GAGA, Gagnkvæm Altryggð Gereyðing Allra.

GAGA, eða Gagnkvæm Altryggð Gereyðing Allra er tilraun til að snara yfir á íslensku hugtakinu MAD, sem er skammstöfun yfir Mutual Assured Destruction.

Þegar árið 1948 áttu Bandaríkin um 50 kjarnorkusprengjur og hótuðu Stalín að ráðast á jafnmargar borgir í Sovétríkjunu ef þörf yrði á því.

Bandaríkjamenn létu líka vita af kjarnavopnum sínum í Kóreustyrjöldinni og Víetnam styrjöldinni, þótt Sovétmenn gætu líka hótað á móti.

Út úr því kom GAGA kenningin sem er auðvitað mesta vitfirringabrjálæði, sem hinum viti borna manni og færustu og snjöllustu snillingum hefur dottið í hug frá upphafi mannkynssögunar, því að lykilorðið er orðið "altryggð", þ. e. að hvor aðilinn um sig verði að treysta því að hinn sé reiðubúinn og hafi getu og vilja til að hefja gereyðingu mannkyns ef svo ber undir.

Nú er þessi hættulegasta af öllum ógnum við mannkynið og lífið á jörðinni að stinga upp kollinum að nýju, líkt og þegar miltisbrandur, sem verið hefur í dái, fer að nýju á kreik.

Enginn þarf að halda að Ísraelsmenn hafi átt kjarnorkuvopn í áratugi nema vegna þess að þeir séu reiðubúnir að beita þeim, ef þeim sýnist það sjálfum óhjákvæmilegt.

Tilvist tveggja fyrirbæra, kjarnorkuvopna og mannanna, sem geta beitt þeim, hefur verið og er langstærsta ógnin, sem steðjar að mannkyninu og lífinu á jörðinni.    


mbl.is Var tilbúinn að brúka kjarnorkuvopn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pínulítill Pútín kall,
plúton á hann sprengju,
einnig Óla gríssins gall,
Grundfirðingar fengju.

Þorsteinn Briem, 15.3.2015 kl. 22:36

2 identicon

Milli áranna 1945-1998 voru sprengdar um 2053 kjarnorkusprengjur víða um jörðina þ.a. 2 gegn almennum borgurum í Japan. Þeir sem búa yfir kjarnorkuvopnum hafa ekki hikað við að nota þær síðan 1945 gegn mannkyninu og jörðinni sjálfri því sérhver kjarnorkusprenging í tilraunaskyni hefur auðvitað geigvænlegar afleiðingar  í för með sér. Síðan eigum við eftir að tala um auðgað úran sem er mikið brúkað í nútíma hernaði...

Lárus Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.3.2015 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband