Örlög Houdinis auka á spennuna.

Dean Gunnarsson fetar þessa dagana hér á landi í 90 ára fótspor Harrys Houdinis, frægasta töframanns og undankomulistamanns sögunnar. Örlög Houdinis hljóta að vera ofarlega í huga allra sem fást við svona iðju.

Hann sá ekki fyrir að eitt af brögðum hans myndi verða honum óbeint að falli, sem sé það að þola þung skrokkhögg.

Þegar áheyrandi að fyrirlestri hans kom til hans og sló hann að honum óviðbúnum tvö högg undir beltisstað olli það skaða, sem dró Houdini til dauða á sviplegan hátt.

Rétt eins og hjá Muhammad Ali löngu síðar, varð sá, sem slík högg fékk, að vera því viðbúinn svo að líkaminn gæti brugðist við.

Í dag tóku hinar erfiðu íslensku aðstæður á þessum tíma árs fram fyrir hendurnar Gunnarssyni og skópu óvænta undankomu um sinn og þar með örugga lífgjöf.

Sagt er að um tilviljun hafi verið að ræða, þ. e. að gangsetning báts hafi mistekist.

Ef svo er geta tilviljanir ráðið úrslitum á báða vegu varðandi svona áhættuatriði. Og spurning er hvort það verði alltaf tilviljanir í rétta átt. Örlög Houdinis auka á spennuna og óvissuna.

Áhættan sem svona menn taka, er það sem kallað er "útreiknuð áhætta" og erfitt fyrir aðra en þá, sem eru þaulkunnugir slíku að meta hve mikil áhættan er.

Stundum, og vonandi sem oftast, er hún miklu hættuminni en hún lítur út fyrir að vera.      


mbl.is Frestað á síðustu stundu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki er enn dauður Dean,
datt í lukkupottinn,
íslenskt veður á hann hrín,
en ekki af baki dottinn.

Þorsteinn Briem, 4.1.2015 kl. 17:33

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 4.1.2015 kl. 20:01

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nú er Framsókn næstum dauð,
náinn kyssir Bjarni,
Kögunar át sveittan sauð,
sýnist nú með barni.

Þorsteinn Briem, 4.1.2015 kl. 20:02

4 identicon

Svona rugl er ekki fréttaefni; og verður það ekki fyrr en fara af stað leitar- eða björgunaraðgerðir.  Og hver haldiði að borgi?

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 5.1.2015 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband