Dauðadómar eru manndráp og forneskja.

Dauðadómar eru manndráp. Skiptir þá engu hvort drepið sé samkvæmt lögum eða ekki.

Tugir dómsmorða eru framin í heiminum á hverju ári. Þeim mun ekki linna fyrr en dauðadómar eru aflagðir og þess vegna á ekki dæma menn til dauða.

Dauðarefsing sem framkvæmd er, er óafturkræf, en lífstíðar fangelsi ekki.  

Ef hinn sakfelldi er hættulegur umhverfi sínu á að dæma hann í ævilangt fangelis eða vistun þar sem komið er í veg fyrir að hann geti orðið skaðlegur.

Fælingarmáttur dauðadóma hefur ekki virkað hjá þeim þjóðum sem mest aðhyllast þá, svo sem Kínverja og Bandaríkjamenn.

Dauðadómar eru aftan úr grárri forneskju þegar í gildi var lögmálið "auga fyrir auga og tönn fyrir tönn" og eru enn fráleitari en það að höggva hendur af þjófum.  


mbl.is Játaði á sig 42 morð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar umræða um dauðarefsingu blossar upp verður mér alltaf hugsað til greinar eftir Helga Hálfdánarson, "Bréf til Gyðinga á Íslandi". Greinin fjallar um dauðadóminn yfir Adolf Eichmann 1962 í Ísrael og má finna í bókinni "Molduxinn. Rabb um kveðskap og fleira" eftir Helga.

Páll Valsson tók saman og Mál og Menning gaf út bókina 1998.

Greinin er afar athyglisverð eins og allt sem þessi mikli snillingur skrifaði.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.12.2014 kl. 16:09

2 identicon

Edit: Molduxi, ekki Molduxinn.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.12.2014 kl. 16:17

3 identicon

Ég man núna eftir smásögu sem ég las fyrir mörgum árum eftir Abrose Bierce.

"An Occurrence at Owl Creek Bridge." Ég fann söguna á netinu, slóðin er hér fyrir neðan.

http://www.eastoftheweb.com/short-stories/UBooks/OccOwl.shtml

Mér þætti ekki ólíklegt að nokkrir þeirra sem mæla með dauðarefsingu breyttu um skoðun eftir lesturinn. Hver veit?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.12.2014 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband