Því miður talar sagan hér á landi sínu máli.

Því miður tala saga íslenska stjórnarskrármálsins sína sögu um það af hverju það hefur mistekist í 70 ár hér á landi að efna loforð talsmanna alla allra flokka fyrir lýðveldisstofnun þess efnis að semja nýja íslenska stjórnarskrá frá grunni eftir 1944. 

Í fljótu bragði minnist ég sex stjórnarskrárnefnda sem þingið hefur skipað á þessum sjö áratugum og voru þingmenn í meirihluta í þeim öllum og sóttu umboð sitt ásamt öðrum nefndarmönnum beint til síns flokks, hver um sig. 

Augljóslega töldu þeir sig þurfa að standa reiknisskil fyrir sínu starfi fyrir sínum flokkum og afleiðingarnar blasa við á spjöldum sögunnar. 

Þau rök halda ekki að stjórnarskrár Íslendinga og Dana, sem báðar voru að stofni til frá 1849, hafi verið svo góðar að hvorki hafi þurft né verið hægt að semja nýjar, því Danir gerðu það 1955.

Ég hef áður lýst því hvernig Alþingi sem heild klúðraði málinu frá árinu 2011 til þessa dags, því að ekki sér fyrir endanna á því.  

Eirikur Bergmannlýsir því hvernig stjórnarskrárhópur Íra samanstóð af almennum borgurum í afgerandi meirihluta og það segir líka sína sögu að hann telur það geta vera vænlegt að nota slembiúrtak við val á slíkum afgerandi meirihluta. 

Að því leyti er alls ekki rétt að hann og Þorvaldur Gylfason komist að "gerólíkri" niðurstöðu, - og hvergi hefur vanmáttur þingmanna orðið eins ljós í eins langan tíma og hér á landi. 


mbl.is Komast að gjörólíkri niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikilvægasta málefni líðandi stundar er að færa valdið til þess að breyta stjórnarskrá Íslands úr höndum Alþingis og til þjóðarinnar. Eins og málum er nú háttað getur Alþingi eitt samþykkt breytingar á stjórnarskránni.

Ragnar Ómarsson (IP-tala skráð) 7.11.2014 kl. 00:15

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ertu byrjaður á ný með þetta "stjórnlagaráðs-stjórnarskrár"-pot þitt, Ómar?

Ekki reiðstu feitum hesti frá þeirri umræðu sem skópst á eftir þessari 5 daga gömlu umræðu þinni:

Þinginu hefur mistekist í 70 ár að efna loforð sitt.

(Menn smelli á titilinn, til að lesa, en líti þar fljótt fram hjá áráttuinnleggjum "Steina Briem", en skoði hins vegar rökstudd andmælin gegn grein Ómars!)

Jón Valur Jensson, 7.11.2014 kl. 02:16

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Einu sinni á ári fór bóndi nokkur í kaupstað og kom þá ætíð sauðdrukkinn heim með þessa yfirlýsingu:

"Ég er húsbóndi á mínu heimili!"

Aðra daga ársins minntist hann aldrei á þetta atriði, enda var hann engan veginn húsbóndinn á bænum, því húsfreyjan gegndi því hlutverki og ansaði aldrei þessu fyllerísrausi eiginmannsins.

Þorsteinn Briem, 7.11.2014 kl. 02:20

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í Kristnum stjórnmálasamtökum eru 15 manns, enginn samkynhneigður þar."

Þorsteinn Briem, 7.11.2014 kl. 02:24

5 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ég held að það ætti að byrja á því að fara eftir stjórnarskránni. Meðan ekki er farið eftir henni, skiptir engu málið hvað í henni stendur.

Hörður Þórðarson, 7.11.2014 kl. 07:07

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég tek undir það með Herði. Bent hefur verið á a.m.k. fjögur stjórnarskrárbrot Jóhönnu Sigurðardóttur og félaga í síðustu ríkisstjórn.

Jón Valur Jensson, 7.11.2014 kl. 08:46

7 identicon

Dauðir pólitíkusar halda illa loforð og núlifandi telja sig ekki bundna af loforðum þeirra, sérstaklega ekki ef þörfin er engin og tillögurnar ónothæfar eins og í þessu máli.

Hábeinn (IP-tala skráð) 7.11.2014 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband