Skriftin er á veggnum.

Ofangreind setning vísar til frásagnar úr Gamla testamentinu um það að hönd hafi ritað á vegg orðin "mene, mene tekel..." sem fyrirboða um fall konungs Babylónar. Og þetta rættist daginn eftir. 

Þegar litið er yfir efnahagslega stöðu Grikkja um þessar mundir minnir gamla veggskriftin á það sem framundan kann að vera þar í landi. 

Við íslenska Hrunið var það lýsti Steingrímur J. Sigfússon yfir því að ekki væri rétt fyrir Íslendinga að leita til AGS vegna ills orðspors af aðgerðum sjóðsins fyrr á árum. 

Steingrímur skipti um skoðun við nánari athugun og eftir á er erfitt að sjá hvernig við hefðum komist út úr vandanum nema með samstarfi við sjóðinn, enda hafa menn þar á bæ lært nokkuð af mistökum fyrri tíma. 

Grikkir leituðu til sjóðsins eins og við, en vandi þeirra er augljóslega miklu erfiðari en okkar vandi var.

Skriftin er á veggnum um fallið framundan, en spurningin er hvort sagan frá 600 árum fyrir Krist endurtaki sig.  


mbl.is Peningarnir að klárast hjá Grikkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það var svo skrítið með AGS hérna uppi, að ganrýni á hann þagnaði að mestu eftir að til kom.  

Eg held að vitleysisgangurinn með Icesaveskuldarmálið hafi spilað þar inní.

Þ.e.a.s. að einn afmarkaður skuldahluti var tekinn útúr, - og bókstaflega öll orka fór í þá umræðu árum saman.

Á meðan hélt AGS prógrammið áfram og mallaði fínt undir öruggri stjórn SJS.

Varðandi Grikkland, að þá er engu líkara en infrastrúktúr landsins sé að sumu leiti ferlega veikur og stjórnvöld, sama hver þau eru, eigi afar erfitt með að hrinda ákvörðunum í framkvæmd, td. bara í skattamálum svo dæmi sé tekið.

Málið er þetta í grunninn í Grikklandi, að það má alls ekki verða umtalsverður halli á fjárlögum.  Hallinn fyrr á árum varð allt of mikill og þá söfnuðust upp skuldir.

Nefnilega, að ef útgjöld ríkis eru meiri en tekjur, - þá þýðir það bara skuldir ríkis.  Það er verið að taka lán.

Grikkjum hefur tekist afleitlega að framfylgja ákvörðunum og aðgerðum til að stabílesera útgjöld og innkomu.

Mér finnst það benda til að eitthvað bogið sé við infrastrúktúrinn í landinu.

Að öðru leiti virðist sem Tsipras og Syriza menn setji upp leikrit heimafyrir.  Þ.e. að þeir hafa látið þannig á undanförnum dögum, að þeim hefði hvarvetna verið fagnað og málflutningur þeirra víðast fengið undirtektir og margir grikkir virðast trúa þessu.

Þetta er bara ekki rétt.  Það fagnaði þeim enginn, - og eg veit um engann í Evrópu sem styður aðalkröfy Tsiprisar og Syriza um stórfelldar skuldaniðurfellingar.  Engan.

Nú er sagt að þeir sé fallnir frá skuldaniðurfellingarupplegginu og við hafi tekið mun flóknari útfærsla og loðnari, - sem mér sýnist aðallega felast í að þeir eru að biðja um meiri lán.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.2.2015 kl. 13:16

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ef að Grikkland myndi gefa opinberlega til kynna að þeir hygðust sækja um aðild að Evrópusambandinu, þá myndu hirslur ECB-seðlabanka Evrópusambandsins opnast. Það sögðu stjórnmálamenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna að væri leiðin úr úr ógöngum. Greiningardeildir bankanna staðfestu þetta líka.

Bara við þetta eitt myndu einnig alþjóðlegir fjármálamarkaðir opnast til handa bankakerfinu í Grikklandi. Við þetta eitt myndu Grikkir ennfremur eignast ECB-seðlabanka Evrópusambandsins sem bakhjarl til þrautarvarna og ná að taka upp og njóta verndar hins þéttriðna öryggisnets Evrópusambandsins gegn hagsæld í Grikklandi og ESB-löndum.

Þetta er afskaplega einfalt mál. Bara senda umsóknina inn!

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 5.2.2015 kl. 15:01

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Irrelevant Gunnar, irrelevant.

Það sem er relevant varðandi grísku uppákomuna eða lærdómurinn stóri þar, er hve popúlismi í pólitík getur verið varasamur og vandmeðfarinn.

Hugsum okkur td. skaðann fyrir Ísland ef AGS prógrammið hefði verið í fokki í meginatriðum í mörg ár og á nokkra mánaða fresti hefði það verið sett í grundvallaratriðum í uppnám?  

Það að staða Íslands er ekki verri núna, - það er að þakka AGS prógramminu og SJS!  (þó staða Íslands sé enn vissulega viðkvæm og ýmsir annmarkar eru á stöðu landsins gagnvart umheimi o.s.frv.)

SJS fann upp á því snilldartrikki, að afmarka alla umræðu við Icesaveskuldina, tók hana útúr, og beindi umræðunni þangað.  Býsna vel gert hjá honum.

Popúlisminn og skrumið er á talsvert hærra stigi en á Íslandi.  Það er slæmt hér, - en verra í Grikklandi, að mínu mati.

Það er líka miklu meiri hefð fyrir popúlisma í Grikklandi en hér.  Önnur menning og soldið aðrar áherslur etc.

En samt kunnuglegt í heildarramma.  Ísland og Grikkland.

Þetta eru auðvitað jaðarsvæði ESB-siðmenningarinnar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.2.2015 kl. 15:22

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það mætti reyna að senda allsherjar sendinefndina Steingrím J. Sigfússon & Co sem allsherjar sérfræðiteymi í kosningasvikum til Grikklands til að kenna sósíalistum Grikklands að svíkja þingkosningar og ganga á bak orða sinna, skyldu þeir ekki nú þegar kunna slíkt betur en hann.

Hið pólitíska vændi Steingríms J. Sigfússonar gagnvart kjósendum þessa lands eru söguleg. Meintur vændishringur Strauss Khan forstjóra Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins var þó ekki eins víðtækur og náði ekki til eins margra persóna, enda var sá maður ekki þjóðkjörinn af neinum, þó svo að hann ætlaði sér að verða ríðandi ráðandi forseti Frakklands í ESB

***** 22. október 2008 - FYRIR kosningar *****

MBL: "Stein­grím­ur J. Sig­fús­son formaður Vinstri grænna seg­ist hafa heyrt þann orðróm að Alþjóða gjald­eyr­is­sjóður­inn hafi sett sem skil­yrði að mál vegna Ices­a­ve reikn­inga Lands­bank­ans yrðu gerð upp að fullu við Breta og Hol­lend­inga.

Fin­ancial Times greindi frá því í gær­kvöldi  að í far­vatn­inu sé að Bret­ar láni ís­lensk­um stjórn­valda 580 millj­arða til að greiða inni­stæðueig­end­um Ices­a­ve reikn­ing­anna.  Stein­grím­ur seg­ir að ef það sé rétt að þetta tvennt hangi sam­an sé það hrein fjár­kúg­un. Ekki liggi fyr­ir að okk­ur sé laga­lega skylt að gera það og þetta bendi til þess að verstu martraðir séu að ræt­ast varðandi aðkomu Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðsins.

Björg­vin G. Sig­urðsson viðskiptaráðherra var spurður um þetta eft­ir rík­is­stjórn­ar­fund í gær og neitaði því hvorki né játaði að þetta væru skil­yrði að hálfu sjóðsins en full­yrti að verið væri að skoða þjóðrétt­ar­leg­ar skuld­bind­ing­ar vegna lán­anna í fjár­málaráðuneyt­inu.

Stein­grím­ur J.  gagn­rýn­ir upp­lýs­inga­gjöf stjórn­valda til Alþing­is og al­menn­ings í land­inu sem eigi að borga brús­ann. Slík­ar skuld­bind­ing­ar upp á hundruð millj­arða geti ekki verið einka­mál einn­ar rík­is­stjórn­ar."

***** EFTIR alþingiskosningarnar þann 25. apríl 2009  *****

Nokkrum dögum eftir kosningarnar stökkbreytti Steingrímur J. Sigfússon sjálfum sér og þeim atkvæðum kjósenda Íslenska Lýðveldisins sem höfðu kosið hann og plokkfiskflokk hans til valda. Tilraun til innleiðslu ESB-lýðræðis (aðlögunin) hefst þar með á Íslandi undir þar með umboðslausri ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingríms J. Sigfússonar og Össurar Skarphéðinssonar. 

Nú er svo komið í ljós að sósíalistarnir Steingrímur J. Sigfússon og Björgvin G. Sigurðsson þekkja hvourgir grundvallarmuninn á réttu og röngu. Það eru ekki góð meðmæli með þjóðkjörnum stjórnmálamönnum. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 5.2.2015 kl. 16:31

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:

"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."

Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:

"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."

Og daginn eftir á Stöð 2:

"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."

Þorsteinn Briem, 5.2.2015 kl. 17:14

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Total Government Gross Debt (% of GDP) in Year 2013:

Japan 245,4%,

Bandaríkin 108,1%,

Ísland 91,9%,

Evrópusambandið 89%.

Þorsteinn Briem, 5.2.2015 kl. 17:17

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Graphic showing how much Greece owes to whom

Þorsteinn Briem, 5.2.2015 kl. 17:19

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.10.2011:

"Ný könnun, sem birtist um helgina í írska blaðinu Irish Times, sýnir að Írar telja að Evrópusambandsaðild sé enn mjög mikilvæg fyrir þjóðina.

Bændur eru stærsti hópurinn sem hlynntur er áframhaldandi aðild Íra að Evrópusambandinu
, eða 81% þeirra samkvæmt könnuninni.

Samkvæmt skoðanakönnuninni er enn mikið traust á Evrópusambandinu og trúir meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni, eða næstum þrír á móti hverjum einum, að betra sé fyrir Írland að vera innan sambandsins en utan þess."

Írskir bændur mjög hlynntir Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 5.2.2015 kl. 17:30

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi eru gjaldeyrishöft.

Á Írlandi eru hins vegar engin gjaldeyrishöft, enda er evran gjaldmiðill Íra.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 5.2.2015 kl. 17:31

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið mun hærri en stýrivextir Seðlabanka Evrópu sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu:

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007

Þorsteinn Briem, 5.2.2015 kl. 17:32

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að afborganir af 20 milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til 20 ára eru að meðaltali einni milljón króna hærri á ári en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.

Á 20 árum er íslenska lánið ríflega 19 milljónum króna dýrara en það franska."

Þorsteinn Briem, 5.2.2015 kl. 17:35

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lán til kaupa á íbúðarhúsnæði í Svíþjóð:

Handelsbanken - Aktuella boräntor

Þorsteinn Briem, 5.2.2015 kl. 17:36

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Einstaka vörutegundir gætu lækkað í verði um allt að 25% við aðild Íslands að Evrópusambandinu, segir Eva Heiða Önnudóttir sérfræðingur í Evrópumálum, en mest yrði verðlækkunin á landbúnaðarvörum.

"Engir tollar eru lagðir á þær vörur sem fluttar eru á milli landa innan Evrópusambandsins.

Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu tollar á vörur frá Evrópusambandsríkjum felldir niður en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."

"Þannig eru lagðir 30% tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, 20% á sætabrauð og kex, 15% á fatnað og 7,5% á heimilistæki."

Þorsteinn Briem, 5.2.2015 kl. 17:38

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla einnig allir tollar niður á íslenskum vörum sem seldar eru í Evrópusambandsríkjunum, til að mynda landbúnaðarvörum eins og lambakjöti og skyri.

Og þar að auki fullunnu lambakjöti.

Einnig öllum íslenskum sjávarafurðum, þannig að fullvinnsla þeirra getur stóraukist hér á Íslandi og skapað þannig meira útflutningsverðmæti og fleiri störf hérlendis.

Þorsteinn Briem, 5.2.2015 kl. 17:40

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.8.2010:

"Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi verði íslenskum og færeyskum skipum bannað að landa þar ferskum fiski.

Andrew Charles, fiskverkandi í Bretlandi, sagði í samtali við BBC að slíkt löndunarbann jafngilti því að loka höfnunum í Grimsby og Hull."

Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi vegna löndunarbanns

Þorsteinn Briem, 5.2.2015 kl. 17:41

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

23.11.2010:


"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.

"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."

"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.

Eignarhlutur Kínverjanna er
um 44%, beint og óbeint.

Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."

Þorsteinn Briem, 5.2.2015 kl. 17:42

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

http://blog.pressan.is/stefano/files/2013/09/T%C3%ADmakaup-%C3%AD-ESB.jpg

Þorsteinn Briem, 5.2.2015 kl. 17:43

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Even if a country has a higher GDP per capita (individual income), that country's people may still live poorer if the cost of living is more expensive."

Purchasing Power Parity (PPP)

Þorsteinn Briem, 5.2.2015 kl. 17:44

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

2.2.2015 (síðastliðinn mánudag):

"Greece owes a lot of money. The debt is 176 percent of its gross domestic product, a high figure but not the worst in the world.

Debt service now takes costs a little over four percent of GDP per year, though some calculate the cost to be just 2.2 percent when various sweeteners are considered."

Will Greece Default On Its Debt? - Forbes

Þorsteinn Briem, 5.2.2015 kl. 18:31

23 identicon

Skoðast skal atvinnuleysi ungra á Grikklandi, Portúgal og Spáni. Hlýtur að vera alger sæla miðað við gjaldeyrisheft-Ísland ekki satt?
Ég hélt svo alltaf að Grikkland væri í EU....Gunnar?

Jón Logi (IP-tala skráð) 5.2.2015 kl. 21:46

24 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Allt önnur menning þar suður frá en hér uppi í fásinni og fábreytninni.

Atvinnuleysi hefur verið hátt (á okkar mælikvarða) þar suðurfrá.  ESB eða ekki ESB er enginn grunnfaktor varðandi atvinnuleysi.

Hefur ekkert að gera með Ísland og aðild að Sambandinu þó atvinnuleysi á Spáni fari upp eða niður.  

En það er svo sem rétt sem Jón Baldvin benti á í erlendum fjölmiðli á dögunum, að það sem er sérstakt við Ísland og afstöðu til ESB, er að báðir hefðbundnu hægri-flokkarnir, sjallar og framarar, - þeir eru á móti Sambandinu.  Þetta er mjög sérstakt í Evrópsku samhengi þar sem hefðbundnir  hægri flokkar eru nánast allir fylgjandi aðild.

Þá tekur maður auðvitað eftir honum sterku hagsmunatengslum inní ofannefnda flokka.  LÍÚ og Bændasamtökin?  

Þetta eru sérhagsmunasamtök sem hafa sögulega gríðar ítök í nefndum flokkum.  

Það er líka eins og hluti fjármálaspekúlanta sjalla vilji bókstaflega fá að sitja hér að þeim forréttindum að fá að böðlast á hinum verr stæðu í samfélagi að vild og án afskipta ESB.

Þetta er alveg rétt hjá Jóni og þetta skiptir máli.  

Fólk sér bara með fjölmiðlana, - ítök þar líka!  Gríðar ítök.

Þessi og fl. sérhagsmunasamtök geta haldið úti vitleysisáróðri  um ESB og þvaðri almennt um Evrópu.  Þau fara létt með að fjármagna própagandað.

Hinsvegar á maður samt erfiðara með að skilja afstöðu Bændasamtakanna.  Hún meikar eiginlega lítinn sem engan sens.  Það liggur alveg fyrir að bændur yrðu svipað settir utan eða innan ESB.

Það er engu líkara að málið snúist minna um efnahagsleg eða fjárhagsleg atriði hjá Bændasamtökunum heldur en pólitík.  Þau eru búin að setja sig svo upp á móti aðild, þ.e. taka afstöðu fyrst og reyna síðan að tína til eitthvað til að bakka upp afstöði sína o.s.frv.

En það breytir því ekki að essi samtök landbúnaðar og sjávarútvegs hafa mikil ítök í sjalla og framflokki og þau eru bara á móti.  Og þá ráða þau.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.2.2015 kl. 22:10

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þúsundir Íslendinga hafa fengið starf í Evrópusambandsríkjunum Danmörku og Svíþjóð undanfarin ár og áratugi.

Þorsteinn Briem, 5.2.2015 kl. 22:31

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Þýskalandi, fjölmennasta ríki Evrópusambandsins, býr um 81 milljón manna en um 326 þúsund búa hér á Íslandi, þannig að mun auðveldara er að minnka atvinnuleysi um 1% hérlendis en í Þýskalandi.

Þorsteinn Briem, 5.2.2015 kl. 22:55

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

Germany Unemployment Rate

Þorsteinn Briem, 5.2.2015 kl. 23:11

31 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi var 4,3% atvinnuleysi í desember síðastliðnum samkvæmt Hagstofu Íslands en 4,9% í Þýskalandi.

Þorsteinn Briem, 5.2.2015 kl. 23:20

32 identicon

Ómar Bjarki, - þú þarft að kafa vel til þess að átta þig á því hvers vegna bændur eru á móti aðild. Ég var svo heppinn að vera vinnumaður á bæjum bæði í Bretlandi og Þýskalandi á róstursömum tímum (kúariða, innflutningsmál, lífdýraflutningar o.þ.h.). Mér leist eiginlega agætlega á margt í regluverkinu svona í grunninn, og held að við ættum að nota okkur það sem er að virka hjá þeim, - það stoppar okkur enginn í því.
En....það voru hroðalegir vankantar út um allt, og mikil ólga þeirra vegna. Bændur þeir sem ég hitti voru ekki sáttir, og þeir voru margir. Aðal málið var það að reglur gátu tekið nýja stefnu, sérstaklega í kvóta og styrkjamálum, - og það bara si-svona.
Ég man bara hvað Bretar voru fúlir þegar mjólkurkvóti þeirra var skertur seint á verðlagsári, og þeir þurftu að hella mjólk í milljónlítravís á meðan markaðnum var fullnægt með mjólkurvörum frá Frakklandi.
Þeirra stóri markaður þoldi þetta, en svona örmarkaður eins og hjá okkur, hann tekur þetta ekki.

Jón Logi (IP-tala skráð) 6.2.2015 kl. 13:34

33 Smámynd: Þorsteinn Briem

Of langan tíma tæki að flytja mjólk frá öðrum Evrópulöndum hingað til Íslands með skipum og of dýrt að flytja mjólkina hingað með flugvélum.

Ostar
frá Evrópusambandsríkjunum yrðu hins vegar ódýrari í verslunum hér en þeir eru nú en tollar féllu niður á öllum íslenskum vörum í Evrópusambandsríkjunum, til að mynda lambakjöti og skyri.

Verð á kjúklingum frá Evrópusambandsríkjunum myndi einnig lækka í íslenskum verslunum en kjúklingar og egg eru hins vegar framleidd hér í verksmiðjum.

Tollar á öllum vörum
frá Evrópusambandsríkjunum féllu niður hérlendis, til að mynda 30% tollur á kjúklingum og eggjum, 20% á sætabrauði og kexi, 15% á fatnaði og 7,5% á heimilistækjum.

Þar af leiðandi myndi rekstrarkostnaður íslenskra heimila lækka verulega, einnig heimila íslenskra bænda.

Þar að auki eru dráttarvélar, kjarnfóður, tilbúinn áburður, illgresis- og skordýraeitur, heyrúlluplast og olía seld hingað til Íslands frá Evrópu.

Vextir
myndu einnig lækka verulega hérlendis og þar með kostnaður íslenskra bænda, bæði vegna lána sem tekin eru vegna búrekstrarins og íbúðarhúsnæðis.

Þorsteinn Briem, 6.2.2015 kl. 13:56

34 Smámynd: Benedikt V. Warén

Man þetta ekki alveg.  

En, - hvernig virkað eftirletskerfi ESB, þegar búið var í mörg ár, að selja hrossakjöt sem fyrsta flokks nautakjöt?  


Benedikt V. Warén, 6.2.2015 kl. 21:56

35 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hrossakjöt er afbragðsmatur og engu síðra en nautakjötið.

Þorsteinn Briem, 6.2.2015 kl. 22:19

36 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flutt voru út héðan frá Íslandi 1.589 lifandi hross árið 2009, þar af um 90% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Og seld voru um 1.500 tonn af íslensku hrossakjöti árið 2012.

Meirihlutinn
af því var fluttur út, aðallega til Frakklands, Ítalíu, Sviss og Rússlands.

18.2.2013:


Útflutningur á hrossakjöti þrefaldast


27.6.2012:


Telja að útflutningur á lifandi hrossum muni aukast

Þorsteinn Briem, 6.2.2015 kl. 22:29

37 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Lög og reglugerðir sem gilda um innflutning dýraafurða:

Reglugerð nr.
1043/2011 um eftirlit með heilbrigði eldisdýra og dýraafurðum í viðskiptum innan Evrópska efnahagssvæðisins."

Þorsteinn Briem, 6.2.2015 kl. 22:49

38 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.4.2013:

"Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins kveðst hafa fullan skilning á sérstöðu Íslands um bann við innflutningi á lifandi dýrum og sagði að fullur vilji væri til að taka tillit til hinna sérstöku aðstæðna sem ríktu á Íslandi um dýra- og plöntuheilbrigði."

"Á fundinum lýsti stækkunarstjórinn yfir að Evrópusambandið væri nú reiðubúið að hefja viðræður við Íslendinga um kaflann um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði á grundvelli samningsafstöðu Íslendinga.

Stækkunarstjórinn sagði að Íslendingum hefði tekist vel að koma sérstöðu sinni á framfæri."

"Í samningsafstöðu Íslendinga eru settar fram skýrar kröfur um að við myndum viðhalda banni á innflutningi á lifandi dýrum."

Þorsteinn Briem, 6.2.2015 kl. 23:28

39 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sammála steini, hrossakjöt er fínn matur.  En það eru vörusvik að kalla það nautakjöt.  

ESB kjaftæðið getur aldrei, þrátt fyrir aukið skrifræði, komið í veg fyrir að menn "hagræði" í framleiðslu sinni til að hámarka arðinn.  ESB getur  hins vegar endalaust komið með nýjar, flóknar og rándýrar tilskipanir sem bitna á pyngju íbúanna, án þess að nokkur trygging fylgi að innihaldslýsing sé í samræmi við hráefnið.  Býrokratíið ber enga ábyrgð, bara veltir kostnaði á samborgarana og því er best að halda sig eins fjarri þessu skrímsli og unnt er. 

Benedikt V. Warén, 7.2.2015 kl. 00:29

40 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gildir einnig hér á Íslandi, Benedikt V. Warén.

"Lög og reglugerðir sem gilda um innflutning dýraafurða:

Reglugerð nr.
1043/2011 um eftirlit með heilbrigði eldisdýra og dýraafurðum í viðskiptum innan Evrópska efnahagssvæðisins."

Á Evrópska efnahagssvæðinu eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein.

Þorsteinn Briem, 7.2.2015 kl. 02:35

41 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES-réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.

Hins vegar er skylt að taka hann í landslög í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."

Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið, bls. 168.)

Þorsteinn Briem, 7.2.2015 kl. 02:43

42 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."

Schengen-samstarfið

Þorsteinn Briem, 7.2.2015 kl. 02:46

43 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson, forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Þorsteinn Briem, 7.2.2015 kl. 02:48

44 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fjórfrelsið gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.

Að auki kveður samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið á um samvinnu ríkjanna á svæðinu í til dæmis félagsmálum, jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum."

Þorsteinn Briem, 7.2.2015 kl. 02:50

45 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er eitt af aðildarríkjum Staðlasamtaka Evrópu (CEN).

"The National Members of CEN are the National Standards Organizations (NSOs) of the European Union countries plus three countries of the European Free Trade Association (EFTA) [Ísland, Noregur og Sviss]."

"CEN's 31 National Members work together to develop voluntary European Standards (ENs).

These standards have a unique status since they also are national standards in each of its 31 Member countries."

Þorsteinn Briem, 7.2.2015 kl. 03:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband