Sigur vanmetinna og vanmegna fjölmiðla.

Í Hruninu hrikti í fjölmiðlum á Íslandi og stórfelld fækkun blaðamanna og uppsagnir voru hættuleg fyrir lýðræði og réttlæti, því að getuleysi fjölmiðla er vatn á myllu þeirra sem vilja fela mál, afvegaleiða umræðu og skekkja hana, og treysta á það að mál sofni eða lognist út af. 

Það er auðséð á því sem sagt var í Kastljósi í kvöld og á öllum ferli lekamálsins í heilt ár, að aðilar málsins töldu litla hættu á ferðum þótt eitthvað kæmi sem snöggvast í fjölmiðlum um þetta mál á sínum tíma.

Sennilega hefði engu verið lekið ef ekki hefðu verið höfð uppi mótmæli við meðferð ráðuneytis og undirstofnunar þess á málefnum hælisleitenda.

Það var freisting að slá á mótmælin með hæfilegum leka og síðan myndi málið sofna.

En Gísli Freyr sagði sjálfur að hann hefði algerlega vanmetið alvöru málsins og aldrei órað fyrir því að það myndi verða jafn stórt og það varð.

Ráðherrann vanmat greinilega málið líka. Ef ég man rétt hafði hún áður lýst yfir vilja til að láta málefni hælisleitenda ganga betur en áður og kannski hefur henni þess vegnan fundist hart ef þetta mál snerist henni í óhag.

Ef hún hefði strax forðast samskipti við lögreglustjórann í Reykjavík á meðan rannsókn á hans vegum stóð og sagt sig frá dómsmálunum tímabundið eins og hún neyddist til að gera síðar og allt of seint, stæði hún hugsanlega miklu betur nú en hún gerir eftir heils árs þrautagöngu.

Allan tímann sem þetta mál hefur verið á dagskrá hafa sumir húðskammað fjölmiðlana og sagt að þeir væru að blása það upp að óþörfu. Annað hefur komið í ljós. 

Mörg af stórum hneykslismálum erlendis byrjuðu næsta smátt en urðu margfalt stærri og alvarlegri eftir því sem á leið þegar fjölmiðlar köfuðu betur ofan í þau og komu aðilum málanna í bobba.

Sem dæmi má nefna mál bresku vændiskonunnar Christine Keeler 1963, sem virtist næsta smátt í byrjun en vatt upp á sig þangað til Profumo ráðherra varð að segja af sér.

Málið varð sérlega erfitt fyrir ríkissstjórnina og Íhaldsflokkinn, tók toll af heilsu Harold Macmillan, forsætisráðherra og skók flokkinn svo mjög að Verkamannaflokksstjórn Harold Wilson tók við völdum árið eftir. 

Enn betra dæmi er næsta lítilfjörlegt innbrot í stöðvar Demókrataflokksins í Watergatebyggingunni í Washington 17. júní 1972, sem fyrir dugnað tveggja hæfra blaðamanna var haldið lifandi þangað til það fór að vinda svo upp á sig, einkum vegna lyga, dómgreindarleysis og óheilinda Nixons forseta, að hann varð á endanum að segja af sér embætti.   


mbl.is Vildi ekki lifa með því að segja ósatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Upp á sig í Valhöll vatt,
vont það lastabæli,
ótrúlegt en samt er satt,
sækir hér um hæli.

Þorsteinn Briem, 11.11.2014 kl. 22:56

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta var nú meiri leirburðurinn, Steini.

Jón Valur Jensson, 12.11.2014 kl. 01:11

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í Kristnum stjórnmálasamtökum eru 15 manns, enginn samkynhneigður þar."

Þorsteinn Briem, 12.11.2014 kl. 02:02

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fýsnin drap þar fimmtán þá,
flokkinn kristilega,
allir teknir aftan frá,
og alla líka vega.

Þorsteinn Briem, 12.11.2014 kl. 02:16

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum."

Þorsteinn Briem, 12.11.2014 kl. 02:32

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Teboðsskrílnum í Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og "Kristnum" stjórnmálasamtökum er greinilega stjórnað af Djöflinum.

Þorsteinn Briem, 12.11.2014 kl. 02:45

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Sannlega segi ég yður, það allt sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér."

Þorsteinn Briem, 12.11.2014 kl. 03:11

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kynnti sækjandi ný gögn fyrir verjanda Gísla Freys í fyrradag, saksóknari telur þau sanna að Gísli Freyr hafi átt við hið umrædda minnisblað.

Áður hafði Gísli Freyr haldið því fram að hann hafi einungis opnað skjalið og vistað en ekki átt við það.

Aðspurður staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson sækjandi í málinu þetta."

Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys

Þorsteinn Briem, 12.11.2014 kl. 07:56

9 identicon

Legg til að Gísli Freyr verði skipaður aðstoðarmaður Geirs Haarde í Washington DC. 

Smellpassa saman, tveir aular, tveir dæmdir afbrotamenn.

Ísland í dag, skrípó lýðræði.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.11.2014 kl. 10:57

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er ekki logið uppá þá ,,vinstri menn".

Þarna lauma þeir í einhverri moldvörpustarfsemi spegli inní tölvu háttvirts sjalla í ráðuneytinu og laumaast til að leka upplýsingum - og lumma svo á tæki til að finna spegilinn.  

Það eru greinileg handbrögð vonda SJS og illu Jóhönnu á þessu.  

Þetta er alveg eins og icesavemálið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.11.2014 kl. 11:18

11 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Málið var ekki vanmetið af neinum. það var blásið upp og er örggulega mesta moldviðri um ekki neitt sem sögur fara af á íslandi.

Þessi leki var ekki lýgi og Gísli setti hann fram til að leiða mönnum fyrir sjónir hvernig í pottin var búið sem ekki veitti af.

Stundum þjónar það almanna hagsmunum að beygja reglurnar.

Guðmundur Jónsson, 12.11.2014 kl. 11:43

12 identicon

Mér sýnist of stór hópur íslenska samfélagsins sætta sig við það að stjórnsýslan níðist á bláfátækum, máttvana hælisleitendum. Þeim einstaklingum okkar jarðarbúa sem verst stenda, sem eiga mest bágt.

Einnig er eftirtektarvert hversu mikil þögn ríkiskirkunnar er í þessu ljóta máli, og svo auðvitað forsetans. En sá ræfill hefur að vísu sér til afsökunar að vera upptekinn við að telja demanta kellu sinnar. Hvort steini hafi verið stolið.

Sú var tíðin að maður var stoltur af sínum íslenska uppruna. En í dag?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.11.2014 kl. 12:50

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er svo mikið til skammar fyrir Sjallabjálfana og ofsa-hægrimenn ásamt forsetaþjóðbelgingum - að orð fá varla lýst því.

Sjallar hafa holað þetta samfélag allt að innan og framsóknarmenn nagað lýðveldistréð að rótum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.11.2014 kl. 12:54

14 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Þeir standa auðvitað með lyginni þessir hér....http://www.visir.is/filadelfiusofnudurinn-stendur-med-gisla-frey/article/2014141119641   

Ragna Birgisdóttir, 12.11.2014 kl. 14:15

15 Smámynd: Már Elíson

Vel gert hjá Gísla að taka þetta á sig fyrir HBK - Spurning hvað hann fær fyrir. - Hann missir a.m.k. ekki æruna, því allir / flestallir sjá leikfléttuna og þessi maður, Gísli, verður ekki launa-eða atvinnulaus. Það innmúraður er hann.

Már Elíson, 12.11.2014 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband