Vantar umræðu um eina helstu orsök svifryks.

Rannsóknir hafa sýnt svo ekki verður um villst að negldir hjólbarðar eru helsta orsök svifryks á götum borgarinnar. En nánast aldrei heyrist minnst á aðra orsök, sem er hið arfa lélega efni, sem notað er í slitlag borgarinnar og endist margfalt minna en kvarsið, sem notað er í nágrannalöndunum. 

Kvarsið er að sönnu miklu dýrara efni en grágrýtið, sem við notum, en ef allir reikningarnir væru gerðir upp, myndi lokaniðurstaðan verða sú að notkun þess er dýrari þegar allt er talið með, margfaldur kostnaður við viðhald gatnanna og hættulegar vatnsrásir, sem myndast í þeim vegna þess hvað íslenska blandan slitnar hratt. 

Hið mikla slit, tjöruelgur, svifryk og vatnsrásir eykur tíðni slysa og óhappa, sem eru firna dýr fyrir þjóðfélagið.

Það hlýtur að vera kominn tími á alvöru umræðu um þessi mál.

Ólafur Kr.Guðmundsson, sem með árunum hefur í starfi sínu öðlast einna mesta þekkingu Íslendinga á þessum málum hefur bent á þetta árum saman án þess að menn vilji hlusta.

Það er fyrir löngu kominn tími til að hlusta á rök hans.  


mbl.is Svifryk yfir heilsuverndarmörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Nú í haust var verið að endurnýja slitlagið í Hvalfjarðargöngunum í fyrsta sinn frá því þau opnuðu.  Líklega er nagladekkjahlutfallið ekki lægra þar en á götum borgarinnar.

ls (IP-tala skráð) 11.11.2014 kl. 17:23

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Malbik var 55% svifryks í Reykjavík að vetrarlagi fyrir áratug en einungis 17% í febrúar, mars og apríl síðastliðinn vetur.

Og salt var 11% svifryks fyrir áratug en einungis 3% síðastliðinn vetur.

"Frá árinu 2000 hefur notkun nagladekkja í Reykjavík verið könnuð árlega og var 67% veturinn 2000-2001 en komin niður í 38% síðastliðinn vetur."

"Auk minnkunar á notkun nagladekkja hafa orðið breytingar á malbikstegundum og malbikunaraðferðum sem hefur áhrif á slitþol malbiksins og um leið magn og gerð svifryks frá malbikinu."

"Miklabraut er lögð malbiki með innfluttri harðri grjóttegund sem á að gefa mikið slitþol.

Grensásvegur
er aftur á móti lagður malbiki með innlendri grjóttegund, þar sem slitþolið verður ekki eins mikið og með notkun innflutta grjótsins."

Samsetning svifryks í Reykjavík - Vegagerðin í september 2013

Þorsteinn Briem, 11.11.2014 kl. 17:38

4 identicon

Það var notað sterkara slitlag í göngunum en á þjóðvegum sagði kunnugur maður mér.

stefán benediktsson (IP-tala skráð) 11.11.2014 kl. 21:50

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

 Rétt ábending hjá Ómari, að mínu mati.  Auðvitað eru handabaksvinnubrögð þarna eins og í barasta öllu sem íslendingar koma nálægt, virðist vera.  Geta ekkert gert rétt eða almennilega.

Hvert er svo upplegg framsjalla fyrir kosningar þessu viðvíkjandi?  Jú, að nú eigi ,,að þrengja að einkabílnum"!  Haha.  Jú jú, kannski ekki fallegt að hlægja að þessu EN MIKIR ANDSKOTANS GRAUTARHAUSAR GETA FRAMSJALLAR VERIÐ.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.11.2014 kl. 00:25

6 identicon

Það kom einmitt fram í fréttinni um malbikunina á göngunum að þeir höfðu notað betra grjót.

Þar hjálpar reyndar líka að þar er malbikið aðeins sjaldnar blautt auk þess sem þar er ekki (þarf ekki) saltað.

Það er stundum sagt að það sé dýrt að vera fátækur.  Jafnvel þó það sé etv. hagkvæmara til langs tíma að fá efnið að utan (þekki ekki tölurnar í þessu samhengi), þá er ódýrara að nota innlenda efnið og þegar efnin eru takmörkuð neyðist maður stundum til að nota ódýru skammtímalausnina.

ls (IP-tala skráð) 12.11.2014 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband