Hinir ósnertanlegu, - "the untuchables".

Við Helga komum til bæjar í Klettafjöllum í Koloradó fyrir rúmum áratug, sem heitir Avon og setti sér það takmark með atbeina Geralds Fords, fyrrum Bandaríkjaforseta, sem þá bjó þar, að komast fram úr Aspen sem Mekka skíðamanna. 

Íbúarnir lýstu því fyrir okkur stórhneykslaðir hvernig krónsprinsinn af Sádi-Arabíu hegðaði sér í nýlegri heimsókn þangað. 

Tók hótel með 100 herbergjum á leigu fyrir sig og hirð sína, notaði þyrlur og glæsibíla í hrönnum og var í hverfi efnafólks, sem er sérstaklega afgirt með öryggisverði.

Einn Kaninn þarna svaraði spurningum mínum öðruvísi en hinir, benti á lúxusjeppana, sem stóðu í röðum á bílastæðinu þar sem við vorum og sagði:

"Þetta verður að vera svona. Hann heldur þessum bílaflota okkar og ameríska lífsstílnum uppi. Með því að hætta að fara á skíði í Alpafjöllum og koma hingað í staðinn færir hann okkur hér í Avon mikla viðurkenningu, sem við þurfum nauðsynlega á að halda til að komast í fremstu röð. Þetta eru kaup kaups, báðir aðilar græða peninga." 

Upplýst hefur verið hvernig ráðamenn í Sádi-Arabíu áttu stærstan utanaðkomandi þáttinn í að fella Sovétríkin á valdatímabili Ronalds Reagans. Þeir einfaldlega juku framboðið af olíu á heimsmarkaði nógu mikið til að verðfall á olíunni kæmi olíuútflutningsríkinu Sovétríkjunum á kné.

Þeir eru að gera nákvæmlega það sama núna fyrir Bandaríkin og Vesturlönd til að koma Pútín á kné. Að launum fá þeir afskiptaleysi okkar gagnvart stórfelldum mannréttindabrotum, alræði og kúgun í Sádi-Arabíu.

Þeir eru "The untuchables", hinir ósnertanlegu, enda af nógu að taka fyrir lýðræðisþjóðirnar að verjast hryðjuverkamönnum annars staðar og hafast lítið sem ekkert að á meðan samtök eins og Boko Haram drepa og limlesta þúsundir múslima í Nígeríu, því að eins og Einar Björn Bjarnason hefur bent á í bloggi sínu, eru nær allir þeir, sem hinir morðóðu múslimsku öfgamenn drepa í Nígeríu og í "Ríki Íslams", aðrir múslimar.   


mbl.is Kona hálshöggvin fyrir morð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 17.1.2015 kl. 17:18

2 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Vissulega eru langflest fórnarlömb "morðóðra múslímskra öfgamanna" venjulegir múslimar. En það er þó mjög mismunandi eftir aðstæðum. Ástæðan fyrir þessu er venjulega sú að þar sem þessir dólgar vaða uppi eru engir aðrir en múslimar til að drepa. Í Nígeríu er helmingur landsmanna kristinn, sumir eru andatrúar. Þeir hafa verið myrtir þúsundum saman. Sömu sögu er að segja frá Írak, Sýrlandi og raunar öllum Mið-Austurlöndum. Milljónir kristinna eru á flótta. Tugþúsundir hafa verið myrtar. Auk þess myrða liðsmenn ISIS þúsundir Jassída, sem er sérstakur trúflokkur. Fyrsta verk Hamas þegar þeir rændu völdum á Gasa-strönd var að myrða og ofsækja kristna Palestínumenn.

Elstu kirkjudeildir heims eru í Mið-Austurlöndum og þær eru nú allar í útrýmingarhættu. Kirkjar eru brenndar, fjöldamorð framin á kirkjugestum, kirkjugarðar vanhelgaðir og aldagömul bókasöfn brennd. Þetta ætti allt að flokkast sem glæpir gegn mannkyni, en einhvern veginn virðast allir horfa í hina áttina. Kannski af pólitískri rétthugsun. Eðlilegt væri að Evrópulönd sem teljast flest að nafninu til kristin tækju við þúsundum ofsóttra manna úr kristnum söfnuðum í þessum löndum. En enginn þorir að nefna þann möguleika af ótta við ásakanir um að þá sé verið að mismuna aumingja múslimunum. Væri ekki eðlilegra að múslimsk lönd tækju sjálf meiri ábyrgð á því að vernda eigin trúbræður og systur og að kristin lönd taki kinnroðalaust þá ákvörðun að bjarga þeim sem eru nú í mestri hættu og eru skyldust okkur í trú og siðum?

Sæmundur G. Halldórsson , 17.1.2015 kl. 17:33

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Þetta er athyglisverð frásögn. Þegar þú segir að þetta með Sovétríkin hafi verið upplýst -- manstu hver heimildin er? Það væri fróðlegt að lesa nánar um það.

Vésteinn Valgarðsson, 17.1.2015 kl. 17:39

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 17.1.2015 kl. 18:25

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

50% of Russia's government revenue comes from oil and gas.

68% of Russia's total export revenues in 2013 came from oil and natural gas sales.

33% of these were crude oil exports, mostly to Europe.

Þorsteinn Briem, 17.1.2015 kl. 18:58

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Heimildin um það hvernig snjall maður náði eyrum Ronalds Reagans með tillögu um að ráðast á "heimsveldi hins illa" kom fram í mjög vandaðri og áhugaverðri franskri heimildarmynd um olíuöldina og var sýndur í tvennu lagi í Sjónvarpinu.

Og það eru staðreyndir, sem ég hef séð víðar á prenti, þótt ég hafi ekki safnað því saman, að á níunda áratugnum juku Sádarnir framboðið, heimsmarkaðsverðið lækkaði og Sovétríkin fengu náðarhögguð í formi mikils tekjutaps.

Núna blasir við að Sádarnir neita að minnka framboðið þótt Bandaríkin hafi ausið svo miklu upp af bergbrotsolíu og gasi að heimsmarkaðsverðið hefur hríðfallið og fellur enn. Og fá ríki verða meira fyrir barðinu á þessu en Rússland Pútíns. 

Við blasir líka að Kanarnir blaka ekki við Sádunum og sjá til þess með hernaðaraðstoðin við þá sé það mikil að Sádi-Arabía sé eitt af sterkustu herveldum heims. 

Ómar Ragnarsson, 17.1.2015 kl. 19:07

10 identicon

Bara smá leiðrétting; Untouchables, ekki untuchables.

Móri (IP-tala skráð) 17.1.2015 kl. 21:32

11 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ég ítreka að þetta er allrar athygli vert. Rússum blæðir vegna olíverðsins, og í kaupbæti blæðir Íran og Venezúela (a.m.k.) líka.

Ég veit samt ekki hver hlær síðast / best, ef þá nokkur gerir það. Ef Rússland sogast ofan í efnahagskreppu, dregur það þá ekki Evrópusambandið með sér? Það yrði sjón að sjá.

Ég hef dvalið langdvölum erlendis og missti því af þessari heimildamynd. Manstu hvað hún heitir eða hvenær hún var á dagskrá?

Vésteinn Valgarðsson, 17.1.2015 kl. 21:48

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nokkur dæmi árið 2013:

Share of world wealth:


Evrópusambandið 36,7%,

Bandaríkin 29,91%,

Frakkland 5,91%,

Þýskaland 5,35%,

Ítalía 4,92%,

Bretland 4,88%,

Kanada 2,83%,

Spánn 1,92%,

Rússland 1,51%,

Indland 1,5%,

Brasilía 1,31%,

Sviss 1,3%,

Suður-Kórea 1,27%.

Þorsteinn Briem, 17.1.2015 kl. 22:06

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagkerfi margra vestrænna landa byggist nú á þjónustu og samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum veittu Bandaríkin mesta þjónustu árið 2005.

Næstmesta veittu Japan og Þýskaland en þjónusta myndaði þá 78,5% hagkerfis Bandaríkjanna."

En það skilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn engan veginn.

Þjónusta
- Vörur

Þorsteinn Briem, 17.1.2015 kl. 22:09

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The Ukraine crisis has no doubt fuelled this drop, as both the EU and Russia sought to reduce dependency on each other.

Gas is the main economic link between the two blocs, with the EU importing 27% of its gas needs from Russia, according to Eurogas, a trade group.

And the Ukraine crisis has only raised EU caution over Russia's reliability as a supplier.

At the same time, Moscow has turned towards new potential clients such as China for its gas sales."

Þorsteinn Briem, 17.1.2015 kl. 22:26

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Main foreign suppliers of energy to the European Union, 2012:

Main foreign suppliers of energy to the EU, 2012

Þorsteinn Briem, 17.1.2015 kl. 23:08

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Production of energy by European Union Member State by type, 2012:

Production of energy by EU Member State by type, 2012

Þorsteinn Briem, 17.1.2015 kl. 23:21

17 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Myndirnar voru sýndar á haustmánuðum 2013. Gunnar Þorsteinsson hjá Sjónvarpinu man kannski betur hvenær. Grafið sem Steini dregur fram sýnir, að eftir Yom Kippur sríðið haustið 1973 tekst Arabaþjóðunum að koma olíuverðinu upp á ákveðinn stall eftir að það hafði verið brenglað fram að því og haldið óeðlilega lágu. Verðið er á þessum stalli fram að klerkauppreisninni í Íran. 

Þá rýkur það upp tímabundið, vegna óróans í Íran, en fljótlega eftir að Ronald Reagan kemst til valda í ársbyrjun 1981 byrjar verðið að hrapa og fer ekki aðeins niður á stallinn frá 1973-1979, heldur stöðvast óeðlilega langt niðri, er órðið aðeins helmingur af verðinu 1973-1979 þegar Gorbasjof kemur til valda 1985, her Sovétmanna dreginn út úr Afganistan og Gorbjasjof reynir að bjarga því sem bjargað verður með því að leita samninga við Ronald Reagan og Geoge Bush.

Frönsku heimildarmyndirnar opnuðu alveg nýja sýn á þá staðreynd, að ekkert eitt atriði hefur haft eins mikil áhrif á alþjóðamál liðinnar aldar en "svarta gullið", olían og atburðarásinni, sem við sjáum á árunum 1973-1991, er stjórnað af olíunni.   

Ómar Ragnarsson, 18.1.2015 kl. 00:17

18 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Mögulega er um að ræða heimildarmynd eftir Patrick Barberis sem heitir "La Face Cachée du Pétrole" (The Hidden face of Oil).

Finna má hana m.a. hér: http://www.dailymotion.com/video/xewkez_la-face-cachee-du-petrole-1-2-le-p_news, en það eru engir textar.

Sama mynd er líka hér en með þýskum texta:

part 1:
http://vimeo.com/14776874
part 2:
http://vimeo.com/15062261

Erlingur Alfreð Jónsson, 18.1.2015 kl. 14:44

19 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

 Þakka ykkur fyrir, ég mun skoða þetta.

Vésteinn Valgarðsson, 19.1.2015 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband