Hugtakaruglingurinn um "miklar frosthörkur" og "vetrarhörkur".

Það þarf ekki að fjölyrða um það að veturinn hefur verið sérlega vindasamur og illviðrasamur. Þó er það ekkert einsdæmi að mikið snjói og skafi. Slíkt veðurfar var frá janúar fram í mars fyrir þremur árum og snjórinn þá meiri á Suðurlandi en hann hefur verið í vetur, raunar einhver hinn mesti í áraraðir.

Í fyrravetur voru mikil snjóalög og hríðar fyrir norðan alveg fram á vor þótt hitinn væri yfir meðallagi, og meðalhitinn ekkert lægri á þessum tímabilum syðra og nyrðra en gengur og gerist, heldur var úrkoman í formi snævar mun meiri en í meðalári.

Síðast í gær voru orðin "einstakar vetrarhörkur" og "einstakar frosthörkur" notuð í fjölmiðlum um veturinn núna, en það er stórlega ofmælt.

Þrátt fyrir öll illviðrin og snjóinn í desember var sá mánuður hlýrri en í meðalári um mestallt land, og engar sérstakar frosthörkur hafa verið fram að þessu, heldur einungis miklu meiri vindur og úrkoma en venjulega, og þegar hitinn er langtímunum saman í kringum frostmark fellur úrkoman sem snjór.

Undanfarnar vikur hefur verið sérlega hlýtt á meginlandi Evrópu langt austur í Rússland og enda þótt það hvítnaði í Norður-Ameríku á tímabili, voru flestar hitatölur rauðar þar í gær og fyrradag langt norður úr.

 

P. S. Í athugasemd við þennan pistil er haldið fast í "frosthörkurnar" og "vetrarhörkurnar" og sagt að undanförnu hafi ríkt mesti kuldi á þessari öld.

Staðreyndirnar eru þessar samkvæmt tölum Veðurstofunnar:

Meðalhitinn í janúar og febrúar í Reykjavík er aðeins 0,1 stigi undir meðaltali áranna 1961-90 sem yfirleitt er miðað við, og það er sami meðalhiti og í sömu mánuðum 2008.

Meðalhitinn á Akureyri í janúar og febrúar er 0,9 stigum HÆRRI en meðaltalið 1961-90, og janúar og febrúar voru kaldari þar árið 2010 en nú.

Þetta eru nú allar frosthörkurnar og vetrarhörkurnar!   

 


mbl.is „Líklega versti vetur í áraraðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður var fermdur um miðjan júní í stórhríð í Svarfaðardal.

Halda átti fermingarbarnamót í Hrísey en því var aflýst vegna veðurs.

Bekkjarbróðir minn, Hjöri á Tjörn, helmingurinn af Hundi í óskilum, lét hins vegar ekki ferma sig, enda kommúnisti.

Þorsteinn Briem, 10.3.2015 kl. 07:56

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Árið 2014 einkenndist af miklum hlýindum en víða var mjög úrkomusamt og sumarið sólarrýrt.

Við norðurströndina og víða austanlands er árið það hlýjasta frá upphafi mælinga ..."

Tíðarfar ársins 2014 - Veðurstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 10.3.2015 kl. 08:05

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 10.3.2015 kl. 08:05

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt vef dönsku veðurstofunnar var hiti 7 stigum yfir meðallagi í nýliðnum janúar í Scoresbysundi.

Trausti Jónsson, 5.2.2015

Þorsteinn Briem, 10.3.2015 kl. 08:12

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Vaxandi öfgar í veðri kunna að vera af völdum aukinnar mengunar í andrúmsloftinu. Gríðarleg loftmengun, sérstaklega frá Kína, er talin hafa víðtæk áhrif á veðurfar víða um heim Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA."

http://www.ruv.is/frett/telja-mengun-valda-ofgum-i-vedurfari

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.3.2015 kl. 13:03

7 identicon

Nýtt bullmet slegið - bæði hjá Ómari og hliðasjálfi hans, Steina Briem!

Ómar afneitar vetrinum á Moggablogginu, en í glænýrri frétt á mbl.is kemur fram að búið er að fresta sumardeginum fyrsta á Íslandi fram í ágúst!

http://www.mbl.is/folk/frettir/2015/03/10/hitler_hatar_islenska_veturinn/

Fyrstu 5 athugasemdir við ómarktæka Ómarsbullið eru svo frá hliðarsjálfi Ómars!

Fyrstu mánuðir ársins 2015 eru ekki bara þeir köldustu á þessari öld heldur hafa þeir líka endanlega fryst heilasellurnar í Ómari og hliðarsjálfinu :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 10.3.2015 kl. 13:11

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er enginn að bera á móti því að einstakir mánuðir geti verið "þeir köldustu á þessari öld." En staðan gerbreytist ef bera á þá saman við árin á síðustu öld, einfaldlega að loftslag á jörðinni hlýnaði um síðustu aldamót. 

Ómar Ragnarsson, 10.3.2015 kl. 15:08

11 identicon

Ómar Ragnarsson, í fullri alvöru, Íslendingar hafa gengið í gegnum tvö hlýskeið á síðustu öld og tvö kuldaskeið.

Það sem við erum að upplifa er ekkert nýtt, ekkert einstakt og ekkert skelfilegt. Þetta kallast náttúrulegar sveiflur.

Nú er einfaldlega að kólna af náttúrulegum ástæðum. Sólvirkni er í sögulegu lágmarki og spurningin er einungis hvað það mun kólna mikið og hversu lengi kuldatímabilið stendur yfir.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 10.3.2015 kl. 17:35

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef þú skoðar línuna, sem Trausti Jónsson hefur sýnt af hitasveiflum á Íslandi síðustu öldina, sérðu að hvert kuldatímabil er með aðeins hærri hita en hin á undan og hvert hitatímabil er líka með hærri hita en á hitatímabilunum á undan. 

Ómar Ragnarsson, 10.3.2015 kl. 17:39

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.3.2015 (í gær):

"Vaxandi öfgar í veðri kunna að vera af völdum aukinnar mengunar í andrúmsloftinu.

Gríðarleg loftmengun, sérstaklega frá Kína, er talin hafa víðtæk áhrif á veðurfar víða um heim.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA.

Í niðurstöðum NASA kemur fram að miklir stormar í andrúmsloftinu séu af völdum mengunar.

Hún hafi áhrif á háloftavindana og geti haft áhrif á þær kröppu lægðir sem menn upplifi nú."

Telja mengun valda öfgum í veðurfari

Þorsteinn Briem, 11.3.2015 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband