Hvernig er "tjáningarfrelsið fótumtroðið"?

Ásmundur Friðriksson sparar ekki stóru orðin um þá sem ekki samþykkja í einu og öllu skoðanir hans á múslimum á Íslandi og hvernig eigi að taka þá alla sem einn út úr og beita á þá aðferðum lögregluríkis.  

Hann segir að hann og skoðanabræður hans séu "skotnir niður og ataðir auri" og að gagnvart þeim sé tjáningarfrelsið fótum troðið.  Hvað hefur hann fyrir sér í því? Hann verður að nefna dæmi um það í stað þess að staðhæfa að hann sé beittur ofbeldi.

Máttu ungir Sjálfstæðismenn ekki tjá skoðanir sínar á þessu máli?  

Ég veit ekki betur en að á netmiðlum og öðrum fjölmiðlum hafi hann og skoðanabræður hans fengið að setja fram skoðanir sínar hingað til. 

Og að ræðu hans sé útvarpað á ljósvakamiðlunum í dag. 


mbl.is „Tjáningarfrelsið aðeins fyrir útvalda“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Pat Condell er EKKI gyðingur, hann er trúleysingi. Hann hefur ákveðnar skoðanir á múslimum, þó hann alhæfi ekki um alla sem aðhyllast þá trú. Hann segir einfaldlega að nógu margir öfgamenn innan þeirrar trúar séu til, til þess að aðgerða sé þörf.

https://www.youtube.com/watch?v=YQjTLGgQV2w

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.2.2015 kl. 17:57

2 identicon

Sæll Ómar.

Ég held að hann sé ekki að kalla eftir lögregluríki og njósnastarfssemi. Hann er vekja máls á því að það stafar ógn af hryðjuverkaöflum í heiminum. Ísland sem land án hers og með lögreglu sem að sinnir lágmarksviðbúnaði er rómantísk hugmynd. Heimsmyndin er breytt Ómar. Ég man þá tíð að ég trúði þessu líka. Það er einhver hætta í gangi og faglega umræðu verður að taka. Hversu mikið eigum við sem þjóð að standa í eftirliti og forvirku eftirliti?

Stafar íslenska ríkinu ógn af hryðjuverkum eða einstaklingum sem að gætu tengst öfgasamtökum, erlendum sem innlendum, íslenskum eða erlendu einstaklingum á Íslandi?

101 Reykjavík er ekki sú sama Reykjavík og hún var. Það er búið að gengisfella öryggi borgaranna.

Kveðjur

Guðmundur

Guðmundur (IP-tala skráð) 17.2.2015 kl. 18:01

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.2.2015 (síðastliðinn miðvikudag):

Three young Muslims gunned down in North Carolina family home

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 18:12

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bandaríkjaher í Víetnam:

"Air force captain, Brian Wilson, who carried out bomb-damage assessments in free-fire zones throughout the delta, saw the results firsthand.

"It was the epitome of immorality...One of the times I counted bodies after an air strike—which always ended with two napalm bombs which would just fry everything that was left—I counted sixty-two bodies.

In my report I described them as so many women between fifteen and twenty-five and so many children—usually in the arms of their mothers or very close to them—and so many old people."

When he later read the official tally of dead, he found that it listed them as 130 VC killed."

Turse, Nick (2013). Kill Anything That Moves: The Real American War in Vietnam. New York: Metropolitan Books.

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 18:13

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bandaríkjaher í Írak:

"12. mars 2006 hélt Green að heimili al-Janabi fjölskyldunnar ásamt fleiri hermönnum.

Þar nauðguðu tveir hermenn [14 ára] stúlkunni, Abeer, á meðan Green skaut fjölskyldu hennar til dauða.

Green nauðgaði síðan stúlkunni og skaut hana síðan í höfuðið.

Hermennirnir kveiktu síðan í líki stúlkunnar."

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 18:14

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Krossferðirnar voru herfarir kaþólskra Evrópumanna á hendur þeim sem þeir töldu heiðingja á seinni hluta miðalda.

Aðallega
voru það múslímar sem urðu fyrir barðinu á krossförunum en einnig heiðnir Slavar, gyðingar, rússneskir og grískir rétttrúnaðarsinnar, Mongólar, Katarar, Hússítar, Valdensar, Prússar og pólitískir andstæðingar páfans.

Krossfarar sóru eið og fengu syndaaflausn fyrir vikið."

Krossferðir

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 18:15

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Seinni heimsstyrjöldin hófst í Evrópu en breiddist út til annarra heimsálfa og stóð í tæp sex ár."

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 18:16

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"In the English-speaking world, Bosniaks are also frequently referred to as Bosnian Muslims."

"The Srebrenica massacre, also known as the Srebrenica genocide, was the July 1995 killing of more than 8,000 Bosniaks, mainly men and boys, in and around the town of Srebrenica during the Bosnian War."

"The Secretary-General of the United Nations described the mass murder as the worst crime on European soil since the Second World War.

A paramilitary unit from Serbia known as the Scorpions, officially part of the Serbian Interior Ministry until 1991, participated in the massacre, along with several hundred Russian volunteers."

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 18:17

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson og SUS benda á að rangt er að taka hér einn hóp fyrir í þessum efnum og allir vita að sjálfsögðu að ríki fylgjast með öfgahópum.

Hins vegar er einhver að sjálfsögðu ekki öfgamaður vegna þess eins að hann er múslími eða kristinn.

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 18:19

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum."

Almenn hegningarlög nr. 19/1940

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 18:21

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"65. gr. Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. ..."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 18:21

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tyrkir hafa átt stóran þátt í velgengni Þýskalands og innflytjendur hafa haldið sjávarútveginum gangandi hér á Íslandi.

Turks in Germany

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 18:26

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flestir vilja að Jón Gnarr taki við af Ólafi Ragnari Grímssyni

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband