Loforðin við Gorbatsjov voru svikin.

George Bush eldri Bandaríkjaforseti lofaði Mikhaila Gorbatsjov því að að NATO myndi ekki færa sig til austurs lengra en að taka Austur-Þýskaland með inn í Bandarlagið þegar það sameinaðist Vestur-Þýskalandi. 

Þetta var hluti af viðleitni Bush og Kohl kanslara Þýskalands til þess að koma á tryggum friði og trausti á milli áður stríðandi aðila í Kalda stríðinu. 

Að vísu er deilt um það hvort þessi loforð hafi haft nokkra tryggingu til framtíðar vegna þess að þau voru ekki innsigluð í skriflegum friðarsamningum eins oft er gert í hefðbundnum samningum eftir styrjaldarátök.

Sagt er að Vladimir Putín þáverandi yfirmaður KGB, hafi gengið vonsvikinn út af niðurlægingu Rússa af einum funda ráðamanna stórveldanna og heitið því að gera sitt til að rétta hlut þeirra, þótt síðar yrði.

Sé svo, rímar það við allar aðgerðir Pútíns nú, sem fá aukna afsökun hans vegna þess hvernig NATO lét eftir þrýstingi fyrrum leppríkja Sovétríkjanna um að komast undir verndarvæng NAT0-sáttmálans varðandi það að árás á eitt þeirra teldist árás á þau öll. 

Hins vegar er spurning hvort sú aukna spenna sem þessi vestræna sókn í austur veldur með minningu um kenningu Hitlers um "drang nach osten" sé friðvænleg eða skynsamleg. 


mbl.is Varar við öðru köldu stríði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Finnland og Svíþjóð eru ekki í Atlantshafsbandalaginu (NATO), en hafa átt samvinnu við NATO og bæði ríkin fengu aðild að Evrópusambandinu árið 1995.

Mörg Evrópuríki vilja hins vegar vera bæði í Evrópusambandinu og NATO, til að mynda Eistland og Lettland, sem eins og Finnland eiga landamæri að Rússlandi.

Lettland og Eistland fengu aðild að Evrópusambandinu og NATO árið 2004.

Og Úkraína á landamæri að Póllandi, Slóvakíu, Ungverjalandi og Rúmeníu, sem öll eru bæði í Evrópusambandinu og NATO.

Úkraína er sjálfstætt ríki sem þarf ekki að spyrja Kremlarherra að því frekar en Lettland og Eistland hvort það megi ganga í NATO og Evrópusambandið.

Fjórðungur af íbúum Eistlands og Lettlands
eru af rússnesku bergi brotnir en 17% af þeim sem búa í Úkraínu.

Hins vegar þurfa ríkin í NATO og Evrópusambandinu að samþykkja aðild Úkraínu og það verður nú ekki á morgun.

Þorsteinn Briem, 8.11.2014 kl. 20:37

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/6/66/Ukraine_ethnic_2001_by_regions_and_rayons.PNG

Þorsteinn Briem, 8.11.2014 kl. 20:38

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.8.2012:

"All major political parties in Ukraine support full eventual integration into the European Union."

"The current Azarov Government continues to pursue EU-integration.

During May and June 2010 both Prime Minister Mykola Azarov and Ukrainian Foreign Minister Kostyantyn Hryshchenko stated that integration into Europe has been and remains the priority of domestic and foreign policy of Ukraine."

Ukraine-European Union relations


Króatía fékk aðild að Evrópusambandinu 1. júlí í fyrra
og Serbía sótti um aðild að sambandinu 22. desember 2009.

Þorsteinn Briem, 8.11.2014 kl. 20:39

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"In the 2001 Ukrainian census, 8,334,100 identified as ethnic Russians (17.3% of the population of Ukraine [þar af um 5% á Krímskaganum]), this is the combined figure for persons originating from outside of Ukraine and the autochthonous population declaring Russian ethnicity."

Um fjórðungur íbúa Eistlands og Lettlands er hins vegar af rússnesku bergi brotinn.

Krímskagi hefur nú verið innlimaður í Rússland og harla ólíklegt að því verði breytt.

Þorsteinn Briem, 8.11.2014 kl. 20:44

5 identicon

Þeir sem hafa vald á þýskunni, mættu lesa þetta viðtal við rússneska rithöfundinn Michail Schischkin. "Putin ist wie ein Werwolf".

http://bazonline.ch/kultur/buecher/Putin-ist-wie-ein-Werwolf/story/19504378

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.11.2014 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband