Vestrænt kerfi með svipaðri hættu og austrænt?

Flugslysið mikla á Tenerife og flugslys hjá Suður-Kóreumönnum á tímabili leiddu í ljós nauðsyn samvinnu, samráðs og jafnvægis á milli flugmanna í flugstjórnarklefanum þar sem aðstoðarflugmenn þyrðu að benda flugstjóranum á það ef hann væri að gera mistök. 

Flugstjórinn sem átti megin þáttinn í Tenerife flugslysinu var einn þekktasti flugstjóri í Evrópu, yfirflugstjóri hjá KLM, og honum var meira segja telft fram í auglýsingu félagsins, nefndur sem dæmi um afburða örugga og færa flugstjóra félagsins og kröfur til þeirra. 

Aðstoðarflugstjórinn, sem virtist ljóst að í óefni stefndi, hafði ekki nægt sjálfstraust gagnvart svo virtum flugstjóra til að taka af skarið til að afstýra slysinu, nefndi feiminn og óöruggur með sjálfan sig möguleikann á mistökunum en lyppaðist síðan niður fyrir valdi flugstjórans .

Hjá Suður-Kóreska flugfélaginu var svipað ástand um borð hvað varðaði aldagamla og inngróna geirneglingu virðingarstiga í samfélaginu, þar sem yfirmenn voru nánast eins og guðir í augum undirmanna sinna.

Þegar slys fóru ítrekað að gerast af þessum sökum; að aðstoðarflugmenn þorðu ekki að andmæla eða leiðrétta flugstjórana, sáu flugyfirvöld og flugfélög þar í landi, að í stjórn flugvéla gengur slíkt ekki upp, heldur verður að ríkja sú samvinna og samráð sem eðli stjórnar flókinnar flugvélar krefst. 

Vestrænt kerfi, sem býður upp á eins konar stéttaskiptingu sem hlýst af gerviverktöku, getur falið í sér svipaða hættu og hið Suður-Kóreska þjóðfélagskerfi gerði, meðan það var látið afskiptalaust. 


mbl.is Tengja gerviverktöku við flugöryggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband