Einu sinni flönuðu ístrur í sjónvarpsfréttum.

Það þarf ekki bein mismæli til þess að brengla merkingu orða í beinni útsendingu. 

Í sjónvarpsfréttum fyrir nokkrum áratugum var svo að skilja á fréttaþulnum að ístrur væru að flana austur við Þjórsá en það var leiðrétt eftir fréttina og beðist velvirðingar á því að þulurinn hefði haldið að orðið, sem hann var að lesa, þýddi allt annað en það þýddi.

Hann skipti orðinu þannig í atkvæði í lestrinum, að það hljóðaði eins og "ístru-flanir" en það átti að vera "ís-truflanir", skrifað "ístruflanir". 

Þessar ístruflanir voru vandamál við Búrfellsvirkjun áður en fleiri virkjanir komu þar fyrir ofan.

Ég átti afar auðvelt með að skilja og fyrirgefa þessi mistök, því að sjálfur hafði ég sem unglingur á gangi eftir Austurstræti undrast það þegar ég gekk annars hugar út úr bókaverslun Ísafoldar og sá að komin var verslun við hliðina með ensku nafni, sem mátti skilja sem svo að þar væru seldar blekfyllingar í pennana í bókaversluninni. Þótt mér það undarlegt.

Ég skipti nefnilega nafni verslunarinnar vitlaust í atkvæði þegar ég las nafnið: "Re-fill", borið fram "rí-fill" með áhersluna á seinna atkvæðinu.

Ég áttaði mig hins vegar á misskilningnum þegar ég leit inn fyrir búðargluggann og sá þar mikið af ullarvörum en engar blekfyllingar eða ritföng!

Auðvitað hét versluninn "Refill", nánar tiltekið hannyrðaverslunin Refill.   

  


mbl.is Tilnefndi kúk til Óskarsverðlauna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafs Sig. var ístruflan,
út um víðan heiminn,
allt var þar hans astral-plan,
Armstrong sendi í geiminn.

Framsóknarflokkurinn stal Kennedy

Þorsteinn Briem, 18.1.2015 kl. 03:19

2 identicon

Framburður orða getur valdið misskilningi, ekki síst þegar útlendingar eiga í hlut.

Italian Spelling.

A bus stops and two Italian men get on. They seat themselves, and engage in animated conversations. The lady sitting behind them ignores their conversation at first, but her attention is galvanized when she hears one of the men say the following:

"Emma come first. Den I come. Two asses, they come together. I come again. Two asses, they come together again. I come again and pee twice. Then I come once-a more."

"You foul-mouthed swine," retorted the lady indignantly. "In this country we don't talk about our sex lives in public!"

"Hey, coola down lady," said the man. "Imma just tellun my friend to spella Mississippi."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.1.2015 kl. 09:59

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það eru nokkur orð sem geta valdið truflunum.  Man eftir einu dæmi úr barnaskóla, þar sem orð var borið fram sem fiska-furðir

G. Tómas Gunnarsson, 18.1.2015 kl. 13:21

4 identicon

Höldum okkur við framburðinn.

Hef tekið eftir því hvað margir rugla saman en og enn í texta. Þetta finnst mér skrítið, þar sem ég aldist upp við framburð sem gerir skýran mún á þessum stuttu orðum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.1.2015 kl. 13:31

5 identicon

Eitt sinn var ég að líta í grein í blsði og sá þar orðið "sauðvaldið". Hélt fyrst að þetta ætti við hagsmunasamtök sauðfjárbænda, en þá hafði verið skipt milli lína svona: Áfengi-sauðvaldið.     Svo voru flot-teinarnir, sem þulur bar fram: flott-einar. Teinnflutningur gæti valdið vandræðum f. þul.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 18.1.2015 kl. 14:24

6 identicon

Sæll Ómar.

Miðmynd sagnarinnar 'ala' þvælist líka fyir
mörgum og sérstaklega þátíðin.

Annars ertu sjálfur ekki velgóður því 'flana'
er oftast persónubeygð sögn og heldur ólíklegt
að ístrur hlaupi um grundir við Þjórsá
og enn ólíklegra að þær flani í sjónvarpsfréttir
þó vitlausar séu.

Húsari. (IP-tala skráð) 18.1.2015 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband