Sama svar og hjá þeim gamla?

Faðir minn heitinn var orðinn sjúkur maður og var tekinn til bæna í viðtalstíma hjá lækni, sem lagði honum nýjar og strangar lífsreglur. 

"Þú verður að forðast sterkt áfengi og drekka bara veikt", sagði læknirinn og pabbi svaraði að bragði: 

"O,hver andskotinn. Þarf maður nú að byrja að drekka með þessu?" 

Ég hef verið veikur fyrir kókinu alla tíð og hef drukkið kynstur af því og allt of mikið. 

En gleðifréttirnar um það að kók sé gott við timburmönnum koma full seint fyrir mig, ef ég á að nýta mér þær, því að ég hef aldrei bragðað áfengi og hef alla tíð verið óvirkur alki. 

Viðbrögð mín við gleðitíðindum um það að kók sé gott við timburmönnum gætu því orðið þau sömu og hjá pabba: "O, hver andskotinn. Þarf maður nú að byrja að drekka með þessu?"

Þess má geta að pabbi nýtti sér það að læknirinn þekkti hann ekki og vissi því ekki um að hann neytti víns en hafði farið þó farið einu sinni í meðferð, sem hrökk skammt. 


mbl.is Lagar kók timburmenn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ódrukkinn hann ekur greitt,
enn með fínu frúna,
eiginlega ekki neitt,
Ómar drekkur núna.

Þorsteinn Briem, 4.1.2015 kl. 21:19

2 identicon

Skál!

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.1.2015 kl. 21:21

3 identicon

Í Skagfirskum skemmtisögum Björns Jóhanns Björnssonar, blaðamanns á Mbl., er sögð saga af gömlum, skagfirskum bónda, drykkjumanni ágætum, sem á efri árum fór til læknis út af versnandi sjón, sem er reyndar ekki óalgengt með okkur þessa gömlu. Jæja, nema læknirinn segir við bóndann, að nú sé það ekkert vafamál lengur, ef hann haldi áfram að drekka, þá verði hann blindur.
"Æi", sagði bóndi, "ég er búinn að sjá nóg".

Búri (IP-tala skráð) 5.1.2015 kl. 08:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband