjar.

"Með mjög mik­illi var­kárni má reikna með að þess­ir bíl­ar geti af miklu ör­yggi farið 100-120 km á einni hleðslu við verstu og köld­ustu aðstæður, sem er meira en nóg fyr­ir fjöl­marg­ar dag­leg­ar ferðir frá ein­um enda höfuðborgaarsvæðis­ins til ann­ars en við bestu aðstæður fara þess­ir bíl­ar 140 km á hleðslunni," seg­ir Skúli.

"Þess­ir bíl­ar eru fljót­ir að hlaða sig, til dæmis er hægt að stinga bíln­um í sam­band nærri tóm­um þegar sendl­arn­ir fara í há­deg­is­mat og vera með næga hleðslu til að end­ast út vinnu­dag­inn þegar mat­ar­hlé­inu er lokið," segir Skúli.

Rafbílarnir hafa sannað sig við íslenskar aðstæður

Þorsteinn Briem, 14.11.2014 kl. 00:25

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki veit ég hvers vegna mér ætti ekki að vera sama hvort Kjartan Sigurgeirsson kaupi rafbíl og að sjálfsögðu finnst honum seljendur, kaupendur og notendur rafbíla vera fáráðlingar, þar á meðal tugþúsundir Norðmanna, sem þykir skynsamlegt að kaupa rafbíl.

Og harla ólíklegt að þeir sem hafa keypt hér á Íslandi Kangoo-raf­sendibíl­a frá Renault hafi gert það "til að bjarga náttúrunni".

Mun líklegra er að þeir hafi keypt þessa bíla til að minnka rekstrarkostnað hjá sínum fyrirtækjum.

Þorsteinn Briem, 14.11.2014 kl. 05:13

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rekstarkostnaður rafbíla er mun minni en bensínbíla og því borgar sig að kaupa þá, enda þótt þeir séu dýrari.

Enginn neyðir Sjálfstæðisflokkinn til að kaupa rafbíla og ef flokknum finnst þeir of dýrir getur hann staðið við kosningaloforð sín um að lækka innflutningsgjöld.

Þorsteinn Briem, 14.11.2014 kl. 09:03

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lars Edvin (Lalli) Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, er sænskur.

Þorsteinn Briem, 16.11.2014 kl. 01:22

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lars Edvin (Lalli) Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, er sænskur.

Þorsteinn Briem, 16.11.2014 kl. 01:23

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vel á annað hundrað hótel og gistiheimili eru nú þegar vestan Kringlumýrarbrautar og þar er verið að reisa fjölmörg hótel, svo og hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem um 200 manns munu starfa.

Þar að auki eru þar meðal annars Landspítalinn, stærsti vinnustaður landsins, þrír háskólar með um 20 þúsund kennara og nemendur, bankar, CCP, stærsta fiskihöfn landsins, og fjölmargir aðrir stórir vinnustaðir ríkisins og Reykjavíkurborgar.

Vestan Kringlumýrarbrautar eru einnig um eitt hundrað matsölustaðir, krár og kaffihús og við Laugaveg einan eru um tvö hundruð verslanir, þar sem eitt þúsund manns starfa, tvöfalt fleiri en í Kringlunni, svo og fjöldinn allur af öðrum verslunum, til að mynda við Hverfisgötu og Skólavörðustíg.

Á Vatnsmýrarsvæðinu verður geysimikil uppbygging og 600 íbúðir verða á Hlíðarendasvæðinu einu.

"Heitasta svæði" landsins er því vestan Kringlumýrarbrautar.

Þorsteinn Briem, 20.11.2014 kl. 17:40

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.11.2014:

"Nú er áætlað að heildarútblástur allra eldfjalla á jörðu sé um 300 milljón tonn af CO2 á ári (0,3 gígatonn). Gosið í Holuhrauni er því búið að losa meir en eitt prósent af árlegum skammti eldfjallanna.

Þá má velta fyrir sér hvort þetta sé mikið magn í samhengi við losun mannkyns af koltvíildi vegna bruna á olíu, kolum og jarðgasi.

Mannkynið losar um 35 gígatonn af CO2 á hverju ári. Til samanburðar losa eldfjöllin aðeins um eitt prósent af losun mannsins á ári hverju.

Þetta er vel þekkt staðreynd, en samt sem áður koma stjórnmálamenn og sumir fjölmiðlar oft fram með alvitlausar staðhæfingar um að eldgos dæli út miklu meira magni af koldíildi en mannkynið."

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 20.11.2014 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband