Skelfur aftur eftir átta klukkustunda hlé. Er ekki logi þarna?

Þegar þetta er ritað, klukkan hálf sjö, eru þrjár stundir síðan það byrjaði að skjálfa aftur á Bárðarbungusvæðinu eftir átta klukkustunda algert hlé á skjálftum.

Skjálftarnir eru annars vegar í Bárðarbungu sjálfri og hins vegar undir norðurjaðri Dyngjujökuls, suður af Holuhrauni.  

Þetta algera hlé var mjög athyglisvert miðað við það sem gengið hefur á síðasta hálfa árið, og ekki síður er athyglisvert upphaf og staðsetning nýrra skjálfta, þótt smáir séu og fáir.

Á sama tíma og engir skjálftar voru í nótt, vildi svo skemmtilega til fyrir tilviljun, að ritaður var pistill um árshátíð 365 miðla undir heitinu "Er Logi ekki þarna?" - "Logi" með stórum staf, -  en fyrirsögnin á þessum pistli getur vel verið: "Er ekki logi þarna?" - "logi" með litlum staf.   


mbl.is Líkur á fleiri gosum í kjölfarið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undir sól er ekkert nýtt,
alltaf loginn brennur,
bungan skalf á Bárði títt,
býsna ljótar glennur.

Þorsteinn Briem, 1.3.2015 kl. 07:16

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Vísindamennirnir haldnir of mikilli spádómsgáfu. Ekki líður sá dagur að ekki komi ný spá um gos hjá Bárði. Einhver sagði að 100 opinberir starfsmenn væru tengdir eftirliti og vísndaiðkunum við Holuhraum. Nú er gasmengun í lægðunum mesta ógn að áliti veðurfræðings.

Það um kjósa á eldfjallaeyjunni. Eldgosið í Eyjum var einstakt því það kom upp skammt frá byggð. Stilling og ró prýddi mannfólkið við þær hamfarir. Mjög ólíklegt er að annað eins hendi á næstu 200-500 árum. 

Sigurður Antonsson, 1.3.2015 kl. 08:01

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.2.2015 (í gær):

"Í ljósi sögunnar og með hliðsjón af legu eldstöðvakerfisins í Bárðarbungu eru miklar líkur á því að það verði gos undir jökli með tilheyrandi öskufalli og flóðum, segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri jarðvár á Veðurstofu Íslands.

"Það er alveg ljóst að Bárðarbunga er farin af stað.

Þetta er hrinukennd virkni og það er hafið tímabil aukinnar virkni í Bárðarbungu þannig að það eru mestar líkur á að það verði fleiri gos þarna í kjölfarið," sagði Kristín í sjónvarpsfréttum en sagði að á þessari stundu væri erfitt að segja til um hvar eða hvenær næsta gos yrði.

Líta verður til gossögunnar og legu Bárðarbungu til að meta framhaldið.

Stór hluti af eldstöðvakerfinu er undir jökli þannig að það eru miklar líkur á því að það verði gos undir jökli með tilheyrandi öskufalli og flóðum.

Á næstu árum gætu orðið allnokkur eldgos en hvort tveggja fjöldi þeirra og tímabil eru óljós.""

Þorsteinn Briem, 1.3.2015 kl. 08:28

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 1.3.2015 kl. 08:55

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það þurfa allir að læra að lifa með staðháttuðum aðstæðum á jörðinni, á sem óttalausastan og heiðarlegastan hátt, sem völ er á hverju sinni.

Besta vörnin gegn því sem maður óttast, er að tala óttalaust og heiðarlega um allar hliðar ógnvaldsins. Hvort sem það óttastýrandi ógnvald er af völdum náttúruhamfara eða bankastjórnarhamfara. En það er því miður vægast sagt frekar erfitt hér á landi, því valdið handtekur oft saklaust fólk á Íslandi. Það er orðið heimsfrægt.

Enginn mannlegur máttur getur ráðið við náttúruhamfarir heimsins.

Hvað með bankastjórnahamfarir heimsins?

Getur samansafn af breyskum mannskepnum á jörðinni ráðið við þær bankastjórnarhamfarir, án þess að láta óttaknúinn og fangelsandi áróður bankastjórnarvaldhafanna kúga sig og blekkja enn einu sinni?

Getur Páfa-homma-dagsins-náðandi Vatíkansliðið svarað þessari spurningu? Og ef það klerkalið getur ekki svarað spurningunni?

þá snýst spurningin í framhaldinu um, hvers vegna geta ekki Páfa-Vatíkans-vistaðir klerkaliðarnir dópandi, skattrænandi og bankastjórnarránsdjammandi svarað því?

Þá yrði áframhalds spurningin hvers vegna þeir geta það ekki?

Eru þeir bara skattræn-andar og bankaræningjastjórnarránsdjamm-andar, án nokkurrar hugmyndar um raunverulegan heilagan kærleiksfrelsisþekkingarinnar sannleiksboð-anda, hins heilaga og almáttuga alheimsorku-anda?

Ég bara spyr hér, um það sem mér sýnist frekar augljóst? En ég sé að sjálfsögðu bara mitt sjónarhorn. Aðrir lýsa svo sálarsjálfsins upplýsta sjónarhorni. Það er að segja ef þeir óttast ekki hamfaraafleiðingar sannleiksþöggunarinnar bankarænandi og tortímandi of mikið.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.3.2015 kl. 22:35

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Stykkishólms-Haraldur hefur komist næst því að útskýra eldfjallajarðfræðilegu hliðina á Holuhraunseldgosinu. Ég ber mjög mikla virðingu fyrir heildarsýn, þekkingu og visku Haraldar Sigurðssonar.

En sem betur fer (og skiljanlega) skilur Haraldur Sigurðsson ekki bankahamfarirnar, því engin fræði geta útskýrt né réttlætt slíkar hamfarir.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.3.2015 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband