Kunnugleg sýn rússnesks ráðamanns.

Vladímír Pútín telur sig upplifa ákveðna sýn á heimsstjórnmálin sem knýi hann til þeirra aðgerða og réttlætingar þeirrar utanríkisstefnu sem hann fylgir.

Hver er þessi upplifun? Á hún við rök að styðjast eða ekki? Og hverju er um að kenna? Aðgerðum hans sjálfs eða annarra?  Eða beggja aðila? 

Setjum okkur á sjónarhól hans til að reyna að skilja þessa sýn. 

Jú, hann viðraði kunnuglega sýn rússnesks ráðamanns úr sögu landsins í ræðu sinni á þingi landsins í morgun, sem sé þá, að óvinir landsins væru í óða önn að umkringja landið og sækja að því.

Þetta er í þriðja sinn í 70 ár sem forystumaður landsins sér hlutina með þessum augum.

Hið fyrsta sinn var sú sýn sem Stalín hafði á stöðu landsins á árunum fyrir innrás Þjóðverja í landið 1941. Þá horfði hann upp á hvert landið af öðru í austurhluta Evrópu ýmist hertekið af þjóðverjum eða gert að stuðningsríki þeirra.

Hin herteknu voru Tékkóslóvakía og Pólland 1939 og Júgóslavía og Grikkland 1940 en bandalagsríki Þjóðverja voru Búlgaría, Rúmenía og Ungverjaland.

Þótt Hitler og Stalín hefðu gert griðasamning rauf Hitler griðin og 20 milljónir Rússa voru drepnir auk gríðarlegra hervirkja í landinu. Þessu geta Rússar aldrei gleymt. 

 

Aftur fannst Stalín hann upplifa umkringingu landsins í upphafi Kalda stríðsins þegar NATO var stofnað og grundvöllur stefnu John Foster Dulles, utanríkisráðherra Eisenhowers á sjötta áratugnum, var að stofna hliðstæð hernaðarbandalög við þjóðir í Asíu, allt austur til Japans.

Hernaðarbandalagið í Suðaustur-Asíu, SEATO, var hliðstæða NATO.

NATO var stofnað vegna þess að Rússar höfðu gengið harðar fram í því en Vesturveldin höfðu gert ráð fyrir að þeir myndu gera í krafti hervalds, að gera lönd Austur-Evrópu að kúguðum leppríkjum sínum og töldu að það ógnaði allri Vestur-Evrópu.

Stalín gerði þetta hins vegar í skjóli umsamdrar uppskiptingar álfunnar í áhrifasvæði þeirra í austanverðri álfunni og áhrifasvæði Vesturveldanna í vestanverðri álfunni og eftir á að hyggja er spurningin hvort nokkurn tíma var raunveruleg hætta á að Sovétmenn hefðu látið til skarar skríða gegn Vestur-Evrópu. 

Að minnsta kosti héldu þeir sig til hlés 1946 þegar grískir kommúnistar reyndu valdatöku í Grikklandi, af því að Stalín og Churchill höfðu samið um það að Grikkland væri á áhrifasvæði Breta. 

Í innrásum Rússa í Ungverjaland 1956 og Tékkóslóvakíu 1968 kom í ljós að þessi skipting Evrópu var grundvöllur þessara afskipta þeirra.   

Þegar verið er að kanna ákveðnar aðstæður, sem koma upp í samskiptum manna og þjóða, getur verið upplýsandi að setja sig í spor þeirra, sem eiga aðild að málum, til að reyna að skilja af hverju hún er slík sem raun ber vitni, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr.

Putin telur sig upplifa umkringingu landins og aðför að því með sókn NATO og ESB til austurs í Evrópu og þeirri pólitík, sem Bandaríkjamenn og NATO reka gagnvart grannríkjum Rússlands í suðri, þ.á.m. hernaði NATO í Afganistan.

Meðal þeirra sem hafa varað við afleiðingunum af því, að þessi sviðsmynd hefur komið upp, eru Mikhail Gorbatsjov og Henry Kissinger.   


mbl.is Pútín varar við erfiðum tímum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rússar verða að sjálfsögðu að þola það þegar aðrar þjóðir í Evrópu vilja sjálfar vera í Evrópusambandinu og NATO.

Rússar eru núna lýðræðisþjóð og verða að virða lýðræði í öðrum ríkjum Evrópu.

Og engir fyrrverandi stjórnmálamenn í Evrópu eða annars staðar geta ráðið því hvað lýðræðisþjóðir gera í þessum efnum.

Engin þjóð í Evrópu eða öðrum heimsálfum hefur nokkurn áhuga eða hag af því að ráðast á Rússland og það vita Rússar að sjálfsögðu.

Þorsteinn Briem, 4.12.2014 kl. 14:55

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir áhugaverða umfjöllun. Munurinn er auðvitað að NATO og ESB eru ekki sambærileg við Þriðja ríkið. Og sem betur fer er Pútin, þótt hann sé ekki barnanna bestur, sambærilegur við Stalin.

Wilhelm Emilsson, 4.12.2014 kl. 18:41

3 identicon

Þetta er rétt hjá Steina Briem:

Rússar verða að sjálfsögðu að þola það þegar aðrar þjóðir í Evrópu vilja sjálfar vera í Evrópusambandinu og NATO.

Og þetta sagði nýlega Angela Merkel:

Die Annexion der Krim durch Russland "sei durch nichts zu entschuldigen". Auch die direkte und indirekte Beteiligung Russlands an den Kämpfen in Donezk im Osten der Ukraine sei durch nichts zu rechtfertigen.

Die russische Politik breche internationales Recht und stelle die europäische Friedensordnung infrage. Umso wichtiger sei es, zu einer diplomatischen Lösung in der Ukraine-Krise zu kommen. "Ziel ist eine souveräne Ukraine, die über ihre Zukunft selbst entscheiden kann", forderte Merkel. "So anstrengend und lang der Weg auch ist, so überzeugt bin ich dennoch, dass er uns gelingen wird." Wirtschaftliche Sanktionen gegen Moskau blieben weiterhin unvermeidlich. "Für unsere Bemühungen, die Krise zu überwinden, brauchen wir Geduld und einen langen Atem."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.12.2014 kl. 19:21

4 identicon

Ég hef aldrei skilið þessa hræðslu-fóbíu Rússa, því þeir hafa vaðið inn í fleiri lönd en vaðið hafa í þá, bara öryggisins vegna. Finnland tilheyrði t.d. Rússlandi til 1917. Þeir áttu í erjum við Pólverja og Úkraínu upp úr því, - byggðu sitt Sovét svo upp, og studdu nasista gegn breska heimsveldinu. Viðskiptasamningar þeirra og nasista voru verulegir. Þýskar flugvélar sem sulluðu sprengjum yfir London 1940 gengu á rússabensíni á meðan kremlverjar kættust yfir nýfengnum skipateikningum frá hitlersríki, - frjáls viðskipti.
Þeir væru öruggastir með varnarstefnu.

Jón Logi (IP-tala skráð) 6.12.2014 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband