"Löng og krókótt leið..."

"Long and winding road" söng Paul McCartney á sínum tíma og vandamál heilbrigðiskerfisins okkar ná 15 ár aftur í tímann og gæti þess vegna tekið 15 ár að leysa þau, því að þetta er langtímavandamál og ristir miklu dýpra en svo að einir kjarasamningar leysi þau. 

"Ef flótti lækna úr landi heldur áfram, veit ég ekki til hvers var verið að gera þennan samning" segir einn bloggarinn í dag. 

Ég held að svarið við þessu sé, að eins og er sé þetta spurning um að byrja á því að búa til einhverja viðspyrnu til þess að minnka flóttann og að það þurfi langtímaáætlun til að að forðast það að við verðum 2. flokks þjóð í þessum efnum með tilheyrandi keðjuverkunum út í allt efnahagslífið og þjóðlífið. 

Staða lækna er einfaldlega þannig, að þeir, sem okkur bráðvantar mest til starfa, sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum, hafa menntast og unnið erlendis og eiga því afar auðvelt með að fara þangað til starfa fyrir miklu hærri laun og þó einkum miklu betri starfsaðstöðu. 

Í athugasemdum við annan pistil hér á síðunni koma fram tölur um það hvað nágrannaþjóðir okkar ýmsar eyða í sín heilbrigðiskerfi á hvern íbúa. Þar stingur í augu hve miklu minna er varið í þetta hér á landi en í öðrum löndum.

Ástæðan er sú að fyrir um 15 árum hófst hér mikill söngur um það að langmest opinbert fé færi í heilbrigðis- og velferðarkerfið og að þar væri eftir mestu að slægjast við að draga úr útgjöldum og spara.

Alveg gleymist og gleymist enn, að hærri meðalaldur, vaxandi veikindi og örorka vegna óheilbrigðs lífsstíls er jafnt og þétt að fækka þeim, sem eiga að vinna fyrir hinum sístækkandi hluta þjóðarinnar sem kerfið þarf að þjóna.

Einnig að flóknari og dýrari tækni eykur útgjöldin.  


mbl.is Felur í sér algjöra uppstokkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjá öllum stéttum utan opinbera geirans hefur ódýrara vinnuafl verið fengið erlendis frá, og þess vegna eru laun lág í þeim greinum .

Hvers vegna ekki hjá opinberum starfsmönnum, og þá læknum ?

Jón (IP-tala skráð) 7.1.2015 kl. 15:31

2 identicon

Vel grundaðar ábendingar hjá Ómari. Það hefur ákveðinn hópur fólks haft allt á hornum sér varðandi kostnað við heilbrigðisgeirann í fjölda ára og áköfustu talsmenn hans jafnvel komist í þá aðstöðu að verða ráðherra heilbrigðismála. Annar stefumótandi einstaklingur hefur farið fyrir félögum, sem hafa á stefnuskrá sinni einkarekna heilbrigðis- og öldrunarþjónustu með yfirlýst hagnaðarsjónarmið að markmiði. Þessir aðilar hafa smám saman verið að gera sig gildandi í allri umræðu um heilbrigðismál og öldrunarþjónustu og hafa ekki farið leynt með þá skoðun sína, að þarna séu fjármunir á ferðinni, sem þurfi að ná í. Aldraðir eru farnir í auknum mæli að hafa umtalsverðan lífeyri, sem þarf að sjá til að það fólk eyði á "réttan" hátt. Sömuleiðis er að aukast umfang tryggingstarfsemi sem snýr að sjúkra- og slysatryggingum utan almannatryggingakerfisins. Þannig að ef ekki verður tekin um það meðvituð ákvörðun af hálfu ríkisins að hægja á þeirri þróun, verður hér komið um 2020 tvöfalt kerfi á þessum mikilvægu sviðum. Annarsvegar láglaunakerfi í lélegum húsakynnum, úreltum tækjum og ólærðu starfsfólki fyrir þá sem hafa meðaltekjur og þar undir, og svo einkarekin lúksusfyrirtæki fyrir þá betur stæðu, 

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 7.1.2015 kl. 16:02

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Laun eru lág í öllum greinum hér á Íslandi miðað við hvað kostar að búa hér og erlent vinnuafl er einnig í opinbera geiranum, til að mynda gatnagerð.

Allir Íslendingar greiða kostnaðinn við heilbrigðiskerfið og því þarf kaupmáttur allra Íslendinga að aukast, þannig að við kaupum hér fleiri og dýrari vörur en áður og tekjur ríkisins af virðisaukaskatti aukist.

Að sjálfsögðu er engin lausn að færa skatttekjur ríkisins úr menntakerfinu og samgöngumálum yfir í heilbrigðiskerfið, eða hækka skattprósentuna, þannig að við kaupum færri vörur en áður.

Og kaupmáttur okkar Íslendinga verður aukinn með til að mynda aukinni ferðaþjónustu og sölu á íslenskri hátækni, þannig að mun meiri erlendur gjaldeyrir komi til landsins en áður.

Einnig með til dæmis rafbílavæðingu landsins þannig að við notum hér innlenda orku í stað innfluttrar og spörum þannig erlendan gjaldeyri.

Og stórminnkum þar að auki daglega mengun.

Þorsteinn Briem, 7.1.2015 kl. 16:05

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 7.1.2015 kl. 16:11

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

http://blog.pressan.is/stefano/files/2013/09/T%C3%ADmakaup-%C3%AD-ESB.jpg

Þorsteinn Briem, 7.1.2015 kl. 16:41

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Even if a country has a higher GDP per capita (individual income), that country's people may still live poorer if the cost of living is more expensive."

Purchasing Power Parity (PPP)

Þorsteinn Briem, 7.1.2015 kl. 16:43

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Einstaka vörutegundir gætu lækkað í verði um allt að 25% við aðild Íslands að Evrópusambandinu, segir Eva Heiða Önnudóttir sérfræðingur í Evrópumálum, en mest yrði verðlækkunin á landbúnaðarvörum.

"Engir tollar eru lagðir á þær vörur sem fluttar eru á milli landa innan Evrópusambandsins.

Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu tollar á vörur frá Evrópusambandsríkjum felldir niður en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."

"Þannig eru lagðir 30% tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, 20% á sætabrauð og kex, 15% á fatnað og 7,5% á heimilistæki."

Þorsteinn Briem, 7.1.2015 kl. 16:53

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

23.11.2010:


"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.

"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."

"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.

Eignarhlutur Kínverjanna er
um 44%, beint og óbeint.

Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."

Þorsteinn Briem, 7.1.2015 kl. 17:03

9 identicon

Góður pistill hjá Steina Briem (16:05. Vandamálið er láglaunalandið Ísland og slík lönd geta ekki staðist undir dýrri og síhækkandi læknisþjónustu. "No way".

En Ísland þyrfti ekki að vera láglaunaland, ef minni stéttaskipting og meiri jöfnuður ríkti. En við eigum þetta, við megum þetta, segja sjalladúddarnir hrokafullir, grillandi og græðandi. Ein meginástæðan fyrir pólarisírung samfélagsins.

Það er ekkert leyndarmál að auðmenn sækja í auknu mæli til útlanda eftir læknisþjónustu, fara ekki í biðraðir "aumingjanna". Með verstu afleiðingum Davíðshrunsins var transfer á gjaldeyri frá Íslandi á reikninga erlendis, oft með viðkomu hjá útibúum íslenskra banka í Lux. Þetta vita allir.

Í mörgum tilfellum greiddi viðkomandi ekki krónu fyrir gjaldeyririnn, ekki krónu. Þetta var fjármagnað með kúlulánum, með stöðutöku gegn krónunni, með lánum skrifuð á ehf félög, sem voru svo afskrifuð, etc, etc. Heill her af bankamönnum stunduðu þessa iðju með bros á vör.

Þúsundir milljarða króna var þannig stolið frá Íslendingum, sem biða nú í marga mánuði, ef ekki ár eftir nauðsynlegri aðgerð. En of margir bíða einnig eftir því að kjósa bófanna til valda á nýjan leik. Vonlaus staða.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.1.2015 kl. 17:39

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla einnig allir tollar niður á íslenskum vörum sem seldar eru í Evrópusambandsríkjunum, til að mynda landbúnaðarvörum eins og lambakjöti og skyri.

Og þar að auki fullunnu lambakjöti.

Einnig öllum íslenskum sjávarafurðum, þannig að fullvinnsla þeirra getur stóraukist hér á Íslandi og skapað þannig meira útflutningsverðmæti og fleiri störf hérlendis.

Þorsteinn Briem, 7.1.2015 kl. 17:49

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.8.2010:

"Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi verði íslenskum og færeyskum skipum bannað að landa þar ferskum fiski.

Andrew Charles, fiskverkandi í Bretlandi, sagði í samtali við BBC að slíkt löndunarbann jafngilti því að loka höfnunum í Grimsby og Hull."

Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi vegna löndunarbanns

Þorsteinn Briem, 7.1.2015 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband