Bergbrotið (fracking) seinkar tvísýnni sókn í olíu.

Bergbrotið í Ameríku (fracking) hefur heldur betur sett strik í reikninginn í efnahagsmálum heimsins. Bandaríkin hafa í bili náð því að framleiða meira eldsneyti en þeir flytja inn og þetta hefur valdið verðfalli á olíu.

Verðfallið hefur mjög fjölbreytileg áhrif. Það er jafn skelfilegt fyrir Rússland og það sem gerðist á níunda áratugnum þegar Sádarnir og Kanarnir veittu Sovétríkjunum náðarhöggið.

En það veldur því líka að mikið bakslag hefur komið í gullgrafaraæðið, sem reynt hefur verið að blása upp hér á landi og á Grænlandi.

Kostnaðurinn við að ná upp olíu á nýjustu svæðunum er svo mikill að hann er orðinn meiri en nemur tekjunum, - það er tap á dæminu.

Allur hávaðinn útaf Drekasvæði nu hafði að vísu holan hljóm, svo erfitt og tvísýnt sem það er að ætla sér að ná upp olíu af 1100 metra svæði lengst norður í rassgati.

En samt hafa dollaramerkin skinið úr þeim sem hafa séð í hillingum stórfelldan gróða hér á landi í mesta lagi nokkrar áratugi með svipuðum endalokum og urðu á fleiru hér eins og rústir hvalveiðistöðva um allt land bera vitni um. 

 

Bergbrotið vestra gefur jafn óendurnýjanlega og óhreina orku og hefðbundin olíu- og gasvinnsla, lengir aðeins í því ástandi og gerir það verra sem nú hefur sem mest áhrif á lofthjúpinn með gríðarlegum afleiðingum.

Það er aðeins verið að lengja í snörunni hvað varðar óhjákvæmlegri hnignun helstu auðlinda mannkynsins á þessari öld.  


mbl.is Hætta við olíuleit á Drekasvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dýrt og erfitt fyrir Framsóknarflokkinn að ná olíu úr rassgatinu á sér, svo djúpt og norðarlega sem það er.

Þorsteinn Briem, 12.12.2014 kl. 22:11

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sádarnir vita alveg upp á hár hvad their eru ad gera, thegar their ákveda ad minnka ekki framleidsluna hjá sér. Thad lídur ekki á löngu thar til "fracking" og önnur óhefdbundin olíuleit og vinnsla í hvada "rassgati" sem er, borgar sig ekki lengur. Thetta fer allt í hringi, fram á sídasta dropa. Undarlegt hvad thetta virdist alltaf koma mörgum á óvart, en thar er sennilega lélegri fréttamennsku á heimsvísu fyrst og fremst um ad kenna.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 13.12.2014 kl. 07:29

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Russian economy - Energy exports

50% of Russia's government revenue comes from oil and gas

 

    68% of Russia's total export revenues in 2013 came from oil and natural gas sales

    33% of these were crude oil exports, mostly to Europe

    Source: EIA

    AP

    Þorsteinn Briem, 19.12.2014 kl. 14:20

    4 Smámynd: Þorsteinn Briem

    50% of Russia's government revenue comes from oil and gas.

    68% of Russia's total export revenues in 2013 came from oil and natural gas sales.

    33% of these were crude oil exports, mostly to Europe.

    Þorsteinn Briem, 19.12.2014 kl. 14:27

    5 Smámynd: Þorsteinn Briem

    "Infinity (symbol: ) is an abstract concept describing something without any limit and is relevant in a number of fields, predominantly mathematics and physics."

    Þorsteinn Briem, 19.12.2014 kl. 18:59

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband