Stórhríð í Reykjavík um áttaleytið. Beint frá Norðurpólnum.

Sjá má á vedur.is að veður í Reykjavík var orðið mun verra nú klukkan átta en það hafði verið í nótt, rakastigið óð upp í 91% og vaxandi vindur. Þreifandi bylur.  

Á "beinu útsendingunni" af veðrinum má sjá að þetta kalda, raka loft, er komið rakleiðis frá Norðurpólnum, stystu leið á hámarks hraða og síðari hluta leiðarinnar yfir rakan sjó, sem er hlýrri en hann var áður. 

Það, hve mikill hluti leiðarinnar liggur yfir sjó, stærri en var þegar ísbreiðan var meiri á árum áður, skýrir hvers vegna það er blindþreifandi snjókoma í þessu veðri. 

"Kuldatrúarmenn" halda að aukin snjókoma, eins og til dæmis metsnjókoman í Buffalo í Bandaríkjunum, stafi af því að lofthjúpur jarðar fari "hratt kólnandi" á sama tíma og stefnir í það að árið 2014 verði það heitasta að meðaltali á jörðinni frá upphafi mælinga. 

En snjókoman er fyrst og fremst merki um meiri úrkomu, ekki meiri kulda, og vaxandi fjöldi fárviðra merki um aukin átök milli heits og kalds lofts vegna hlýnunarinnnar. 

Því að í skammdeginu er myrkur á Norðurpólsvæðinu allan sólarhringinn vikum og mánuðum saman og þar með sami efniviður þar í hefðbundinn vetrarkulda og ævinlega. 


mbl.is Búið að loka Þrengslunum líka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjalla þar á klónum kól,
kaldur pólsins vindur,
Framsóknar öll farin sól,
foknar hennar kindur.

Þorsteinn Briem, 10.12.2014 kl. 09:35

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fyrir um 2-3 árum mátti lesa hjá "ofurhitnunartrúarmönnum", vitnandi í "vísindamenn" um fjölgun á fellibyljum og styrkaukning þeirra, væri áhyggjuefni og í raun þegar orðið vandamál og vitnuðu þá í tjónaskýrslur tryggingafélaga.

Við nánari skoðun kom í ljós að þetta var tómt bull. Engin aukning og ekki sterkari fellibylir. Hvers vegna koma þá svona bullfullyrðingar? Getur það verið að heittrúnaðarsinnar hafi verið orðnir áhyggjufullir vegna stöðnunar á hlýnun jarðar sl. 18 ár?

En hvað þá með tölur frá tryggingafélögum? Varla eru þær bull, er það?

Jú, við nánari skoðun eru þær líka bull, þ.e. tölurnar segja ekkert um fjölgun fellibylja eða vegna "extreme" veðurs. Þær gefa hins vegar til kynna að byggð er þéttari í dag en áður... fleira fólk, fleiri hús. Þétting byggðar getur einnig skapað vandamál varðandi grunnvatnsstöðu og aukið flóðahættu og þarf ekki aukna úrkomu til.

Ómar talar um aukna úrkomu (snjókomu) hér vegna minnkandi hafíss. Hann telur að eitt óveður styðji sitt mál. En hefur orðið aukning á snjókomu á Íslandi? Ég hef fullar efasemdir um það og ef einhver fullyrðir annað þá þarf að sýna það með samanburðartölum frá síðustu öld.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.12.2014 kl. 14:02

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Snjóhreinsun á öllum götum, gangstéttum, göngu- og hjólreiðastígum í Reykjavík er sama vegalengd og frá Íslandi til Japan.

Og eitthvað fleiri bílstjórar, hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur í Reykjavík en á Reyðarfirði.

Þorsteinn Briem, 10.12.2014 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband