Drifkraftur óánægjunnar.

Það ætti ekki að koma neinum á óvart þótt hryðjuverkasamtök af mismunandi toga taki upp samvinnu og baráttuaðferðir og stefna svona samtaka séu villimannleg.

Fyrir um 90 árum náðu fasistar völdum á Ítalíu og leiddu þá þjóð út í miklar hremmingar í Seinni heimsstyrjöldinni. 

Óánægja almennings í Þýskalandi var næg uppspretta og fóður fyrir hinn skelfilega Adolf Hitler og glæpagengi hans og er kannski eitt besta, eða eigu við að segja versta, - dæmið um það hvert drifkraftur mikillar óánægju getur leitt fólk. 

Drifkraftur óánægju hryðuverkasamtaka og villimannasamtaka í nafni trúarbragða á okkar dögum felst í uppreisn gegn arðráni og misrétti, sem uppreisnarfólkið rekur til hegðunar vestrænna stórvelda mestan part allt aftur til tíma nýlenduveldanna, sem að vísu slepptu tökum sínum á nýlendunum á yfirborðinu, en hafa síðan farið aðrar leiðir til þess að viðhalda óviðunandi heimsástandi sér í hag. 

Náskyld óánægjunni eru hefndarhugur og öfund, og er hefndarhugurinn verri, því að drifkraftur hans getur leitt jafnvel siðað fólk alveg ótrúlega langt, jafnvel til þess að hefna atburða sem gerðust fyrir mörgum öldum.  

 


mbl.is Hryðjuverkasamtök mynda bandalag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

" stefna svona samtaka séu villimannleg"

Villimannleg samtök? Það komast fá samtök með tærnar þar sem þau samtök sem stóðu fyrri þessu hafa hælana:

"On May 12, 1996, Madeleine Albright (then U.S. Ambassador to the United Nations) appeared on a 60 Minutes segment in which Lesley Stahl asked her "We have heard that half a million children have died. I mean, that's more children than died in Hiroshima. And, you know, is the price worth it?" and Albright replied "we think the price is worth it." "

http://en.wikipedia.org/wiki/Sanctions_against_Iraq

500.000 börnum slátrað. Er einhver hissa á óánægjunni?

Hörður Þórðarson, 10.11.2014 kl. 17:55

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

"I first went to Iraq after the 1991 bombing, less a year later, and within a couple of hours witnessed the reality behind the statistics. In what had been a flagship teaching hospital, I watched a young nurse, frantically trying to clear the throat of a perfect, new born baby boy, his young parents standing, their faces frozen with terror. A friend, a doctor from Scotland was with me, she looked round and said: “In a situation like this, in near any hospital, you know where the vital items will be, there is nothing here.” We watched helplessly, as the little mite turned, white, grey, near blue, and lost his fledgling fight for life, as the sun streamed through broken, bomb damaged windows. The glass factories had been bombed – and glass too was vetoed. The baby had died for little more than cents worth of basic, plastic suction"

http://www.globalresearch.ca/dedicated-to-madeleine-albright-on-behalf-of-the-children-of-iraq-whose-lives-were-a-price-worth-it/24729

Hörður Þórðarson, 10.11.2014 kl. 18:32

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þau ranglætisatriði, sem þú tínir til, Hörður, er einmitt undirrót og drifkraftur þeirrar uppreisnar, sem nú á sér stað í Miðausturlöndum.

En villimennska ISIS og annarra slíkra samtaka felst ekki aðeins í glæpum þeirra og hryðjuverkum, heldur líka í sjálfri stefnu þeirra sem er afturhvarf til myrkustu fortíðar kennisetninga ofsatrúarmanna, sem eru víðsfjarri hugsjónum nútímans jafnrétti og mannréttindi.   

Ómar Ragnarsson, 10.11.2014 kl. 20:14

4 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ómar. Hugsjónir um jafnrétti og mannréttindi eru eitt í orði, en annað á borði. Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. Þrátt fyrir áróðurinn og fagurgalann, þá er ISIS saklaust kvikindi í samnburði við hernaðarmaskínu USA. Skrítið að viti borið fólk skuli ekki almennt sjá þetta og gleypi ennþá áróðursgrautinn sem vestræna pressan matreiðir handa því.

"Jamail says that the current rate of birth defects for the city of Fallujah has surpassed those of Hiroshima and Nagasaki after the nuclear attacks at the end of World War II."

http://www.huffingtonpost.com/2013/03/20/iraq-war-anniversary-birth-defects-cancer_n_2917701.html

"Doctors in Fallujah are continuing to witness the aforementioned steep rise in severe congenital birth defects, including children being born with two heads, children born with only one eye, multiple tumours, disfiguring facial and body deformities, and complex nervous system problems.

Today in Fallujah, residents are reporting to Al Jazeera that many families are too scared to have children, as an alarming number of women are experiencing consecutive miscarriages and deaths with critically deformed and ill newborns."

http://www.informationclearinghouse.info/article34351.htm

Fólk þorir ekki að eignast börn. Finnst þér ekkert að því að þeir sem eitra, drepa og svelta fólk í hundruð þúsunda tali, beiti fyrir sig fagurgala um husjónir nútímans? Mér verður satt að segja flökurt.

Hörður Þórðarson, 10.11.2014 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband